Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvar í heilanum eru minningar geymdar?
Um þetta er meðal annars fjallað í ýtarlegu svari Jörgens Pind við spurningunni Hvernig fer heilinn í okkur að því að muna? Mynd sem sýnir hvernig mismunandi svæði heilans virkjast eftir því hvort við notum sjón- eða heyrnarsvæði heilans. Þar kemur fram að svokallaður dreki (e. hippocampus) gegnir mikilvægu hlut...
Hvaða tungumál er mest talað í Evrópu?
Spurningunni er ekki auðsvarað. Ef aðeins er litið til þeirra landa sem aðild eiga að Evrópusambandinu tala flestir þýsku. Þýska er að sjálfsögðu opinbert mál í Þýskalandi þar sem rúmlega 82 milljónir manna búa. Þýska er einnig opinbert mál í Austurríki en svæðisbundið eru þar töluð málin króatíska, slóvenska og u...
Er það mögulegt að Ísland verði einn daginn allt gróðri vaxið?
Margir þættir hafa áhrif á gróðurfarsskilyrði og þar með gróðurhulu á landinu. Þættir sem hafa neikvæð áhrif á gróðurfarsskilyrði eru meðal annars i) áföll af völdum eldgosa og jökulhlaupa; ii) slæm loftslagsskilyrði til fjalla auk þess sem úrkoma er sums staðar nokkuð takmarkandi; iii) sandur og sandfok á auðnum ...
Hvað er 0%1?
Spurninguna má ef til vill skilja á tvennan hátt. Verið getur að spyrjandi vilji vita hvað sé 0 prósent af 1, og þá er svarið 0. Orðið 'prósent' þýðir bókstaflega 'af hundraði' og segir þannig til um hversu marga hundraðshluta maður hefur af tiltekinni heild (í þessu tilfelli er heildin 1). 0 prósent merkja því að...
Er eitthvert ríki svo vel stætt að það greiðir borgurunum í stað þess að leggja gjöld á þá?
Það er nokkuð erfitt að bera saman skatta á milli landa vegna þess hve skattkerfi eru mismunandi. Þau lönd sem hafa lægsta skatta búa öll að öðrum tekjustofnum sem geta staðið undir rekstri hins opinbera. Í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eru hvorki tekjur einstaklinga né fyrirtækja skattlagðar og þar er heldu...
Hvaða lög og reglur gilda um vændi í ríkjum Evrópusambandsins?
Í ríkjum Evrópusambandsins gilda ólíkar reglur um vændi enda hefur Evrópusambandið ekki markað sér samræmda stefnu í vændismálum nema hvað varðar þvingað vændi, svo sem mansal. Slíkt er ólöglegt í öllum ríkjum ESB. Aðildarríkjunum er í sjálfsvald sett hvernig þau haga löggjöf sinni um vændi. Sum hafa það að markmi...
Hvað veldur ókyrrð í háloftum?
Ókyrrð eða kvika er óregluleg hreyfing lofts og þá er yfirleitt átt við lóðrétta hreyfingu. Þar sem loftið í háloftunum er þurrt og það er lítið um ský er loftið að jafnaði tært og ókyrrðin ósýnileg þótt hún sé áþreifanleg. Þess vegna er ókyrrð í háloftum kölluð heiðkvika, á ensku clear air turbulence, skammstafað...
Er hægt að eitra fyrir lúsmýi og bitmýi í sumarbústöðum og koma þannig í veg fyrir bit?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Ef meindýraeyðir er fenginn til að eitra fyrir flugu eða skordýrum í sumarbústað? Hefur það mikla virkni? Mundi það hafa þann árangur ég sé ekki bitin af flugu? Þá er ég að tala um eftirfarandi: Lúsmý, mýflugu, könguló? Eitranir í sumarbústöðum koma líklegast ekki í veg fyrir ...
Á maður rétt á endurgreiðslu bíómiða ef maður gengur út í hléi?
Spurningin sem hér þarf að svara er hvort heimilt sé að rifta þeim samningi sem komst á með kvikmyndahúsinu og bíógestinum við kaup þess síðarnefnda á bíómiðanum. Með riftun lýsir aðili því yfir að vegna vanefnda gagnaðila verði samningurinn ekki efndur samkvæmt aðalefni sínu. Þá fellur greiðsluskylda hvors aðila ...
Hvaða vatn er það mengaðasta í heimi og hvar er það?
Ástand vatnasvæða heimsins hefur versnað allverulega á undanförnum árum og áratugum. Sérstaklega á þetta við um vötn í löndum þar sem hagvöxtur hefur verið mikill, svo sem í Kína og á Indlandi. Nú er svo komið að á lista yfir menguðustu vötn heims eru fjölmörg í Kína. Erfitt er að nefna eitt vatn sem það menga...
Hvað er deiling og hver uppgötvaði þessa stærðfræðiaðferð?
Flestum kemur skipting til hugar þegar reikniaðgerðin deiling er nefnd. Eðli deilingar getur þó verið ólíkt ef grannt er skoðað. Talað er um tvenns konar deilingu, annars vegar skiptingu en hins vegar endurtekinn frádrátt. Munurinn er að annars vegar á að skipta jafnt í tiltekinn fjölda staða en hins vegar að ...
Hver var Ignaz Semmelweis og hvert var framlag hans til læknisfræðinnar?
Ungverski læknirinn Ignaz Philipp Semmelweis var meðal fremstu lækna sinnar tíðar. Uppgötvun hans á orsökum barnsfarasóttar (e. puerperal fever) og forvörnum gegn henni færði honum nafnbótina „bjargvættur mæðra“, þrátt fyrir mikla andstöðu annarra lækna. Hann sýndi fram á að handþvottur gæti með áhrifaríkum hætti ...
Hver er munurinn á eitlum og kirtlum?
Mikill munur er á eitlum og kirtlum, bæði hvað varðar gerð og hlutverk. Kirtlar (e. glands) eru úr kirtilvef og skiptast í inn- og útkirtla (e. endocrine og exocrine). Báðar gerðir gegna því hlutverki að framleiða eitt eða fleiri efni og seyta því eða þeim síðan frá sér. Frá útkirtlum liggja rásir eða gö...
Mig langar að vita af hverju stjörnurnar skína.
Þetta er mikil og merkileg spurning sem menn hafa velt fyrir sér frá alda öðli, en kannski ekki vitað neitt að marki um svarið fyrr en á seinni helmingi tuttugustu aldar. Svarið er fólgið djúpt inni í stjörnunum. Efnið er þar gífurlega heitt sem þýðir að eindir þess eru á mikilli hreyfingu og rekast harkalega h...
Hvernig í ósköpunum hefur Mongólía getað haldið landamærum í öll þessi ár á móti Rússlandi í norðri og Kína í suðri?
Hér er átt við það landsvæði sem myndar nú ríkið Mongólíu. En Mongólíu er – og einkum var – að finna á miklu stærra svæði. Núverandi Mongólía hét í upphafi Ytri Mongólía. Hún kom undir vernd Rússakeisara seint á 19. öld. Fyrir sunnan og austan Ytri Mongólíu er Innri Mongólía sem hélt áfram að njóta verndar keisara...