Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2425 svör fundust

category-iconHeilbrigðisvísindi

Veldur stress krabbameini?

Það virðist vera almenn trú manna að stress geti valdið krabbameini. Oft tengja nýgreindir sjúklingar myndun krabbameinsins við ákveðinn alvarlegan lífsviðburð fyrr á ævinni. Getgátur hafa verið uppi um að ónæmiskerfið bælist við stress og við það nái krabbameinfrumur að vaxa upp sem annars væri haldið niðri af ón...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað getið þið sagt mér um L-karnitín sem notað er sem fæðubótarefni?

Karnitín (L-karnitín) er á fyrstu skrefum framleiðslunnar búið til úr amínósýrunum lýsíni og metíoníni í lifur og nýrum Eins og á við um svo mörg efni sem markaðsett eru sem fæðubótarefni þá framleiðir heilbrigður einstaklingur nóg karnitín til að anna eftirspurn. Nokkrar tegundir erfðasjúkdóma geta þó valdið rösk...

category-iconHugvísindi

Hvað er vitað um ævi skáldkonunnar Saffóar?

Í raun er afar lítið vitað með vissu um ævi Saffóar. Margt af því sem við teljum okkur vita byggir á því sem fram kemur í kvæðum hennar en deilt er um hversu áreiðanlegar sjálfsævisögulegar upplýsingar eru í fornum kveðskap. Það er að segja, þótt skáldið fullyrði eitthvað um sjálft sig eða gefi í skyn í kvæðum sín...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að koma örbylgjum á meira en ljóshraða?

Örbylgjur eru ein gerð rafsegulgeislunar, notaðar meðal annars til að hita upp mat og í GSM-símum. Aðrar gerðir rafsegulgeislunar eru til dæmis ljós, röntgengeislar og útvarpsbylgjur. Eini munurinn á þessum bylgjum er sveiflutíðni þeirra, sem einnig segir til um bylgjulengd rafsegulbylgjunnar og orku einstakra ska...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað þýða upphleyptu punktarnir neðst á bjórflöskunum?

Punktar sem finnast á hælnum á bjórflöskum gefa einfaldlega til kynna hvaða mót hefur verið notað við gerð flöskunnar hjá framleiðanda. Hvert mót hefur eigin punktamerkingu til að auðveldara sé að rekja galla á flöskunum. Punktarnir hafa því ekkert með sjálfan bjórinn að gera. 1) Stútur, 2) krag...

category-iconFélagsvísindi

Hefur eitthvað breyst í heilbrigðismálum Bandaríkjanna síðan Barack Obama varð forseti?

Þann 23. mars 2010 skrifaði Barack Obama, 44. forseti Bandaríkjanna, undir lög um sjúkratryggingar handa hinum almenna Bandaríkjamanni. Þetta er stór breyting á heilbrigðismálum í Bandaríkjunum, því áður voru sjúkratryggingar nær eingöngu aðgengilegar í gegnum atvinnurekendur. Hægt var að kaupa tryggingar á eigin ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaða áhrif hefur hnattræn hlýnun á lífríki sjávar?

Hnattræn hlýnun er sú hækkun á meðalhitastigi sem mæld hefur verið á jörðinni síðan mælingar hófust. Frá iðnvæðingunni sem hófst um 1750 hefur magn gróðurhúsalofttegunda (koltvíildis, einnig nefnt koltvísýringur og koldíoxíð, metans, ósons, kolflúorkolefna) aukist gríðarlega í andrúmsloftinu. Sameindir þeirra drek...

category-iconHugvísindi

Hver er saga krossgátunnar?

Fyrsta krossgátan var búin til af Arthur Wynne og birtist í bandaríska blaðinu New York World þann 21. desember 1913. Krossgáta Wynne var ólík því sem nú tíðkast, hún var tígullaga og hafði enga svarta reiti. Wynne var innflytjandi frá Bretlandi og hafði sem barn kynnst leik er nefnist orðaferningur (e. word squar...

category-iconHugvísindi

Hvenær fóru menn að nota orðið verðbólga á íslensku?

Orðið verðbólga hefur oft sett sterkan svip á umræðu um íslenskt efnahags- og stjórnmálalíf á undanförnum áratugum. Þetta hagfræðilega fyrirbæri, sem þykir hafa einkennt íslenskt efnahagsástand á löngum köflum, hafði fremur hægt um sig um skeið en hefur heldur betur náð sér á strik á undanförnum mánuðum. Einfö...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er munurinn á ríkisreknum fjölmiðli og einkareknum?

Helstu fjölmiðlar nútímans eru dagblöð, hljóðvarp, sjónvarp og veffréttamiðlar. Í okkar heimshluta tíðkast hvorki ríkisrekstur á dagblöðum né veffréttamiðlum (nema sem viðhengi við hefðbundinn útvarpsrekstur). Hér verður því samanburður á ríkisreknum og einkareknum miðlum einskorðaður við hljóðvarp og sjónvarp, se...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Er vitað hvernig sortulyngsblek var búið til á Íslandi og hver er þá uppskriftin?

Engar lýsingar eru til á blekgerð á Íslandi til forna en elsta heimildin um þá iðju er frá 17. öld. Þar er um að ræða kvæði Árna Þorvarðarsonar prests á Þingvöllum (um 1650 til 1702) en í því felst uppskrift af bleki þar sem sortulyng kemur við sögu og lýsing á aðferð við blekgerðina. Kvæðið er eftirfarandi: ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Varð Albert Einstein frægur vegna sólmyrkva?

Miðvikudaginn 19. nóvember 1919 birtist eftirfarandi frétt í símskeytadálki dagblaðsins Vísis undir fyrirsögninni „Þyngdarlögmálið“: Símað er frá London, að stjörnufræði- og eðlisfræði-félagið enska hafi fallist á kenningar þýska prófessorsins Einsteins, sem eru andvígar kenningum Newtons og kollvarpa jafnve...

category-iconLæknisfræði

Hvað er feit lifur og af hverju stafar hún?

Þegar fita safnast í lifrarfrumurnar er það kallað fitulifur. Fitulifur er oftast meinlaus og flokkast þá ekki sem sjúkdómur en hún getur einnig verið merki um alvarlegan sjúkdóm sem leitt getur til lifrarbilunar. Þetta fer fyrst og fremst eftir því hver orsökin fyrir fitusöfnuninni er. Algengustu orsakir eru miki...

category-iconNæringarfræði

Hvað getið þið sagt mér almennt um sykur?

Ef spyrjandi á við þennan venjulega hvíta sykur sem við kaupum í næstu verslun og notum í matargerð og bakstri þá er hann tvísykra sem kallast súkrósi. Sykrur eru lífræn efni sem einnig kallast kolvetni. Þeim er gjarnan skipt í einsykrur, tvísykrur og fjölsykrur eftir því úr hversu mörgum einingum sykran er gerð. ...

category-iconStjórnmálafræði

Hvaða rannsóknir hefur Guðni Th. Jóhannesson stundað?

Guðni Th. Jóhannesson er forseti Íslands. Árin 1996-1998 var hann stundakennari í sagnfræði við Háskóla Íslands, kenndi þar einnig og stundaði rannsóknir að loknu doktorsprófi árin 2003-2007. Árið 2013 varð Guðni lektor í sagnfræði við háskólann, síðar dósent og loks prófessor uns hann tók við embætti forseta Ísla...

Fleiri niðurstöður