Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4698 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvers konar fjall er Búrfell í Grímsnesi? Er það hefðbundið móbergsfjall?

Búrfell í Grímsnesi er „hefðbundið móbergsfjall”, sennilega frá næstsíðasta jökulskeiði, það er um 120 þúsund ára gamalt. Fjallið er ekki krýnt hrauni og telst því ekki til stapa. Ef kenningar manna um byggingu móbergsfjalla eru réttar, má vænta þess að í kjarna Búrfells sé bólstraberg, sem myndaðist meðan þrýstin...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru innlánstryggingar og hvernig er þeim háttað hér á landi?

Með innláns- eða innstæðutryggingum er átt við að sá sem á fé á reikningi í banka eða sparisjóði getur fengið féð að hluta eða í heild greitt úr tryggingasjóði ef bankinn eða sparisjóðurinn getur ekki greitt það. Á Íslandi annast Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta þetta hlutverk. Tryggingarsjóður inn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hve hratt fer flugvélin Fokker 50?

Dæmigerður flughraði Fokker 50 vélanna er um 450 km/klst en hámarkshraðinn er 532 km/klst. Hér að neðan má svo sjá ýmsa eiginleika vélanna. Upplýsingarnar eru þó nokkuð mismunandi eftir flugfélögum og því ná tölurnar oft yfir nokkuð stórt bil. Lengd25 mVænghaf29 mHæð8,5 mFlugþol1300-2250 kmFarþegafjöldi46-5...

category-iconEfnafræði

Úr hverju er vatn?

Vatnssameind eru samsett úr tveimur vetnisfrumeindum og einni súrefnisfrumeind. Á máli efnafræðinnar er vetnisfrumeind táknuð með bókstafnum H og súrefni með O. Efnatákn vatnssameindarinnar er þess vegna H2O. Flest efni geta tekið á sig þrenns konar ham: storkuham, vökvaham og gasham. Vatn er í storkuham þe...

category-iconBókmenntir og listir

Eigið þið uppskrift að góðri drápu eða vísu?

Með drápu er átt við kvæði af sérstakri tegund. Megineinkenni drápunnar eru stefin, sem geta verið eitt eða fleiri, og eru endurtekin með jöfnu millibili. Að formi til er drápunni skipt í þrennt. Fyrsti hluti er án stefja og er eins konar inngangur á undan fyrsta stefi. Þá taka við stefjabálkar eða stefjamál og er...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju koma hvítir deplar þegar ég er búin að horfa lengi á ljós?

Hvítu deplarnir sem við sjáum eftir að hafa horft á einhvern bjartan flöt eru örlitlir klumpar af hlaupi eða öðru hálfgegnsæju efni sem sveimar um í glærhlaupi augans. Ef menn reyna að horfa beint á þá skjótast þeir oft undan manni. Það er ýmislegt sem getur valdið þessum blettum í glæruhlaupinu. Þegar við eru...

category-iconLögfræði

Hvað þýðir það ef þjóðin segir nei við Icesave?

Lagastofnun Háskóla Íslands hefur tekið saman bækling með útskýringum á nokkrum meginatriðum um þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave-samningana 9. apríl 2011. Þar er farið yfir ástæður atkvæðagreiðslunnar og hugsanlegar afleiðingar hennar. Í bæklingnum segir þetta um það ef ef meirihlutinn segir nei í atkvæ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er fræðilega skýringin á því hvar hringur endar og byrjar?

Til að svara þessari spurningu þurfum við fyrst að vita hvernig hringur er skilgreindur. Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvernig skilgreinir maður hring? segir svo:Hringur eða hringferill er mengi þeirra punkta í sléttu eða plani sem eru í tiltekinni fjarlægð frá gefnum punkti. Sá punktur nefnist...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er skortsala?

Skortsala er þýðing á enska hugtakinu 'short sale' eða 'short selling'. Með því er átt við að fengin er eign, til dæmis hlutabréf, að láni og hún síðan seld. Til að endurgreiða lánið þarf því að kaupa eignina aftur. Sá sem hefur gert þetta hefur tekið svokallaða skortstöðu (e. short position) í eigninni en með því...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er ritskýring?

Hugtökin ritskýring og ritskýrendur vísa yfirleitt til skýringa fræðimanna á guðfræðilegum texta. Það er fyrst og fremst hefð sem veldur því. Í ritinu Hugtök og heiti í bókmenntafræði segir þetta um túlkunarfræði: Túlkunarfræði (hermeneutik) var upphaflega tengd ritskýringu Biblíunnar, en á nýöld þegar r...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er eldurinn á kertinu blár neðst og gulur efst?

     Mynd 1: KertalogiKertalogi er til kominn vegna bruna kertavaxins í kertinu. Bruni efnis felst í því að viðkomandi efni gengur í efnasamband við súrefni andrúmsloftsins. Við það rofna súrefnissameindir sem og sameindir vaxins og mynda óstöðug lítil sameindabrot. Rofnun þessi veldur því að það myndast orka sem ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hreint gull (24 karöt) notað í eitthvað?

Hreint gull (Au) er sjaldan notað í eitthvað annað en gullstangir og safngripi eins og gullpeninga. Ástæðan er sú að hreint gull er of mjúkt til smíða og því er það blandað með kopar eða öðrum málmum þegar smíða á skart og gripi úr gulli. Sjá svar Ólafs Páls Jónssonar við spurningunni: Hvað er hreint gull mörg kar...

category-iconNæringarfræði

Hvað er lýsi? Hvernig er það nýtt og hver er aðal uppspretta orkunnar í því?

Lýsi er samheiti á fitu sem unnin er úr sjávardýrum. Til eru margar gerðir af lýsi og má til dæmis nefna þorskalýsi, loðnulýsi, síldarlýsi, túnfisklýsi, háfalýsi og sardínulýsi. Þessar tegundir eru allar unnar úr fiskum, ýmist heilum (t.d. loðnulýsi) eða úr einstökum líffærum (t.d. þorskalýsi úr þorskalifur). Meða...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig starfar boðskiptakerfi líkamans?

Boðskiptakerfi líkamans er tvíþætt. Í taugakerfinu fer boðflutningur fram með taugaboðum sem framkalla hnitmiðaðar og hraðvirkar svaranir en svonefnt innkirtlakerfi notar efnaboð til stjórnunar. Efnaboðin eru hægvirkari en taugaboð en engu að síður mikilvæg. Líkja mætti þessum tveimur stjórnkerfum við símhring...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig geta fuglar flogið?

Þetta er góð og umhugsunarverð spurning sem varðar ýmsar greinar vísinda, til dæmis bæði eðlisfræði og líffræði. Hér verður reynt eftir föngum að fjalla um nokkrar hliðar hennar. Fleygir fuglar hafa vængi og fiður úr sérstöku efni sem er mjög létt í sér, hrindir frá sér vatni og veldur litlum núningi við loftið...

Fleiri niðurstöður