Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6139 svör fundust

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað hefur húsflugan margar tær?

Húsflugur (Musca domestica) eru algengar flugur á Íslandi og víðar. Þær hafa ekki þá munnlögun sem þarf til að bíta en eru hættulegar vegna sjúkdóma sem þær geta borið á fótunum. Húsflugur eru ekki með tær heldur klofna fætur þeirra í tvo helminga með límkenndu efni sem gera þeim kleift að ganga upp lóðrétt yf...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er ekki réttara að segja „Haga seglum eftir vindi” en „Aka seglum eftir vindi”?

Ekki er hægt að segja að önnur mynd orðatiltækisins sé réttari en hin. Í eldri myndinni er talað um að menn „aki seglum eftir vindi” en í nútímamáli er venjan að „haga seglum eftir vindi”. Menn verða svo sjálfir að gera upp við sig hvora myndina þeir nota. Merking orðatiltækisins er „að haga sér eftir aðstæðum"...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað er móðurmál?

Samkvæmt Íslenskri orðabók (1983) er „móðurmál” skilgreint sem 'mál sem e-r hefur lært sem barn og er alinn upp við; ríkismál í heimalandi'. En merking orðsins er víðari. Með hugtakinu er ekki aðeins átt við það mál sem móðirin talar. Í hefðbundnum skilningi merkir það oft málið sem menn hugsa á, þá dreymir á og s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er meðgangan löng hjá köttum, hundum, hestum, kúm og svínum?

Meðgöngutími hjá þeim spendýrum sem spurt er um er mislangur. Tölurnar sem hér eru gefnar upp eru meðaltal: DýrDagar Kettir63 Hundar56-58 Hestar330-340 Kýr279-290 Svín114 Þrátt fyrir að til séu mörg ræktunarafbrigði hunda þá er meðgöngutími þeirra sá sami. Hinn risavaxni stórdani gengur jafn len...

category-iconLandafræði

Er Látrabjarg vestasti staður Evrópu?

Á Vísindavefnum er að finna svar við spurningunni Hver er vestasti oddi Evrópu? þar sem velt er upp nokkrum möguleikum að svari við spurningunni. Fyrst þarf að skilgreina hvort verið sé að tala um vestasta odda í þeim löndum sem tilheyra Evrópu landfræðilega, þeim löndum sem hafa stjórnmálaleg tengsl við Evrópu eð...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er átt við þegar sagt er um stelpur að þær séu algjörar gellur?

Gella er slanguryrði og er notað um (glæsilega) stúlku. Í Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál segir um gellu (1982:40): "kona, stelpa, gljátík, tískudrós: sveitagella, snobbgella, plastgella, gellustígvél." Sumir nota orðið í neikvæðri merkingu en algengara virðist þó að nota það sem hrósyrð...

category-iconHugvísindi

Hvað orð eru notuð um kryddið msg á íslensku?

Samkvæmt upplýsingum úr Orðabanka málræktarsviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum virðist aðeins eitt íslenskt heiti vera notað fyrir monosodium glutamate. Það er þriðja kryddið. Samheiti er mónónatríum glútamat sem er íslensk aðlögun á erlendu heiti. Á ensku er kryddið iðullega nefnt MSG og einni...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er sólin til?

Sólin er ein af milljörðum stjarna í Vetrarbrautinni okkar. Í Vetrarbrautinni er að finna risavaxin gas- og rykský. Efnið í hverju slíku skýi gæti dugað til mynda hundruð, jafnvel þúsundir stjarna á borð við sólina. Stjarna myndast þegar slíkt ský verður fyrir ytri röskun og tekur að falla saman sökum þyngdaraflsi...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er það satt að uppgötvast hafi risapláneta í útjaðri sólkerfisins?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig getur sviffluga haldist á lofti og flogið?

Svifflug byggist á sama lögmáli og vélflug. Flugvélar haldast á lofti vegna þess að þrýstingur undir vængjunum er meiri en þrýstingur ofan þeirra. Það er ekki síst sérstök lögun flugvélarvængsins sem veldur þessum þrýstingsmun. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan er efra borðið stærra en það neðra og því...

category-iconHugvísindi

Hvaða tilgangi þjónaði þýski örninn? Var hann til dæmis í skjaldarmerki Þýskalands?

Örninn er með útbreiddustu merkjum eða táknum heims og hefur ýmist táknað guðdómlegt vald eða höfðingjavald. Hann finnst í Babýlon, Persíu og Indverjalandi en einnig víða um Evrópu, í skjaldarmerkjum. Meðal Rómverja var örninn tákn guðsins Júpíters og síðar tákn keisarans. Á tímum Karls mikla varð örninn skja...

category-iconVísindi almennt

Hvað er draugaverkur? Er þetta fyrirbæri til eða er þetta bara kerlingasögur?

Þessi spurning hefur reynst okkur allerfið. Við byrjuðum á því að fletta upp í öllum tiltækum orðabókum og í ritmálssafni og talmálssafni Orðabókar Háskólans en fundum orðið hvergi. Af því drógum við þá ályktun að orðið væri að minnsta kosti fágætt og hugsanlega nýtt í málinu. Síðan birtum við drög að þessu svari ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvers vegna er ekki öllum bókum raðað eftir nafni höfundar?

Hvernig skyldi standa á því að höfunda/r er stundum ekki getið á riti? Væri þá ekki samt sem áður hægt að finna út hver höfundur er? Og hvernig stendur á því að ekki er ávallt skráð á höfunda sem tilgreindir eru? Því er til að svara, að höfundar elstu ritverka litu stundum ekki á sig sem höfunda, heldur töldu ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Eru vötn á tunglinu?

Nei, það eru ekki vötn á tunglinu. Tunglið hefur engan lofthjúp og vegna lofttæmisins sjóða vökvar þar samstundis og "gufa upp" og gösin rjúka út í geiminn. Nýlega hefur þó, að sumra áliti, fundist vatnsís í djúpum gígum nálægt norður- og suðurpól tunglsins.Yfirborði tunglsins má skipta í tvennt. Annars vegar eru...

category-iconLögfræði

Hafa allar íslenskar reglugerðir við lög verið teknar saman og gefnar út, almenningi til upplýsingar?

Það er gömul og rík regla í lýðræðisríkjum að öll lög skuli birta og við Íslendingar erum fylgjum henni sem aðrir. Reglur um slíka birtingu má rekja til laga Grágásar. Í 27. gr. stjórnarskrárinnar er svohljóðandi ákvæði: „Birta skal lög. Um birtingarháttu og framkvæmd laga fer að landslögum.“ Vafamál getur ...

Fleiri niðurstöður