Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconVísindi almennt

Hvernig get ég breytt nafninu mínu?

Samkvæmt 17. grein laga um mannanöfn nr. 45/1996 er heimild fyrir því að fá nafni sínu breytt í Þjóðskrá einu sinni nema sérstaklega standi á. Hvernig ferlið er og hvort nafnbreytingin er gjaldskyld eða ekki fer eftir því hvort aðeins er um að ræða breytingu á ritun nafns eða hvort um eiginlega nafnbreytingu er að...

category-iconHugvísindi

Af hverju heita grýlukerti þessu nafni?

Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um grýlukerti er úr Ferðabók Þorvalds Thoroddsens þar sem hann lýsti kísildrönglum niður með árfarvegi og líkti þeim við grýlukerti á þaki. Það sýnir að orðið grýlukerti er eldra í málinu en í bók hans. Kalksteinsstrókar, sem hanga niður úr hellisloftum, eru gjarnan kallaðir g...

category-iconHugvísindi

Í hvað detta menn þegar þeir "detta í það"?

Sambandið að detta í það er ekki gamalt í málinu um að neyta áfengis ríkulega oftast samfara einhverri skemmtun en þó ekki alltaf. Margur dettur í það einn með sjálfum sér. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru frá síðari hluta 20. aldar en sambandið getur vel verið eitthvað eldra. Í Íslenskri orðabók (2002: 213)...

category-iconVísindavefur

Gáta: Ef þú segir mig er ég ekki lengur. Hver er ég?

Við höldum að vel kunni að vera til fleiri en eitt svar við þessari spurningu, en svar okkar er undir þessum tengli....

category-iconLífvísindi: almennt

Getur hvönn valdið uppblæstri?

Hér á landi eru þrjár tegundir kenndar við hvönn, sæhvönn, geithvönn og ætihvönn. Hin síðastnefnda er langútbreiddust og væntanlega er átt við hana í spurningunni. Ætihvönn er í hópi þeirra tegunda íslensku flórunnar sem áreiðanlega hafa verið útbreiddari fyrir landnám en þær eru nú. Hún er sauðkindinni sérstak...

category-iconHeimspeki

Hvernig er hægt að höfða meiðyrðamál þar sem málfrelsi ríkir? Má ég ekki segja hvað sem ég vil með vísun í málfrelsið?

Málfrelsi leyfir mönnum hvorki að bera ljúgvitni gegn náunga sínum né verða öðrum til ama eða tjóns með ósannindum og blekkingum. Mannréttindi eins og málfrelsi og ferðafrelsi eru yfirleitt skilin svo að réttur hvers og eins takmarkist af réttindum hinna. Við búum við ferðafrelsi en við megum samt ekki fara bók...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig bregður maður einhverjum í þátíð?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Orðin að bregða einhverjum eru sjaldan notuð í þátíð. Hvað segir maður þegar maður er nýbúinn að bregða einhverjum? Ég bregðaði þér?Sögnin að bregða telst til sterkra sagna sem mynda þátíð með hljóðskiptum (bregða-brá-brugðum-brugðið). Hún beygist svona í nútíð og þátíð: ...

category-iconFélagsvísindi

Mega lögreglumenn vera ónúmeraðir, grímuklæddir og neita að gefa upp númer hvað þeir séu?

Lögreglumenn eru að jafnaði einkennisklæddir og gilda strangar reglur um hvernig lögreglubúningur skal úr garði gerður. Sérstök reglugerð hefur verið gefin út af hálfu dómsmálaráðuneytisins um lögregluskilríki og notkun þeirra en þar segir að lögreglumenn og handhafar lögregluvalds skuli að jafnaði vera með lögre...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað heitir kvenkyns hákarl? Er það hámeri?

Orðið hámeri er vissulega í kvenkyni en það er þó alls ekki heiti yfir kvendýr hákarla heldur nafn á sérstakri tegund háfiska (Pleurotremata). Hámeri á því bæði við um kven- og karldýr tegundarinnar, rétt eins og orðið hákarl er notað bæði fyrir kven- og karldýr hákarla. Háfiskar (eins og hámeri, hákarlar og háfar...

category-iconHeimspeki

Þegar þið segið að "ekkert" sé fyrir utan heiminn ef hann er endanlegur, hvað er þá "ekkert"?

Spurningin í heild var sem hér segir:Mig langar að spá meira í eina spurningu sem var "Mig langar að vita hvort geimurinn er endalaus eða er eitthvað á bak við hann?" Þarna talið þið um að EF alheimurinn er endanlegur þá sé EKKERT fyrir utan. Þá spyr ég: HVAÐ ER EKKERT? Svarið er að "ekkert" er einmitt það sem ek...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna verður mér kalt þegar ég kem upp úr sundlauginni?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Ég heiti Máni og er 8 ára. Mig langar til að vita hvers vegna mér verður kalt þegar ég kem upp úr sundlauginni. Amma segir að þið vitið allt. Það er nú ekki skrýtið að þér skuli verða kalt þegar þú kemur upp úr sundlauginni. Vatn í sundlaugum hér á Íslandi er nokkuð heitt eð...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er „alla malla“ og hvaðan kemur það?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Við hjúin veltum fyrir okkur nýverið hvaðan upphrópunin eða notkun orðsambandsins „alla malla“ (með mjúkum L-um) kemur? Upphrópunin alla malla þekkist á prenti að minnsta kosti frá því fyrir miðja 20. öld. Elsta dæmi á timarit.is er úr blaðinu Fálkanum frá 1946: „— ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er Kallmansheilkenni?

Kallmansheilkenni er sjaldgæfur kvilli sem einkennist af skertu eða engu lyktarskyni, vanþroskuðum kynfærum, lítilli kynhvöt og ófrjóum kynkirtlum (ekkert egglos verður í konum og sáðfrumur eru engar eða mjög fáar í körlum). Önnur einkenni eru skapsveiflur, þunglyndi, kvíði, þreyta og svefnleysi. Ef sjúklingar fá ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Hreiðar Þór Valtýsson rannsakað?

Hreiðar Þór Valtýsson er fiskifræðingur, lektor og brautarstjóri við sjávarútvegsfræðibraut Háskólans á Akureyri (HA). Hreiðar og félagar hans í sjávarútvegsfræðinni við HA (nemendur hafa líka verið virkir þátttakendur) hafa lagt mikla áherslu á miðlun og menntun tengda sjávarútvegi á öllum skólastigum. Ástæðun...

category-iconSálfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Árni Gunnar Ásgeirsson rannsakað?

Hvers vegna er svona erfitt að finna reiðhjól á evrópskri járnbrautarstöð? Hvaða áhrif hefur það á minni okkar ef við erum hrædd, uppveðruð eða reið? Getum við veitt fleiri en einu áreiti eftirtekt samtímis? Hvað er að gerast í heilanum þegar athygli okkar er dregin frá vinnunni og að blikkandi ljósi eða sírenuvæl...

Fleiri niðurstöður