Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3618 svör fundust

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er hljóðmúr?

Hljóðmúr er ekki múr sem hlaðinn er úr steinum eða steyptur heldur vísar orðið til þess sem gerist þegar hlutur fer hraðar en hljóðið í því efni sem umlykur hann. Flestir hafa tekið eftir því að hljóðið ferðast með endanlegum hraða. Glöggt dæmi um það má upplifa með því að fylgjast með fljúgandi þotu á heiðskír...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gæti ég fengið að vita allt um hornsíli?

Hornsíli (Gasterosteus aculeatus) er ein af tólf tegundum síla innan ættarinnar Gasterosteidae. Þessar tegundir lifa á norðurhveli jarðar. Hornsíli draga nafn sitt af broddum sem eru á bakinu framan við bakuggann. Hornsílið hefur þrjá slíka brodda enda kallast hornsílið á ensku threespice stickleback. Aðrar teg...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna skrifa sumir hefi í stað hef og hefir í stað hefur? Hvor rithátturinn er eldri?

Sögnin hafa telst til svokallaðra ê-sagna. Hún hefur frá fornu fari haft tvenns konar beygingu í nútíð eintölu. Annars vegar: eg hef þú hefr hann/hún hefr en hins vegar: eg hefi þú hefir hann/hún hefir Síðar var stofnhljóðinu u skotið inn á undan -r í endingunni og upp komu myndirnar þú hefur...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju takast kappakstursbílar ekki á loft þegar þeir eru komnir á fulla ferð?

Það er auðvitað rétt að kappakstursbílar takast ekki á loft á sléttri braut eins og venjulegar flugvélar. Þetta er aðallega vegna þess að kappakstursbílar eru ekki flugvélar og ekki hannaðir til þess að fljúga! Flugvélar takast á loft þegar þær hafa náð ákveðnum hraða miðað við loftið í kring. Þá hefur myndast ...

category-iconHugvísindi

Getur maður einhvern tímann orðið fullmenntaður?

Það er ekki hægt að gefa eitt ákveðið svar við þessari spurningu því orðið fullmenntaður er hægt að skilja á fleiri en einn veg. Hér eru þrjú af mörgum mögulegum svörum við spurningunni. 1. Fullmenntaður getur merkt að maður hafi næga menntun í einhverju fagi eða námsgrein til að hann geti gengist undir lokapró...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvers vegna keyrir eldra fólk oft hægt?

Eins og fram kemur í svari Pálma V. Jónssonar við spurningunni Hefur hár aldur og hægari líkamsstarfsemi áhrif á það hvernig við skynjum hraða tímans? hægja ýmsar aldurstengdar breytingar á hreyfingum og viðbrögðum fólks. Hjá eldra fólki er vöðvasamdráttur hægari en hjá þeim sem yngri eru. Þetta stafar meðal an...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er hringmunni?

Þróunarfræðingar telja hringmunna (Cyclostomata) vera frumstæðasta hóp hryggdýra. Hringmunnar tilheyra hópi vankjálka (Agnatha) og þó að þeir séu oft flokkaðir með fiskum skera þeir sig frá þeim á margan hátt. Aðalmunurinn liggur í framangreindum skorti á kjálkum en einnig hafa hringmunnar hvorki beinkenndar tennu...

category-iconLögfræði

Hver er skilgreiningin á eignaspjöllum? Telst veggjakrot, álímingar og plaköt til eignaspjalla?

Ein af grundvallarhugmyndum lýðræðis á Vesturlöndum er að eignarrétturinn sé friðhelgur. Í stjórnarskrá Íslands segir svo í 72. gr. með breytingum frá 1995:Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir...

category-iconLögfræði

Ef báðir foreldrar falla frá ungu barni hver fær þá forsjána? Geta foreldrarnir tilnefnt guðforeldra og mundi ríkið fylgja óskum þeirra?

Hér er einnig svarað spurningu frá Kristínu Friðjónsdóttur um sama efni sem hljóðaði svona: Hvert er hlutverk guðforeldra? Eru það guðforeldrar sem annast barnið, ef báðir foreldrar falla frá? Ef ekki, eftir hverju fer það þá?Samkvæmt nýjum barnalögum sem taka gildi 1. nóvember 2003 geta forsjárforeldrar ákveðið h...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaðan kemur nafnið Istanbúl og hvað þýðir það?

Istanbúl er stærsta borg Tyrklands og var áður höfuðborg landsins. Nú er Ankara höfuðborgin. Borgin hét fyrst Býsans en það er hugsanlega dregið af nafni Býsas sem var leiðtogi Grikkja frá Megöru og átti samkvæmt fornum sögnum að hafa stofnað borgina um 657 f. Kr. Frá árinu 330 e. Kr. til 1930 nefndist borgin ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvert er stærsta blóm í heimi?

Stærsta blóm heims ber fræðiheitið Amorphophallus titanum (e. corpse flower eða Titan Arum) sem kannski mætti kalla hræblóm á íslensku. Blómið tilheyrir sömu ætt og algeng pottablóm af ættkvíslunum Dieffenbachia (e. dumbcane) og Philodendron en er miklu stórgerðara. Hræblómið lifir villt í regnskógum Súmötru í Ind...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Af hverju eru 1000 ms í sekúndu en 60 sekúndur í mínútu og 60 mínútur í klukkustund? Af hverju eru ekki líka 60 ms í sekúndu?

Sekúndan (s) er um það bil minnsta tímalengd sem við getum höndlað í daglegu lífi án nákvæmra mælitækja nútímans. Hjartað slær um það bil einu sinni á sekúndu og þegar við göngum tekur skrefið líka svipaðan tíma. Það er því engin tilviljun að sekúndan er yfirleitt tekin sem grundvallareining í tímamælingum. Ski...

category-iconUmhverfismál

Hversu stór hluti landsins hefur farið undir lón við vatnsvirkjanir?

Landsvirkjun á og rekur öll lón og veitur í landinu sem orð er á gerandi. Landið allt er 103.000 km2 og sé flatarmál allra lóna lagt saman nemur það um 0,25% af flatarmáli landsins ef Þórisvatn, sem er þeirra stærst, er allt tekið með í reikninginn. Lón og veitur eru því samtals um 260 km2. Þórisvatn var þó að...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til þess að starfa við verðbréfaviðskipti?

Samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki frá árinu 2002 og reglugerð um próf í verðbréfaviðskiptum frá árinu 2003 þurfa þeir starfsmenn fjármálafyrirtækis, sem hafa umsjón með daglegri starfsemi í tengslum við viðskipti með fjármálagerninga samkvæmt 6. tölulið 1. málsgreinar 3. greinar laga um fjármálafyrirtæki, að haf...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru hveitibjöllur?

Hér er einnig svarað spurningunni: Getið þið sagt mér eitthvað um hveitibjöllur, hvort þær séu langlífar og hvernig sé best að losna við þær? Hveitibjallan (Tribolium destructor) er bjöllutegund sem er vel þekkt meindýr hér á landi, en hún leggst oft á mjöl og annað kornmeti. Fullorðin dýr eru dökkbrún að l...

Fleiri niðurstöður