Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Hvað er skoðað í almennri blóðrannsókn?

Þórdís Kristinsdóttir

Í blóði eru mörg hundruð efni sem hægt er að mæla, meðal annars er hægt að telja og mæla rauð blóðkorn, hvít blóðkorn og blóðflögur. Allir þættir blóðs þurfa að vera í réttu magni og hlutfalli til þess að við séum heilbrigð. Blóðrannsókn er mikilvægur hluti greiningar á sjúkdómum þar sem þeir valda oft röskun á þessu jafnvægi og niðurstöður mælinga eru notaðar til þess að fylgjast með framgangi sjúkdóms eftir að meðferð er hafin.

Í almennri blóðrannsókn er blóðhagur mældur í frumugreiningatæki sem gefur athugasemdir og viðvaranir um eitthvað óvenjulegt sem gefur ástæðu til að veita sérstaka athygli. Til rannsóknar á blóðhag teljast eftirfarandi rannsóknir:
 • B − HBK (hvít blóðkorn)
 • B − RBK (rauð blóðkorn)
 • B − HB (hemóglóbín/blóðrauði)
 • B − HKT (hematókrít/blóðkornahlutfall)
 • B − MCH (e. mean cell hemoglobin, meðalhemóglóbín í rauðu blóðkorni)
 • B − MCV (e. mean cell volume, meðalstærð rauðra blóðkorna)
 • B − MCHC (e. mean cell hemoglobin concentration, meðalhemóglóbínþéttni rauðra blóðkorna)
 • B − RDW (e. red cell distribution width, mælikvarði anisocytosis eða mismunandi stærð rauðra blóðkorna)
 • B − BFL (blóðflögur)
 • B − CBFL (blóðflögur mældar úr sítratstorkuvara, vegna kekkjunar í EDTA-storkuvara)
 • B − MPV (e. mean platelet volume, meðalstærð blóðflaga)
 • B − EB (erythróblastar/kjarnablóðkorn)
 • NRBC (deilitalning (tækjamæling) hvítra blóðkorna sem er: neutrófílar, lymfócýtar, mónócýtar, eósínófílar og basófílar)

Á vef Landspítalans má svo sjá eftirfarandi töflu með þeim viðmiðunarmörkum sem notast er við.

Smellið á töfluna til að sjá hana stærri.

Sem dæmi um hvernig túlka má niðurstöður er að fjöldi hvítra blóðkorna og tegundir þeirra getið gefið til kynna um hvort sýkingu sé að ræða og þá hvort hún sé af völdum baktería eða veira. Þetta skiptir miklu máli fyrir lyfjagjöf þar sem sýklalyf gagnast aðeins gegn bakteríusýkingum en ekki veirusýkingum. Óþroskuð hvít blóðkorn geta síðan bent til þess að mergsjúkdómur, til dæmis hvítblæði sé til staðar.

Sé skortur á hemóglóbíni (blóðrauða) er talað um að einstaklingur sé með blóðleysi, en hemóglóbín er sameind sem bindur súrefni og flytur til vefja og hjálpar einnig við losun koltvíildis úr líkamanum. Í smásjá má skoða rauðu blóðkornin og meta stærð þeirra, þroskun og lögun. Frávik geta bent til ýmissa sjúkdóma, til dæmis benda lítil og föl rauð blóðkorn til blóðleysis vegna járnskorts en séu þau of stór bendir það til blóðleysis vegna skorts á B12-vítamíni eða fólínsýru.

Blóðflögur gegn mikilvægu hlutverki í storknun blóðs og skortur á þeim getur því leitt til blæðinga. Að neðan má sjá töflu sem sýnir hvernig túlka má frávik í fjölda þeirra.

Smellið á töfluna til að sjá hana stærri.

Í sértækari blóðrannsóknum má síðan mæla mun fleiri þætti, eftir því að hverju rannsóknin miðar. Sem dæmi þá framleiða krabbameinsfrumur yfirleitt sérstakt prótín sem greina má í blóði og hægt er að líta á sem vísbendingu um sjúkdóminn. Ákveðin efni í blóði gefa einnig til kynna hvort ýmis líffæri séu heilbrigð og starfi eðlilega. Magn lifrarensíma og gallrauða má nota til að kanna starfsemi lifrar, kalkmagn segir til um heilbrigði beina og nýrna, auk þess sem magn kalíns og kalsíðsjóna og karbamíðs, sem er þvagefni, segir til um ástand lifrar og nýrna, svo eitthvað sé nefnt. Blóðsykurmagn skiptir miklu máli fyrir fólk sem er með sykursýki og þá sem eru á steralyfjum, til dæmis sem hluta krabbameinsmeðferðar til þess að draga úr bólgum, verkjum og öðrum einkennum sýkingar.

Sífellt eru þróaðar nýjar, nákvæmari og áreiðanlegri aðferðir til blóðrannsókna og eru þær mjög mikilvægur hluti þess að greina sjúkdóma og fylgjast með framgöngu þeirra eftir að meðferð hefst.

Heimildir:

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

12.1.2012

Spyrjandi

Helga Björk Bjarnadóttir

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvað er skoðað í almennri blóðrannsókn?“ Vísindavefurinn, 12. janúar 2012. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=58979.

