Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 991 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvert er latneska heitið á bakteríunni sem olli plágu á Íslandi á 15 öld? Ég þarf að finna mynd af bakteríunni til að nota sem fyrirmynd að málverki.

Bakterían sem veldur svartadauða heitir Yersinia pestis. Hún nefndist áður Pasteurella pestis en fékk Yersinia-heitið árið 1967, eftir svissnesk-franska lækninum Alexandre Yersin (1863-1943) sem var einn þeirra sem uppgötvaði bakteríuna. Yersinia pestis lifir góðu lífi í ýmsum spendýrategundum, meðal annars í ...

category-iconStjórnmálafræði

Fyrir hvað stendur OECD og hver er tilgangur stofnunarinnar? - Myndband

OECD stendur fyrir Organisation for Economic Co-operation and Development eða Efnahags- og framfarastofnunin. Upphaf stofnunarinnar má rekja allt aftur til 1948 en þá undir nafninu OEEC, Organisation for European Economic Co-operation, eða Efnahagsstofnun Evrópu. Upphaflegt markmið stofnunarinnar var að úthluta...

category-iconHugvísindi

Hvað er afstrakt?

Hugtakið afstrakt eða abstrakt merkir það sem er óhlutstætt og reynir ekki að líkja eftir veruleikanum. Það er dregið af latneska orðinu abstrahere sem þýðir 'draga frá.' Afstrakt er oftast notað um myndlist sem leitast ekki við að endurgera hinn sýnilega veruleika. Saga afstraktlistar er yfirleitt talin hefjas...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju kallast Fimmvörðuháls þessu nafni?

Í bók Þórðar Tómassonar í Skógum, Þórsmörk. Land og saga (Reykjavík 1996) er kafli um fjallferðir og smölun. Þar segir meðal annars:Allt frá miðöldum munu Austurfjallamenn hafa farið með fjárrekstra stystu leiðina milli Goðalands og heimabyggðar, um Hrútafellsheiði, Drangshlíðarheiði og slakkann milli Eyjafjallajö...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Mig langar að vita af hverju stjörnurnar skína.

Þetta er mikil og merkileg spurning sem menn hafa velt fyrir sér frá alda öðli, en kannski ekki vitað neitt að marki um svarið fyrr en á seinni helmingi tuttugustu aldar. Svarið er fólgið djúpt inni í stjörnunum. Efnið er þar gífurlega heitt sem þýðir að eindir þess eru á mikilli hreyfingu og rekast harkalega h...

category-iconVísindi almennt

Hvað er olíutunnan margir lítrar?

Þegar verið er fjalla um heimsmarkaðsverð á olíu í fréttum er oft sagt að olíutunnan (olíufatið eða það sem kallast ‘oil barrel’ á ensku) kosti nú svo og svo mikið. Þá er miðað við tunnu sem hefur að geyma 159 lítra af hráolíu eða 42 bandarísk gallon eða 35 bresk “imperial” gallon. Trétunnur með þessu rúmmáli voru...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er skötuormur og hvernig lítur hann út?

Spurningin í heild sinni er sem hér segir:Líffræði og útlit skötuorms? Hversu mikilvægur er skötuormur fyrir tilvist urriða og bleikju? Er hægt að sjá mynd af dýrinu?Skötuormurinn (Lepidurus arcticus) er eini fulltrúi barðskjöldunga (Notostraca) í íslenskri náttúru. Skötuormurinn Skötuormurinn er einnig stærst...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar búa úlfar og hvað geta þeir orðið stórir?

Fyrr á öldum voru úlfar (Canis lupus) sennilega útbreiddasta rándýrið á þurrlendi jarðar. Í Norður-Ameríku lifðu þeir allt frá Grænlandi og heimskautasvæðum Kanada og Alaska suður til Mexíkó. Í Evrasíu voru úlfar um alla Evrópu og Asíu, nema á hitabeltissvæðunum. Með fólksfjölgun voru skógar ruddir og þá gekk á l...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er steypireyður stærri en stærstu risaeðlurnar voru?

Almennt er talið að þyngsta risaeðla sem með vissu var uppi hafi verið finngálkn (Brachiosaurus) sem vó um 55 tonn og var um 25 m á lengd. Finngálkn var þó ekki lengsta risaeðlan þar sem trölleðla (Supersaurus) var um 42 m löng. Hún hefur líklega vegið um 50 tonn og því verið nokkru léttari en finngálknið. Nýle...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru fjárlög?

Í 42. grein stjórnarskrárinnar kemur fram að fyrir hvert reglulegt Alþingi skal, þegar það er saman komið, leggja frumvarp til fjárlaga fyrir það fjárhagsár, sem í hönd fer, og skal í frumvarpinu fólgin greinargerð um tekjur ríkisins og gjöld. Í 41. grein kemur jafnframt fram að ekkert gjald má greiða af hendi, ne...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er andlit á reikistjörnunni Mars?

Andlitið á Mars, sem sást á mynd sem Viking 1 geimfarið tók árið 1976 af Cydoníu-svæðinu, er ekkert annað en vindsorfin hæð og leikur ljóss og skugga. Á myndinni sést það sem mörgum finnst við fyrstu sýn vera mannsandlit. NASA sendi myndina til fjölmiðla því að menn töldu að hún væri til þess fallin að vekja a...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er leprechaun og hver er uppruni hans? Eiga sögur af honum einhverja stoð í raunveruleikanum?

Leprechaun er lítill karl af öðrum heimi í írskri þjóðtrú. Hann er einfari og gætir gjarnan falinna fjársjóða en stundum er þó talað um að hann geri álfum skó. Á myndinni, sem er frá um 1900, má sjá leprechaun telja gullið sitt. Þekktust er sagan af mennskum manni sem grípur leprechaun, heldur honum föstum í gr...

category-iconLæknisfræði

Hvað er húðskrift og hvað veldur henni?

Húðskrift (dermographism) er algengasta gerð ofsakláða (urticaria) eða ofnæmisviðbragða á húð. Húðskrift hrjáir um 2-5% fólks á öllum aldri en er algengust hjá ungu fólki - á tuttugasta og þrítugasta aldursskeiðinu. Auk þess er tíðnin hærri hjá ákveðnum hópum, til dæmis hjá konum á seinni hluta meðgöngu og síðar í...

category-iconGátur og heilabrot

Gáta: Hvernig er hægt að segja til um hvaðan vatnið kom?

Haraldur og Sigurður eru mikið fyrir ýmiss konar þrautir en þeir skiptast gjarnan á og leggja þrautir hvor fyrir annan. Nú er komið að honum Haraldi. Hann tekur tvær tómar hálfslítra plastflöskur og fyllir þær af vatni. Því næst nær hann í skúringafötu og segir við Sigurð:Þú þarft að tæma úr báðum plastflöskun...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hver var Wernher von Braun og fyrir hvað var hann frægur?

Wernher von Braun var annar í röð þriggja sona Magnúsar von Brauns baróns og Emmy von Quistorp barónessu. Hann fæddist 23. mars árið 1912 í Wirsitz í Poznan, sem þá var hérað í Prússlandi en tilheyrir nú Póllandi. Wernher var draumóramaður frá unga aldri og hann ákvað aðeins tíu ára gamall að markmið sitt í lífinu...

Fleiri niðurstöður