Oftast er hann fylgifiskur sjúkdóma eða sótthita og er einungis örsjaldan merki um alvarlegan sjúkdóm í höfði. Höfuðverkur getur stafað frá ýmsum líffærahlutum, utan höfuðkúpu sem innan. Hann getur átt uppruna sinn í vöðvum og liðum á hálsi, kinnbeina- eða ennisholum, kjálkaliðum, tönnum, eyrum eða augum. Aukinn eða minnkaður þrýstingur í miðtaugakerfi getur einnig valdið höfuðverk. Æðar í heilanum eru viðkvæmar fyrir þrýstingi og togi og heilahimnurnar sem umlykja heilann eru mjög viðkvæmar fyrir togi og bólgu. Sjálfur heilavefurinn er hins vegar tilfinningalaus vegna þess að þar eru hvorki sársaukanemar né sársaukataugar. Heilablæðingum og heilahimnubólgu fylgir yfirleitt mikill höfuðverkur.Ein algengasta tegund höfuðverkjar er spennuhöfuðverkur. Nafnið kemur til af því að verkurinn orsakast af vöðvaspennu í hálsi og hnakka. Um höfðuverk af þessum orsökum er nánar fjallað í áðurnefnu svari Magnúsar.

- Headaches - 1to10reviews. Sótt 21.3.2011.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.