Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1003 svör fundust

category-iconVísindafréttir

Skjálftamælar Vísindavefsins í góðu lagi!

Eins og sést af meðfylgjandi grafi eru skjálftamælar Vísindavefsins í góðu lagi. Grafið sýnir gestafjölda eftir dögum undanfarna 12 mánuði og á því koma fram tveir toppar þar sem umferðin fer yfir 14.000. Fyrri toppurinn varð þann 20. október 2020 (örlítið hægra megin við miðju á grafinu), þegar skjálfti af stæ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er ókei að nota orðið ókei í íslensku?

Örugglega hefur ekkert íslenskt orð verið hrakyrt jafnmikið og ókei. Það hefur verið kallað „orðskrípi“, „átakanlegt dæmi um orðfátækt“, „óyrði“, „„graftrarkýli“ á fögrum líkama máls okkar“, o.s.frv. Orðið er yfirleitt rakið til ol korrekt, framburðarstafsetningar á all correct, í bandarísku slangri kringum 1840, ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta anakondur étið menn í heilu lagi?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað vitið þið um anakondur? Anakondur tilheyra ætt kyrkislanga (boidae) en innan hennar eru einnig aðrar stórvaxnar slöngur svo sem pítuslöngur og bóa-kyrkislöngur. Tvær tegundir kyrkislanga ganga undir heitinu anakonda. Sú stærri er yfirleitt nefnd risa anakondan eða græna an...

category-iconUmhverfismál

Er í lagi að drekka vatn úr ám og lækjum?

Neysluvatn er skilgreint sem matvæli og því eru vatnsveitur með eigið eftirlit rétt eins og matvælafyrirtæki og undir eftirliti heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Allt er þetta gert til þess að tryggja öryggi neytenda. Ár og lækir eru ekki undir slíku eftirliti og rannsóknir hafa sýnt að þetta vatn getur veri...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Af hverju haldast hlutir eins og atóm og sameindir saman í heilu lagi?

Í þessu samhengi ber fyrst að nefna rafstöðukrafta. Flestir hafa séð hvað gerist ef blöðru er nuddað upp við hár manns. Þá er hægt að festa blöðruna upp í loft og hárin sem blöðrunni var nuddað upp að standa upp í loft og hvert út frá öðru. Núningurinn hefur þá framkallað krafta sem láta hárin fjarlægjast hvert an...

category-iconNæringarfræði

Hvaða næringarefni eru í rauðmagalifur, sér í lagi magn A- og D-vítamína?

Til er afar gagnlegur vefur sem geymir upplýsingar um efnainnihald matvæla á íslenskum markaði. Gagnagrunnurinn heitir ÍSGEM og Matís hefur umsjón með honum. Í grunninum er hægt að finna fæðu, bæði eftir íslensku og ensku heiti. Upplýsingar um efnainnihald rauðmagalifrar er að finna í gagnagrunni sem Matís reku...

category-iconMálvísindi: íslensk

Geturðu frætt mig um orðið 'hlaupastelpa'?

Orðið 'hlaupastelpa' hefur þrenns konar merkingu. Í fyrsta lagi er það notað um léttúðuga stelpu og stelpu sem mikið er á ferðinni. Merkingin er þá vanalega heldur niðrandi. Í öðru lagi er orðið notað um ákveðinn hlut í rokk, það er stöng sem tengir saman fótafjölina og rokksveifina. Þessi stöng er einnig ne...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvort eru fleiri tegundir af fiskum með brjósk eða bein?

Mun fleiri tegundir beinfiska (Osteichthyes) en brjóskfiska (Chondrichithyes) eru þekktar í dag í ám, vötnum og heimshöfum jarðarinnar. Rúmlega 20.000 tegundum beinfiska hefur verið lýst en í kringum 800 tegundum brjóskfiska. Beinfiskar eru í raun langstærsti hópur hryggdýra, en næst koma fuglar með um 9.000 tegun...

category-iconMálvísindi: íslensk

Orðabók HÍ segir 'skeina sig' en er rétt að segja 'skeina sér'?

Sögnin að skeina hefur fleiri en eina merkingu. Í fyrsta lagi merkir hún að 'særa lítillega, veita einhverjum skeinu' og í öðru lagi merkir hún að 'hreinsa e-ð', til dæmis skeina flórinn það er 'moka flórinn'. Undir síðari merkinguna heyrir einnig 'að þurrka af endaþarmsopinu'. Í báðum merkingunum er sögnin áhr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna segir maður til dæmis "út úr mínum húsum" í fleirtölu? Er einhver regla til um þetta þegar maður á bara eitt hús?

Orðið hús hefur fleiri en eina merkingu. Það er í fyrsta lagi notað um byggingu sem hefur veggi og þak og er það algengasta merking orðsins. Í öðru lagi getur hús merkt 'bær, býli' og nær þá yfir þau hús sem bæ tengjast, til dæmis bæjarhús, útihús, fjárhús, hesthús. Í þriðja lagi getur hús merkt 'heimili' og...

category-iconLögfræði

Fær móðir sjálfkrafa forsjá yfir barni fæðist það utan sambúðar?

Já, samkvæmt 2. málsgrein 30. greinar barnalaga nr. 20/1992 er meginreglan sú að móðir fær sjálfkrafa forsjá yfir barni fæðist það utan hjúskapar eða sambúðar. Þessi regla tekur mið af þörfum barnsins við upphaf ævinnar. Þó eru undantekningar frá þessari meginreglu. Samkvæmt 1. mgr. 33. gr. barnalaga geta fore...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað gerir maginn?

Hlutverk magans er fjórþætt. Í fyrsta lagi tekur hann við tugginni fæðu úr vélindanu. Þar blandast fæðan magasafa fyrir tilstuðlan bylgjuhreyfinga og malast áfram í mauk. Þetta er fyrsta stig meltingar, það er mölun, sem hefst í munni. Annað hlutverk magans er að drepa örverur sem kynnu að komast með fæðunni í...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er í lagi að borða hvannarfræ beint af plöntunni? Er hægt að nota það í brauð ef það hefur verið þurrkað?

Mjög hefur verið varað við risahvönn þar sem hún inniheldur ertandi efni. Um hana er til dæmis fjallað í svari við spurningunni Eru hættulegar jurtir allt í kringum okkur? Í ætihvönn eru sambærileg efni og í risahvönn en í miklu minna mæli. Hún skilur samt eftir brúna bletti ef safi úr henni kemst í snertingu ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða mis og -indi er átt við hjá misindismönnum?

Orðið misindi 'hættulegur, slæmur eiginleiki' er sett saman úr tveimur liðum, forskeytinu mis- og viðliðnum –indi. Það er oft fyrri liður samsettra orða sem tákna eitthvað neikvætt eins og misindismaður, misindisfólk, misindislýður, misindishátterni sem öll vísa til ills innrætis. Forskeytið mis- er stendur með na...

category-iconVísindavefurinn

Af hverju eruð þið svona lengi að svara spurningum sem koma til ykkar? Svarið þið þeim ekki í réttri röð?

Kjarni málsins varðandi fyrri spurninguna er einfaldur: Spurningarnar eru bæði svo margar og svo góðar! Við höfum tvisvar áður svarað spurningum áþekkum þessari. Annars vegar var spurt Hvers vegna eruð þið svona lengi að svara sumum spurningum? og hins vegar Hafa svarendur Háskóla Íslands á þessum vef ekki sett...

Fleiri niðurstöður