Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 417 svör fundust

Er hægt að sjá súrefni?

Súrefni er tvíatóma sameind. Það er gert úr tveimur súrefnisfrumeindum og sameindaformúla þess er O2. Orðið súrefni er þýðing á erlenda orðinu oxygen. Oxys þýðir 'súr' og gennan 'að mynda' sem vísar til þess að súrefni er efni sem myndar sýrur. Súrefni er einnig kallað ildi, dregið af orðinu eldur, en súrefni er s...

Nánar

Hafa skordýr lungu?

Skordýr líkt og öll önnur dýr þurfa á súrefni (O2) að halda til þess að bruni sem myndar orku geti átt sér stað í frumum þeirra. Dýr (og þar með talið við mennirnir) ná sér í súrefni með öndun en hafa þróað með sér ólíkar leiðir til þess að anda. Það fer mikið eftir stærð dýra hvort þau hafa sérstök líffæri til þe...

Nánar

Hverjir fengu Nóbelsverðlaunin í læknavísindum 2019 og fyrir hvað?

Allar lífverur þurfa súrefni til þess að vinna orku úr fæðuefnum. Mikilvægi súrefnis hefur verið þekkt öldum saman en það er ekki fyrr en nýlega sem vísindamenn áttuðu sig á því hvernig frumur lífvera laga sig að breytingum á súrefnismagni. Nóbelsverðlaunin í læknisfræði árið 2019 tengjast þessu en þau hljóta þrír...

Nánar

Getur vatn brunnið?

Hér er einnig að finna svar við spurningunum: Af hverju slekkur vatn eld ef vetni er eldfimt og súrefni nauðsynlegt fyrir eld? Af hverju er ekki hægt að kveikja í vatni, það er bæði hægt að kveikja í vetni og súrefni en hvers vegna ekki vatni? Vatnsameind er uppbyggð af einni súrefnisfrumeind (O) og tveimur...

Nánar

Getum við lifað á Mars?

Eins og staðan er í dag geta menn ekki lifað á Mars og fátt sem bendir til þess að það muni breytast í fyrirsjáanlegri framtíð. Við komumst ekki af án súrefnis en í lofthjúp Mars er ekki að finna það súrefni sem þarf til þess að menn geti þrifist. Í svari Ögmundar Jónssonar við spurningunni Hvernig er lofthjú...

Nánar

Hvernig geta plöntur breytt koltvíoxíði í súrefni?

Plöntur breyta koltvíoxíði ekki beint í súrefni. Með ljóstillífun grænna plantna er koltvíoxíð (CO2) úr andrúmslofti notað til að mynda kolvetni eða sykur. Um leið er vatnssameind (H2O) klofin í frumum til að halda uppi ljóstillífun og afleiðing þess er sú að súrefni (O2) losnar. Ljóstillífun grænplantna gerist að...

Nánar

Ef kveikt er á eldspýtu á Venusi, brennur andrúmsloftið þá upp?

Svarið er nei. Það er ekki hægt að kveikja á eldspýtu á reikistjörnunni Venusi þar sem lofthjúpur hennar inniheldur ekkert súrefni sem eldurinn þyrfti til ad nærast á. Andrúmsloft Venusar inniheldur að langmestu leyti (96,5%) koldíoxíð sem kæfir eld. Eldur getur þar af leiðandi ekki brunnið á Venusi. Frekar...

Nánar

Hvernig getur eldur þrifist á sólinni ef það er ekkert súrefni þar?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningu:Ef efnisklumpur brennur ekki í geimnum vegna súrefnisskorts hvers vegna er þá sólin einn allsherjarbruni?Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Brennur eldur í geimnum, það er að segja jafnvel í nokkrar sekúndur? Flýtur eldur í þyngdarleysi? segir meðal annars...

Nánar

Er hægt að búa til súrefni í vélum?

Súrefni (oxygen, O) er eitt af frumefnunum (elements), en frumefni í náttúrunni eru samtals um 90 eftir því hvernig talið er. Léttasta frumefnið er vetni (hydrogen, H) sem hefur massatölu 1 en þyngstu atóm frumefna hafa massatölu um 240. Massatala súrefnis er 16 svo að við sjáum að það er frekar létt. Frumefni...

Nánar

Hvernig eru súrefni og nitur (eða köfnunarefni) á litinn?

Þessi efni eru bæði litlaus gös við öll venjuleg hitastig. Súrefni þéttist ef það er kælt niður í -183°C og nitur breytist í vökva við -196°C. Fljótandi súrefni er fölblátt að lit. Fljótandi nitur er hins vegar litlaust. Bæði efnin mynda þunnfljótandi vökva. Súrefni frýs (breytist í storku eða fast efni) við...

Nánar

Gætu fílar andað eingöngu með húðinni?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Nú eru til dýr sem hafa húðöndun, en af hverju getur fíll ekki haft húðöndun? Hvað mælir fræðilega á móti því?Þau dýr sem anda eingöngu í gegnum húðina eru yfirleitt afar einföld eins og til dæmis frumdýr (protozoa) eða frumstæðir fjölfrumungar, svo sem flatormar. Þessi dýr ...

Nánar

Er hægt að drekka súrefni á vökvaformi?

Stutta svarið við þessari spurningu er „já“. Hins vegar er rétt að vekja athygli á því að það að drekka súrefni á vökvaformi er stórhættulegt og mundi líklega valda dauða þess sem reyndi það! Mörgum finnst svalandi að drekka kalda drykki en við erum ekki vön að drekka vökva sem eru kaldari en við frostmark, sem...

Nánar

Fleiri niðurstöður