Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2248 svör fundust
Getur B17-vítamín komið í veg fyrir og læknað krabbamein?
Í gegnum tíðina hafa komið fram ýmsar óhefðbundnar aðferðir sem ætlað hefur verið að lækna krabbamein, gjarnan inntaka á einhverjum náttúrulyfjum. B17-vítamín er eitt þeirra efna sem reynt hefur verið í þessu skyni. Raunar telja sumir þetta ekki réttnefni þar sem efnið tilheyri ekki vítamínum samkvæmt þeirri skil...
Hvernig er snæugla flokkuð frá ríki til tegundar?
Snæuglan (Bubo scandiacus) er ugla norðurhjarans og vel aðlöguð að óblíðri náttúru túndrunnar allt umhverfis Norður-Íshafið. Hún er stór og þrekvaxin, 53-66 cm löng, rúmlega 2 kg og vænghaf hennar er allt að 170 cm. Snæuglan er hvít að lit með brúnum skellum en brúni liturinn er meira áberandi hjá kvenfuglinum. Kv...
Hver er mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi?
Mesti 10-mínútna meðalvindhraði á landinu er 62,5 m/s á Skálafelli 20. janúar 1998 kl. 13. Mesta 3 sekúndna vindhviða á landinu er 74,5 m/s á Gagnheiði 16. janúar 1995 kl. 4. Þetta veður er gjarnan kennt við snjóflóðið mannskæða í Súðavík. Nokkur vafi leikur oft á gæðum vindhraðamælinga í mjög miklum vindi. Því...
Lærir maður að kyngja eða er það meðfæddur hæfileiki?
Kynging er flókið, sjálfvirkt taugaviðbragð sem við fæðumst með, þótt við lærum að stjórna því að einhverju leyti með viljanum þegar við verðum eldri. Þetta viðbragð þróast tiltölulega snemma því í lok fyrsta þriðjungs meðgöngu er fóstur farið að kyngja legvatni. Kynging felst í því að koma fæðu eða einhverju ö...
Geta uppvakningar orðið til?
Eins og allir vita sem hafa séð vandaðar heimildarmyndir á borð við Night of the Living Dead og 28 Days Later, þá eru uppvakningar jafn samofnir veruleikanum og skattar eru launaumslaginu eða dauðinn lífinu. Reglulega koma upp uppvakningafaraldrar í Bandaríkjunum og Bretlandi, en minna hefur sést til þeirra á megi...
Hvað er hægt að raða tíu kúlum í tíu glös á marga mismunandi vegu?
Hér höfum við ákveðinn fjölda hluta, sem við ætlum að raða í sama fjölda sæta. Vandamál af þessu tagi koma oft upp í strjálli stærðfræði eða tölvunarfræði, þar sem röð hluta skiptir máli. Í staðinn fyrir að leysa upphaflega vandamálið, sem er tiltölulega afmarkað, þá getum við skoðað aðeins almennari spurningu: Se...
Hvers konar sveppir í híbýlum eru hættulegir fólki?
Hér er væntanlega spurt um myglusveppi. Myglusveppir og gró þeirra finnast alls staðar í náttúrunni. Myglusveppir tilheyra svokölluðum sundrendum og hafa það hlutverk að brjóta niður og flýta fyrir rotnun á lífrænum leifum. Utandyra eru þeir skaðlausir en ef þeir hreiðra um sig inni í húsum, eins og stundum gerist...
Hvaða sýrumenn voru á ferð í Sýrumannavík, skammt vestan við Grundartanga?
Örnefnið sem nefnt er í fyrirspurninni er að réttu lagi Sýrumannavik (þó að um vík hafi verið að ræða), en víkin er nú horfin vegna framkvæmda á Grundartanga. Á Atlaskorti Eddu stendur ranglega Sýrumannavík. Grundartangi. Sýrumannavik hefur af kortum að dæma verið þar sem uppfyllingin endar lengst til hægri á ...
Hvers vegna eru tíðir eins og skildagatíð, atburðaþátíð og lýsingaþátíð ekki kenndar í íslenskri málfræði, myndi það ekki gagnast okkur við annað tungumálanám?
Það er rétt að traust og góð kunnátta í móðurmáli getur gagnast fólki við að læra önnur tungumál. Í framhaldsskólum er reynt að treysta þekkingu nemenda í íslensku. Markmið móðurmálsnáms eru margþætt. Móðurmálsnám stuðlar að því að nemendur verði öruggari og betri málnotendur, geti betur komið skoðunum sínum á fra...
Hvað er innrautt ljós og til hvers er hægt að nota það?
Í kringum 1800 beindi ensk-þýski stjörnuáhugamaðurinn William Herschel (1738-1822) sólarljósi í gegnum þrístrending og festi hitamæli við rauða enda hins sýnilega litrófs. Hitamælirinn sýndi hitastigshækkun sem benti til þess að á honum lenti ósýnileg tegund geislunar en þessi ósýnilega geislun er innrautt ljós. M...
Hvað eru góð og slæm kolvetni og af hverju eru sum kolvetni betri en önnur?
Kolvetni eru mikilvægur orkugjafi hjá allflestum. Lýðheilsustöð mælir með því að við fáum 60% af heildarorkunni í formi kolvetna. Kolvetni eru þó ekki öll eins. Sum kolvetni hækka blóðsykurinn hratt og mikið. Í kjölfarið getur blóðsykur lækkað snögglega og jafnvel farið niður fyrir eðlileg gildi. Þessi kolvetni ...
Hvenær gaus Hofsjökull síðast?
Í stuttu máli sagt þá er ekki vitað hvenær Hofsjökull gaus síðast enda gossaga hans lítið þekkt. Hofsjökull er meðal tilkomumestu megineldstöðva landsins þar sem hann rís um 1800 metra hár og bungubreiður upp af miðhálendinu. Hann er nálægt því að vera kringlóttur, 35-40 kílómetrar að þvermáli, eftir því hvar m...
Af hverju mega börn ekki kjósa forseta?
Í heild hljóðaði spurningin frá Viktóríu Sól svona:Af hverju mega börn ekki kjósa forseta? Mér finnst að börn ættu að vera orðin 9 ára þegar þau mega kjósa forseta. Á Íslandi gilda ákveðnar reglur um það hvernig eigi að velja forseta en þær er að finna í stjórnarskránni okkar (Hér er hægt að skoða myndband um s...
Hvernig myndast silfurberg?
Silfurberg nefnast tærir, gagnsæir kristallar af kalkspati (kalsíti, CaCO3). Kalkspat er mjög algeng steind í jarðskorpunni: kalksteinn, marmari og krít, er til dæmis mestmegnis hreint kalkspat. Steindin fellur út úr vatni við margvíslegar aðstæður: skeldýr, kórallar og ýmis svifdýr mynda skeljar sínar úr kalkspat...
Hvers vegna eru laun ekki verðtryggð?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvers vegna eru laun ekki verðtryggð? Lán eru verðtryggð! Verðtrygging launa hefur bæði kosti og galla en þó er óhætt að fullyrða að gallarnir vega það miklu þyngra að verðtrygging launa er fátíð. Þó eru dæmi um hana, bæði hérlendis og erlendis. Vinnumarkaðir eru svipaði...