Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju fá menn hausverk?

EDS

Það geta verið fjölmargar ástæður fyrir höfuðverk eins og kemur fram í svari Magnúsar Jóhannsonar við spurningunni Af hverju fær maður höfuðverk? Þar segir meðal annars að höfuðverkur sé líklega algengasta sjúkdómseinkenni sem við þekkjum.
Oftast er hann fylgifiskur sjúkdóma eða sótthita og er einungis örsjaldan merki um alvarlegan sjúkdóm í höfði. Höfuðverkur getur stafað frá ýmsum líffærahlutum, utan höfuðkúpu sem innan. Hann getur átt uppruna sinn í vöðvum og liðum á hálsi, kinnbeina- eða ennisholum, kjálkaliðum, tönnum, eyrum eða augum. Aukinn eða minnkaður þrýstingur í miðtaugakerfi getur einnig valdið höfuðverk. Æðar í heilanum eru viðkvæmar fyrir þrýstingi og togi og heilahimnurnar sem umlykja heilann eru mjög viðkvæmar fyrir togi og bólgu. Sjálfur heilavefurinn er hins vegar tilfinningalaus vegna þess að þar eru hvorki sársaukanemar né sársaukataugar. Heilablæðingum og heilahimnubólgu fylgir yfirleitt mikill höfuðverkur.

Ein algengasta tegund höfuðverkjar er spennuhöfuðverkur. Nafnið kemur til af því að verkurinn orsakast af vöðvaspennu í hálsi og hnakka. Um höfðuverk af þessum orsökum er nánar fjallað í áðurnefnu svari Magnúsar.

Það geta verið fjölmargar ástæður fyrir höfuðverk.

Höfuðverkur kemur við sögu í mörgum öðrum svörum á Vísindavefnum sem hægt er að finna með því að nota leitarvélina hér til hægri.

Dæmi um höfuðverk sem fjallað er um á Vísindavefnum er verkur sem sumir finna þegar þeir borða eitthvað kalt, eins og til dæmis ís. Um það má lesa í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvers vegna fær maður heilakul þegar maður borðar eða drekkur eitthvað kalt?

Mígreni er höfðuverkur sem ýmsir kannast við, annaðhvort af eigin raun eða þekkja einhvern sem þjáist af því. Um mígreni má lesa í svari við spurningunni Hvað er mígreni, af hverju stafar það og hvernig er hægt að losna við það?

Síðan má nefna timburmennina sem láta á sér kræla þegar of mikið hefur verið drukkið af áfengi. Um þá má lesa í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvers vegna verður fólk timbrað og hvað hefur áhrif á timburmennina?

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

16.3.2011

Spyrjandi

Rannver Olsen, f. 1997

Tilvísun

EDS. „Af hverju fá menn hausverk?“ Vísindavefurinn, 16. mars 2011, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=58894.

EDS. (2011, 16. mars). Af hverju fá menn hausverk? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58894

EDS. „Af hverju fá menn hausverk?“ Vísindavefurinn. 16. mar. 2011. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=58894>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju fá menn hausverk?
Það geta verið fjölmargar ástæður fyrir höfuðverk eins og kemur fram í svari Magnúsar Jóhannsonar við spurningunni Af hverju fær maður höfuðverk? Þar segir meðal annars að höfuðverkur sé líklega algengasta sjúkdómseinkenni sem við þekkjum.

Oftast er hann fylgifiskur sjúkdóma eða sótthita og er einungis örsjaldan merki um alvarlegan sjúkdóm í höfði. Höfuðverkur getur stafað frá ýmsum líffærahlutum, utan höfuðkúpu sem innan. Hann getur átt uppruna sinn í vöðvum og liðum á hálsi, kinnbeina- eða ennisholum, kjálkaliðum, tönnum, eyrum eða augum. Aukinn eða minnkaður þrýstingur í miðtaugakerfi getur einnig valdið höfuðverk. Æðar í heilanum eru viðkvæmar fyrir þrýstingi og togi og heilahimnurnar sem umlykja heilann eru mjög viðkvæmar fyrir togi og bólgu. Sjálfur heilavefurinn er hins vegar tilfinningalaus vegna þess að þar eru hvorki sársaukanemar né sársaukataugar. Heilablæðingum og heilahimnubólgu fylgir yfirleitt mikill höfuðverkur.

Ein algengasta tegund höfuðverkjar er spennuhöfuðverkur. Nafnið kemur til af því að verkurinn orsakast af vöðvaspennu í hálsi og hnakka. Um höfðuverk af þessum orsökum er nánar fjallað í áðurnefnu svari Magnúsar.

Það geta verið fjölmargar ástæður fyrir höfuðverk.

Höfuðverkur kemur við sögu í mörgum öðrum svörum á Vísindavefnum sem hægt er að finna með því að nota leitarvélina hér til hægri.

Dæmi um höfuðverk sem fjallað er um á Vísindavefnum er verkur sem sumir finna þegar þeir borða eitthvað kalt, eins og til dæmis ís. Um það má lesa í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvers vegna fær maður heilakul þegar maður borðar eða drekkur eitthvað kalt?

Mígreni er höfðuverkur sem ýmsir kannast við, annaðhvort af eigin raun eða þekkja einhvern sem þjáist af því. Um mígreni má lesa í svari við spurningunni Hvað er mígreni, af hverju stafar það og hvernig er hægt að losna við það?

Síðan má nefna timburmennina sem láta á sér kræla þegar of mikið hefur verið drukkið af áfengi. Um þá má lesa í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvers vegna verður fólk timbrað og hvað hefur áhrif á timburmennina?

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....