Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 567 svör fundust
Hvað éta smokkfiskar?
Smokkfiskar (Teuthida) tilheyra flokki höfuðfætlinga (Cephalopoda) líkt og kolkrabbar (Octopoda) og nokkrir smærri hópar dýra. Um 300 smokkfiskategundir eru þekktar. Flestar eru tæplega stærri en 60 cm á lengd en sú stærsta, risasmokkfiskar (Architeuthis spp.), getur orðið allt að 13 metra löng. Smokkfiskar eru...
Hvar eru stærstu jöklar á Íslandi?
Stærstu jöklar á Íslandi eru á miðju og sunnanverðu landinu vegna þess að þar fellur meiri snjór en nær að bráðna á sumrin. Rakir vindar á leið yfir Norður-Atlantshaf lyfta upp lofti á leið yfir Ísland. Loftið kólnar og rakinn í því þéttist og verður að vatnsdropum og ískristöllum sem falla til jarðar. Snjór fellu...
Hvað er skoðað í almennri blóðrannsókn?
Í blóði eru mörg hundruð efni sem hægt er að mæla, meðal annars er hægt að telja og mæla rauð blóðkorn, hvít blóðkorn og blóðflögur. Allir þættir blóðs þurfa að vera í réttu magni og hlutfalli til þess að við séum heilbrigð. Blóðrannsókn er mikilvægur hluti greiningar á sjúkdómum þar sem þeir valda oft röskun á þe...
Hvað er blóðtappi og hvernig myndast hann?
Einnig var spurt:Hver eru einkenni blóðtappa í fæti? Áður hefur verið fjallað um blóðtappa í hægra og vinstra heilahveli í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað er blóðtappi? Í blóðinu eru efni og ferlar sem stjórna því að blóð storknar þegar á þarf að halda, til dæmis til að loka sári og til...
Af hverju standa fuglar stundum á öðrum fæti?
Fuglar standa á öðrum fæti af sömu ástæðu og menn klæða sig í ullarsokka, það er til að hafa stjórn á líkamshitanum. Mikið varmatap verður frá fótleggjum fugla af tveimur ástæðum; engar fjaðrir skýla þeim og þar er mjög mikið af smáum æðum. Þrisvar sinnum meira blóð flæðir um fótleggi fugla en út í stærstu vöðva þ...
Er alveg öruggt að vöðvar af skepnu með riðu séu ekki sýktir? Geta menn borið sjúkdóminn sín á milli?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni Er mögulegt að Creutzfeldt-Jakob sjúkdómurinn gæti leynst í nautgripasæðinu sem flytja á inn frá Noregi? frá sama spyrjanda.Þótt margt sé á huldu um smitandi riðusjúkdóma er nokkuð vitað um smitleiðir þeirra. Hefur sú vitneskja dugað til þess að hægt sé að hefta útbreið...
Eru öll dýr með hjarta?
Lífverur sem tilheyra dýraríkinu (Animalia) eru mjög ólíkar, allt frá einfruma frumdýrum (Protozoa) til stærstu hvala. Mörg dýr hafa eitt hjarta sem dælir blóði um æðakerfi. Þannig flytja þau súrefnis um líkamann. Þetta er þó ekki einhlítt. Í dýraríkinu tíðkast ýmsar leiðir til þess að koma súrefni til frumna. Stu...
Af hverju fær maður hiksta og eru til einhverja góðar leiðir til þess að losna við hann?
Í svari Ólafs Páls Jónssonar við spurningunni Hvers vegna fær maður hiksta? segir meðal annars:Hiksti er krampi í þindinni sem veldur snöggri innöndun sem stöðvast síðan jafn snögglega við það að bilið á milli raddbandanna lokast, en það veldur einmitt hljóðinu sem fylgir þessum kvilla. Algengasta orsök hiksta er ...
Hvort eru menn út eða úti um allt?
Orðið út (forsetning/atviksorð) er notað um stefnu og tíma en úti einkum um það sem er utan húss. Bæði orðin eru notuð í ýmsum föstum orðasamböndum. Í sambandinu út(i) um allt heyrist yfirleitt ekki hvort notað er út eða úti þar sem næsta orð, um, hefst á sérhljóði. Í dæminu: „Eftir veisluna var drasl út um allt“...
Af hverju heitir Ísland ekki Grænland og Grænland þá Ísland?
Alþekkt er sögnin um Hrafna-Flóka Vilgerðarson í Landnámabók sem sat í Vatnsfirði við Barðaströnd heilan vetur en kvikfé hans féll um veturinn af heyleysi. „Var vor heldur kalt. Þá gekk Flóki norður á fjöll og sá fjörð einn fullan af hafísum; því kölluðu þeir landð Ísland.“ (Íslenzk fornrit I:38-39). Ísland stóð...
Af hverju er stundum vond lykt af heita vatninu?
Hér er einnig svarað spurningunum:Af hverju er mismikil lykt af heitu vatni? Hvaðan og hvers vegna kemur ákveðin lykt sem ferðamenn tala alltaf um þegar þeir fara í sturtu? Margir finna vonda lykt af heitu vatni á Íslandi, lykt sem minnir á ónýt egg, prump eða þá hverasvæði. Lyktin stafar af lofttegundinni bre...
Af hverju dökknar silfur ef heitt vatn er látið renna á það?
Silfur er málmur og frumefni númer 47 í lotukerfinu. Það hefur efnatáknið Ag sem er skammstöfun á latneska heiti þess argentum. Nýfægt silfur er sagt vera hvítt á lit en margir myndu einfaldlega kalla það silfurlitt. Silfur dekkist hins vegar með tíð og tíma og er þá talað um að það falli á silfrið. Ástæðan fyrir ...
Hvaða dýr lifa á Suðurpólnum?
Dýralíf á Suðurpólnum er ekki sérlega fjölskrúðugt sökum erfiðra lífsskilyrða, svo sem mikils kulda. Þar lifa samt allnokkur dýr, bæði á landi og í sjó. Suðurpóllinn, eða Suðurskautslandið réttara sagt, er hvað þekktast fyrir að vera heimkynni mörgæsa. Almennur misskilningur er að þær lifi hvergi annars staðar...
Hvernig verka sprengipillur eða sprengitöflur?
Svokallaðar sprengipillur eða sprengitöflur innihalda virka efnið nítróglýserín og eru notaðar við brjóstverk frá hjarta, öðru nafni hjartaöng (e. angina). Brjóstverkur er einkenni margra kvilla, svo sem loftvegasýkinga, bakflæðis og stoðkerfisverkja, en hjartaöng stafar af blóðþurrð í hjartavöðva sem oft orsakast...
Hvaða munur er á moskítóflugu og mýflugu?
Moskítóflugur eru mýflugur. Tvívængjur (Diptera) skiptast í þrjá undirættbálka, Nematocera (mýflugur), Brachicera (ránflugur) og Cyclorapha (eiginlegar flugur). Nematocera, eða mýflugur, eru margar ættir, og þar á meðal eru hrossaflugur (Tipulidae), rykmý (Chironomidae), bitmý (Simuliidae) og moskítóflugur (Cu...