Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 483 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Er þörf á staðlaðri stafsetningu í íslensku ritmáli?

Með hugtakinu staðlaðri stafsetningu er átt við sameiginlegar og yfirleitt opinberar reglur um hana. Fyrstu opinberu stafsetningarreglurnar hér á landi eru ekki eldri en frá 1918 (sjá Jón Aðalstein Jónsson 1959:110–111) og saga opinberra reglna um stafsetningu nær því aðeins aftur um liðlega eina öld. Aðrar opi...

category-iconVísindi almennt

Hver eru málin á A0-pappír?

Samkvæmt ISO-216 staðlinum gilda þessar reglur um A-röð pappírsarka:Hlutfallið á milli lengdar og breiddar á blaði er ferningsrótin af tveimur, það er að segja að við fáum út ferningsrótina af 2 ef við deilum í lengd blaðsins með breidd þess.Flatarmál A0 er einn fermetri.Blað af stærðinni A1 fæst með því að skera ...

category-iconHeimspeki

Hvernig er ekkert á litinn?

Við þessari spurningu koma mörg svör til greina. Við skulum skoða nokkur þeirra: Ekkert er væntanlega litlaust. Ef við gerum ráð fyrir að "ekkert" hljóti að vera það sem er ekki neitt, þá hefur það ekki lit. Þetta þýðir þó ekki að þetta ekkert sé gegnsætt, þar sem orðið gegnsætt felur í sér að til staðar sé ein...

category-iconVísindi almennt

Hverjir fundu upp handboltann?

Með góðum vilja er hægt að rekja sögu handboltans aftur í gráa forneskju. Þar er að finna ýmsa knattleiki sem kalla mætti fyrirrennara hans. Þessir fornu leikir líkjast þó allt eins fótbolta og körfubolta, eins og handbolta. Heimildir um knattleiki er að finna hjá Fornegyptum, í Ódysseifskviðu Hómers og í skrif...

category-iconLögfræði

Hvaða lagaleg réttindi hefur ljósmyndari á almannafæri?

Í heild sinni var spurningin svona: Hvaða lagalegu réttindi hefur ljósmyndari á almannafæri, til dæmis í verslunarkjörnum eða öðrum fjölförnum stöðum á Íslandi? Í svarinu hér á eftir er gert ráð fyrir að spyrjandi eigi við rétt ljósmyndara til að taka myndir af einstaklingum en ekki bara byggingum, styttum eða s...

category-iconVeðurfræði

Eru óveður algeng um páska (páskahret)?

Hret eru algeng síðla vetrar og á vorin, en þau lenda ekkert frekar á páskum en öðrum dögum á tímabilinu. Ekkert samband hefur fundist milli illviðra og tunglstöðu. Þar sem páskar falla á mismunandi tíma á ári hverju er hægt að tengja veðuratburði á nokkuð löngum tíma við þá. Af umræðu síðustu 40 til 50 ára er...

category-iconLögfræði

Hvað er réttarvenja í lögfræði?

Réttarvenja, eða venjuréttur, er ein réttarheimilda lögfræðinnar. Réttarheimildir eru skilgreindar sem þau viðmið – gögn, sú háttsemi, þær hugmyndir og hvaðeina annað – sem almennt er viðurkennt að nota skuli eða nota megi til rökstuðnings þegar réttarreglu er slegið fastri eða hún notuð almennt eða í ákveðnu tilf...

category-iconMálvísindi: íslensk

Má ég heita fjórum nöfnum?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Má heita 4 nöfnum? Má ég bæta við einu? Hef bætt einu sinni áður. Fullt nafn einstaklings er samsett úr eiginnafni/nöfnum, millinafni[1] ef við á og kenninafni/nöfnum. Samkvæmt núgildandi lögum um mannanöfn (nr. 45/1996) mega eiginnöfn og millinafn aldrei vera fleiri en þrjú sa...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna er ekki bara eitt tungumál í heiminum?

Hér er einnig svarað spurningu Örnu Bjargar Ágústsdóttur: Af hverju tala menn ekki sama tungumál? Ekkert er vitað með vissu um uppruna tungumála. Menn geta sér þess til að mannapar hafi notað einhver hljóð til tjáskipta en eiginlegt tungumál hafi ekki tekið að mótast fyrr en mun seinna eða fyrir um 100.000 árum...

category-iconLögfræði

Stenst áskrift RÚV samkeppnislög þar sem það hefur heimild til þess að selja auglýsingar og kostun á þætti?

Samkvæmt nýlegum úrskurði Samkeppnisstofnunar stenst lögbundin áskrift að Ríkisútvarpinu samkeppnislög. Fyrir Samkeppnisstofnun lá erindi frá Norðurljósum samskiptafélagi hf. en þar var þess meðal annars krafist að „samkeppnisyfirvöld grípi sbr. 17. grein samkeppnislaga til annarra þeirra aðgerða, sem þau telja na...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig er málfræðilega réttast að hlakka til?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hafa reglur um sögnina að hlakka til breyst í tímanna rás. Var t.d. einhvern tímann rétt að segja "mig hlakkar til"?Sögnin að hlakka hefur allt frá fornu máli verið notuð í fleiri en einni merkingu. Í fyrsta lagi um garg eða gjall í ránfugli, örninn hlakkar yfir bráðinni. Í ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Ber ekki að ávarpa þingforseta og ráðherra á sama hátt á Alþingi?

Upphafleg spurning í heild er sem hér segir:Á vef Alþingis, www.althingi.is, í kaflanum "Upplýsingar-Ýmis hugtök...- Umræður," er greint frá hvernig þingmönnum ber að haga ræðu sinni. Þar eru meðal annars sýnd þessi tvö dæmi um ávörp: "hæstvirti forseti" og "hæstvirtur forsætisráðherra". Af hverju er þetta haft hv...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er rétt að segja Kúbverjar í stað Kúbanir eins og áður var gert?

Lítið hefur verið skrifað um myndun þjóðaheita og reglur sem um hana gilda. Þó er hægt að benda á tvennt: Í blaðið Tungutak, sem var um skeið húsblað Ríkisútvarpsins og vettvangur umræðna um málfar, skrifaði Árni Böðvarsson, þáverandi málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins, í desember 1987:Til þessa hefur ekki þótt ...

category-iconLögfræði

Hver er munurinn á einkamálum og opinberum málum?

Í grófum dráttum felst munurinn þarna í því að í opinberum málum á ríkið aðild að málinu en í einkamálum eigast við tveir lögaðilar án þess að ríkið sé í hlutverki sækjanda. Um opinber mál gilda lög nr. 19 frá 1991 en um einkamál gilda lög nr. 91 frá 1991. Opinber mál eru í rauninni mál sem ríkið rekur vegna b...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig vitum við hvernig veðrið verður?

Svarið við þessu byrjar með því að við öflum gagna um veðrið undanfarið og á svæðinu kringum okkur. Nú á dögum er þetta gert bæði með venjulegum og sjálfvirkum athugunum á tilteknum stöðum og einnig til dæmis með myndum sem teknar eru úr gervitunglum. Gögnin sem veðurfræðingarnir fá til skoðunar sýna hita loftsins...

Fleiri niðurstöður