Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 249 svör fundust

Hvernig urðu jörðin og hinar reikistjörnurnar til?

Jörðin varð til fyrir um það bil 4500 milljónum ára. Hún varð til þegar efnisagnir sem gengu umhverfis sólina rákust á og hnoðuðust saman í sífellt stærri einingar. Þessar einingar mynduðu að lokum reikistjörnur sólkerfisins Í svari Tryggva Þorgeirssonar við sömu spurningu segir:Uppruna sólkerfis okkar má rekja ti...

Nánar

Á fólk heima á suðurpólnum eða norðurpólnum?

Þegar talað er um suðurpólinn er misjafnt hvort átt er við syðsta punkt jarðarinnar eða Suðurskautslandið allt. Suðurpóllinn sjálfur (í fyrri skilningi orðsins) er ekki mannlaus því frá árinu 1957 hafa Bandaríkjamenn starfrækt þar rannsóknarstöð, Amundsen-Scott South Pole Station. Stöðin er mönnuð allt árið um kr...

Nánar

Hvaða málmur hefur mestan eðlismassa?

Eðlismassi (e. specific mass, mass density) efnis er skilgreindur sem massi tiltekins rúmmáls af efninu og yfirleitt táknað með einingunni g/cm3 eða kg/l (kílógrömm á lítra) sem er sama talan. Ef efni hefur til dæmis eðlismassann 3 þá hefur einn lítri af því massann 3 kg og einn rúmsentímetri er 3 grömm. Um þe...

Nánar

Hvaða áhrif hefur hlýnun á jörðinni á jökla, hafís og sjávarborð?

Jöklar um allan heim hafa rýrnað frá lokum 19. aldar en mest þeir sem eru utan heimskautasvæða. Jöklar í Ölpunum, í Norður-Ameríku, á Nýja-Sjálandi, í Skandinavíu og á Íslandi hafa látið mjög á sjá. Jöklar hafa einnig horfið í hæstu fjöllum í Afríku, Suður-Ameríku og Himalajafjöllum. Undir lok 20. aldar jókst rýrn...

Nánar

Hvaðan er íshokkí upprunnið?

Löngum var talið að íshokkí (eða ísknattleikur) hefði þróast úr ensku hokkí og svonefndum lacrosse-knattleik indíana, og að breskir hermenn hefðu breitt það út um Kanada um miðja 19. öld. En nýlegar rannsóknir benda til þess að upprunann megi rekja til eldri knattleiks sem Micmac-indíanar stunduðu snemma á 19. öld...

Nánar

Hver er uppruni íslensku pönnukökunnar?

Tíundi kafli í Einfalda matreiðsluvasakverinu fyrir heldri manna húsfreyjur, sem kom út í Leirárgörðum aldamótaárið 1800, hefst á uppskrift af pönnukökum. Í pönnukökur er tekinn rjómi eður góð mjólk, saman við hana vel hrærð fáein egg, eður í þeirra stað lítið eitt af broddmjólk, og þar ofan í sigtað hveiti o...

Nánar

Hversu heitt er á Plútó?

Það er kalt á Plútó. Talið er að meðalhiti við yfirborð sé -230°C, hæsti hiti sé um -220°C og lægsti um -240°C. Hitatigið á Plútó er því ekki langt frá alkuli. Ástæðan fyrir þessu er sú að braut Plútó er yfrleitt langt frá sólu og einnig er yfirborðið bjart og sólargeislarnir endurkastast því vel af Plútó. Í ...

Nánar

Hafís í blöðunum 1918. IV. Harði veturinn 1880-1881

Þessi pistill er sá fjórði í röðinni af sex þar sem birt er efni um hafís úr blöðum og tímaritum árið 1918 án útskýringa. Frosthörkurnar snemma árs 1918 urðu tilefni þess að í blöðum var rifjaður upp harði veturinn 1880-1881. Samtíningur þessi er fenginn hjá hinni aðdáunarverðu gagnavefsíðu Landsbókasafns-Háskólab...

Nánar

Hvað er kristall og af hverju myndast hann?

Árið 2015 voru 100 ár liðin frá því að feðgarnir Lawrence (1890–1971) og William Bragg (1862–1942) hlutu Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir að greina innri byggingu kristalla með röntgengeislum. Árið áður hafði Max von Laue (1879–1960) fengið sömu verðlaun fyrir að uppgötva bylgjubeygju (e. diffraction) röntgenge...

Nánar

Hvort eru hvítabirnir land- eða sjávarspendýr?

Hugtakið sjávarspendýr nær til rúmlega 120 spendýrategunda sem dvelja mestan, ef ekki allan, sinn aldur í sjó eða eru háð hafinu um fæðu. Spendýr sem lifa að öllu eða mestu leyti í sjó eru hópar eins og hvalir (cetacea), sækýr (sirenia) og hreyfadýr (pinnipedia). Hvítabjörn að gæða sér á sel. Hvítabirnir eru...

Nánar

Af hverju fá menn hausverk?

Það geta verið fjölmargar ástæður fyrir höfuðverk eins og kemur fram í svari Magnúsar Jóhannsonar við spurningunni Af hverju fær maður höfuðverk? Þar segir meðal annars að höfuðverkur sé líklega algengasta sjúkdómseinkenni sem við þekkjum. Oftast er hann fylgifiskur sjúkdóma eða sótthita og er einungis örsjaldan...

Nánar

Mig langar að vita af hverju stjörnurnar skína.

Þetta er mikil og merkileg spurning sem menn hafa velt fyrir sér frá alda öðli, en kannski ekki vitað neitt að marki um svarið fyrr en á seinni helmingi tuttugustu aldar. Svarið er fólgið djúpt inni í stjörnunum. Efnið er þar gífurlega heitt sem þýðir að eindir þess eru á mikilli hreyfingu og rekast harkalega h...

Nánar

Hvað þýðir það að tré séu í vetrardvala?

Til þess að lifa af veturinn þurfa tré að gera ráðstafanir til að forðast skemmdir, einkum þær sem gætu orðið þegar vatn frýs. Vatn er undirstaða í lífi trjáa sem og allra annarra lífvera. Vatn er notað til að flytja næringarefni úr jarðvegi upp í tréð. Afurðir ljóstillífunar eru fluttar í vatnslausn um tréð. Ö...

Nánar

Fleiri niðurstöður