Þórdís Kristinsdóttir. (2012, 12. janúar). Hvað er skoðað í almennri blóðrannsókn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=58979

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvað er skoðað í almennri blóðrannsókn?“ Vísindavefurinn. 12. jan. 2012. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=58979>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er skoðað í almennri blóðrannsókn?
Í blóði eru mörg hundruð efni sem hægt er að mæla, meðal annars er hægt að telja og mæla rauð blóðkorn, hvít blóðkorn og blóðflögur. Allir þættir blóðs þurfa að vera í réttu magni og hlutfalli til þess að við séum heilbrigð. Blóðrannsókn er mikilvægur hluti greiningar á sjúkdómum þar sem þeir valda oft röskun á þessu jafnvægi og niðurstöður mælinga eru notaðar til þess að fylgjast með framgangi sjúkdóms eftir að meðferð er hafin.

Í almennri blóðrannsókn er blóðhagur mældur í frumugreiningatæki sem gefur athugasemdir og viðvaranir um eitthvað óvenjulegt sem gefur ástæðu til að veita sérstaka athygli. Til rannsóknar á blóðhag teljast eftirfarandi rannsóknir:
 • B − HBK (hvít blóðkorn)
 • B − RBK (rauð blóðkorn)
 • B − HB (hemóglóbín/blóðrauði)
 • B − HKT (hematókrít/blóðkornahlutfall)
 • B − MCH (e. mean cell hemoglobin, meðalhemóglóbín í rauðu blóðkorni)
 • B − MCV (e. mean cell volume, meðalstærð rauðra blóðkorna)
 • B − MCHC (e. mean cell hemoglobin concentration, meðalhemóglóbínþéttni rauðra blóðkorna)
 • B − RDW (e. red cell distribution width, mælikvarði anisocytosis eða mismunandi stærð rauðra blóðkorna)
 • B − BFL (blóðflögur)
 • B − CBFL (blóðflögur mældar úr sítratstorkuvara, vegna kekkjunar í EDTA-storkuvara)
 • B − MPV (e. mean platelet volume, meðalstærð blóðflaga)
 • B − EB (erythróblastar/kjarnablóðkorn)
 • NRBC (deilitalning (tækjamæling) hvítra blóðkorna sem er: neutrófílar, lymfócýtar, mónócýtar, eósínófílar og basófílar)

Á vef Landspítalans má svo sjá eftirfarandi töflu með þeim viðmiðunarmörkum sem notast er við.

Smellið á töfluna til að sjá hana stærri.

Sem dæmi um hvernig túlka má niðurstöður er að fjöldi hvítra blóðkorna og tegundir þeirra getið gefið til kynna um hvort sýkingu sé að ræða og þá hvort hún sé af völdum baktería eða veira. Þetta skiptir miklu máli fyrir lyfjagjöf þar sem sýklalyf gagnast aðeins gegn bakteríusýkingum en ekki veirusýkingum. Óþroskuð hvít blóðkorn geta síðan bent til þess að mergsjúkdómur, til dæmis hvítblæði sé til staðar.

Sé skortur á hemóglóbíni (blóðrauða) er talað um að einstaklingur sé með blóðleysi, en hemóglóbín er sameind sem bindur súrefni og flytur til vefja og hjálpar einnig við losun koltvíildis úr líkamanum. Í smásjá má skoða rauðu blóðkornin og meta stærð þeirra, þroskun og lögun. Frávik geta bent til ýmissa sjúkdóma, til dæmis benda lítil og föl rauð blóðkorn til blóðleysis vegna járnskorts en séu þau of stór bendir það til blóðleysis vegna skorts á B12-vítamíni eða fólínsýru.

Blóðflögur gegn mikilvægu hlutverki í storknun blóðs og skortur á þeim getur því leitt til blæðinga. Að neðan má sjá töflu sem sýnir hvernig túlka má frávik í fjölda þeirra.

Smellið á töfluna til að sjá hana stærri.

Í sértækari blóðrannsóknum má síðan mæla mun fleiri þætti, eftir því að hverju rannsóknin miðar. Sem dæmi þá framleiða krabbameinsfrumur yfirleitt sérstakt prótín sem greina má í blóði og hægt er að líta á sem vísbendingu um sjúkdóminn. Ákveðin efni í blóði gefa einnig til kynna hvort ýmis líffæri séu heilbrigð og starfi eðlilega. Magn lifrarensíma og gallrauða má nota til að kanna starfsemi lifrar, kalkmagn segir til um heilbrigði beina og nýrna, auk þess sem magn kalíns og kalsíðsjóna og karbamíðs, sem er þvagefni, segir til um ástand lifrar og nýrna, svo eitthvað sé nefnt. Blóðsykurmagn skiptir miklu máli fyrir fólk sem er með sykursýki og þá sem eru á steralyfjum, til dæmis sem hluta krabbameinsmeðferðar til þess að draga úr bólgum, verkjum og öðrum einkennum sýkingar.

Sífellt eru þróaðar nýjar, nákvæmari og áreiðanlegri aðferðir til blóðrannsókna og eru þær mjög mikilvægur hluti þess að greina sjúkdóma og fylgjast með framgöngu þeirra eftir að meðferð hefst.

Heimildir:...