Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2281 svör fundust
Hvers vegna stíflast nefið þegar maður fær kvef?
Kvef er bráðsmitandi, hvimleiður en meinlaus veirusjúkdómur sem veldur bólgum og óþægindum í öndunarfærum og í sumum tilfellum einnig í afholum nefs, miðeyra og augum. Einkenni kvefs eru nefrennsli og stíflað nef, særindi í hálsi, hósti og hnerri. Stundum getur þreyta, máttleysi og höfuðverkur fylgt kvefi. Ef hiti...
Af hverju mega börn ekki kjósa forseta?
Í heild hljóðaði spurningin frá Viktóríu Sól svona:Af hverju mega börn ekki kjósa forseta? Mér finnst að börn ættu að vera orðin 9 ára þegar þau mega kjósa forseta. Á Íslandi gilda ákveðnar reglur um það hvernig eigi að velja forseta en þær er að finna í stjórnarskránni okkar (Hér er hægt að skoða myndband um s...
Hvaða aðilar stýra gengi íslensku krónunnar?
Vísindavefurinn hefur fengið nokkar spurningar um gengisskráningu íslensku krónunnar. Hér er eftirfarandi spurningum um það efni svarað: Samkvæmt Seðlabanka Íslands, þá er „[g]engi íslensku krónunnar [...] ákvarðað á gjaldeyrismarkaði sem er opinn á milli kl. 9:15 og 16:00 hvern virkan dag“. Hverjir taka þátt í þ...
Hvers konar dýr er trektkönguló og er hún hættuleg?
Til svonefndra trektköngulóa teljast nokkrar tegundir innan ættkvíslarinnar Hydronyche og ein innan ættkvíslarinnar Atrax (A. Robust), alls 42 tegundir. Ástæðan fyrir nafngiftinni er gerð köngulóarvefsins sem er trektlaga og frábrugðinn hefðbundnum flatlaga vefjum flestra köngulóategunda. Trektköngulær eru sva...
Hvað er jarðsjá og hvernig er hún notuð?
Jarðsjá var þróuð út frá ratsjá eftir 1960, og byggist hún á því að rafsegulbylgjur eru sendar ofan í jörðina frá sendiloftneti og tekið á móti endurvarpsbylgjum með öðru loftneti sem haft er nálægt hinu fyrra. Breytileg rafsvörun og rafleiðni efnis framkallar endurvarp, og má þannig greina jarðlög og óreglur í þe...
Er ódýrara að nota alkóhól sem eldsneyti heldur en bensín? Er til eitthvað annað eldsneyti?
Helstu framleiðslulönd lífetanóls (e. bioethanol) árið 2009 eru gefin í töflunni fyrir neðan. Bandaríkin og Brasilía eru í sérflokki hvað framleiðslumagn snertir. Hráefnin fyrir framleiðsluna eru fyrst og fremst korn (Bandaríkin) og sykurreyr (Brasilía). Land/ ríkjasambandEtanólframleiðsla árið 2009 (milljóni...
Hvað er Huntingtonssjúkdómur og hvernig lýsir hann sér?
Huntingtonssjúkdómur er ættgengur sjúkdómur þar sem heilafrumur hrörna smám saman. Honum var fyrst lýst 1872 af bandaríska lækninum George Huntington. Það sem veldur sjúkdómnum er ríkjandi galli á litningi númer fjögur. Þar er CAG-basaþrenndin endurtekin 36-120 sinnum í DNA-inu í staðinn fyrir 10-35 sinnum. Eftir ...
Eru til einhverjar vísindalegar skýringar á Nóaflóðinu? Getur slíkt flóð orðið aftur?
Sagt er að minni um mikil flóð megi finna í mörgum trúarbrögðum, og sennilega hafa ólíkir atburðir valdið slíkum hamförum. Í okkar heimshluta er Nóaflóðið mest þeirra, og fram á miðja 19. öld tóku margir sögu Biblíunnar bókstaflega. Franski líffræðingurinn Georges Cuvier (1769-1832), sem rannsakaði jarðlög kringum...
Hvernig er hægt að vita að eldgos sé yfirvofandi?
Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona: Hvaða ár kemur næst eldgos? Eru væntanleg eldgos á Íslandi? Eldgos gera oft og tíðum boð á undan sér. Aukin jarðskjálftavirkni, landris og breytingar á jarðhita og gasútstreymi eru alltíðir fyrirboðar eldgosa. Ekkert er þó algilt í því efni. Sum eldfjöll gjósa á...
Getið þið útskýrt hvernig gosmökkur í eldgosum hegðar sér?
Gosmökkur er blanda gjósku, vatnsgufu, annarra kvikugasa og lofts. Í sinni einföldustu mynd er hann þrískiptur. Neðsta hluta hans mætti kalla gasspyrnuhluta, miðhlutann uppdrifshluta og efsta hlutann kúf. Þessi skipting skýrist af því hvaða kraftar knýja einstaka hluta makkarins.[1] Kvikuhólf, eldfjall og gosm...
Hvers konar gos varð í Nevado del Ruiz 1985 og af hverju dóu svona margir?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað getið þið sagt mér um eldgosið í eldfjallinu Nevado del Ruiz árið 1985? Hinn 13. nóvember 1985 hófst gos í eldfjallinu Nevado del Ruiz í Kólumbíu. Þetta var ekkert sérstaklega stórt gos en olli engu að síður einu mesta manntjóni sem orðið hefur í eldgosi á tuttugu...
Af hverju er Leifur Eiríksson kallaður Leifur heppni?
Í Íslendingasögu sem hefur verið kennd við föður Leifs og kölluð Eiríks saga rauða er sagt frá því að Leifur hafi verið í Noregi hjá Ólafi konungi Tryggvasyni og konungur sent hann til Grænlands til að boða landsmönnum kristni. Leifur lætur í haf og er lengi úti og hitti á lönd þau er hann vissi áður enga von til....
Hvað er brennisteinstvíildi og hvaða áhrif getur það haft?
Brennisteinstvíildi, sem einnig er nefnt brennisteinsdíoxíð, er litlaus lofttegund sem flestir finna lykt af, ef styrkurinn nær um það bil 1000 µg/m3. Allt jarðefnaeldsneyti inniheldur brennistein og er það háð uppruna og tegund eldsneytisins hve mikill hann er. Meginhluti þess brennisteinstvíildis sem lendir a...
Hvað getur þú sagt mér um sólmyrkvann 20. mars 2015?
Sólmyrkvinn 20. mars 2015 er almyrkvi. Ferill almyrkvans liggur aðeins um 70 km austur af suðausturhluta Íslands. Í Færeyjum og á Svalbarða sést almyrkvi en á Íslandi sést verulegur deildarmyrkvi. Í Reykjavík hylur tunglið 97,5% sólar en 99,4% á Austurlandi. Þetta er seinasti almyrkvi á sólu sem sést frá Evrópu ti...
Hvenær máttu konur fyrst kjósa á Íslandi?
Þann 19. júní 2015 er haldið upp á það að 100 ár eru liðin frá því að íslenskar konur fengu rétt til að taka þátt í kosningum til Alþingis. Í nokkra áratugi þar á undan höfðu konur þó haft kosningarétt til sveitarstjórnarkosninga (í sýslunefnd, hreppsnefnd, bæjarstjórn og á safnaðarfundum) samkvæmt lögum sem Danak...