Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7924 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hver var afstaða Sókratesar til ástarinnar?

Þegar rætt er um viðhorf Sókratesar ber að hafa varann á, því að Sókrates samdi engin rit og lýsir því hvergi eigin viðhorfum með eigin orðum. Aftur á móti eru helstu heimildirnar um viðhorf Sókratesar ritverk nemenda hans, einkum þeirra Xenofons og Platons. Platon var afar frumlegur heimspekingur sem samdi ekki h...

category-iconLæknisfræði

Af hverju fær maður exem?

Áður hefur verið fjallað um exem og einkenni þess í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er exem og hver eru einkenni þess? en þar segir meðal annars að exem sé langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Ofnæmisexem (e. atopic eczema) er algengasta tegundin og er einnig algengas...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvernig var heimsmynd Fornegypta?

Heimsmynd Fornegypta gerði ráð fyrir þrískiptingu heimsins: jörð, himinn og undirheimur. Í miðju veraldarinnar var flöt jörð sem Nílarfljót skipti í tvennt og umhverfis jörðina var mikið haf. Fyrir ofan jörðina var himinn sem var borinn uppi af fjórum súlum eða fjórum fjöllum. Undirheimur sem Fornegyptar nefndu Du...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað getið þið sagt mér um L-karnitín sem notað er sem fæðubótarefni?

Karnitín (L-karnitín) er á fyrstu skrefum framleiðslunnar búið til úr amínósýrunum lýsíni og metíoníni í lifur og nýrum Eins og á við um svo mörg efni sem markaðsett eru sem fæðubótarefni þá framleiðir heilbrigður einstaklingur nóg karnitín til að anna eftirspurn. Nokkrar tegundir erfðasjúkdóma geta þó valdið rösk...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaða áhrif hefur hnattræn hlýnun á lífríki sjávar?

Hnattræn hlýnun er sú hækkun á meðalhitastigi sem mæld hefur verið á jörðinni síðan mælingar hófust. Frá iðnvæðingunni sem hófst um 1750 hefur magn gróðurhúsalofttegunda (koltvíildis, einnig nefnt koltvísýringur og koldíoxíð, metans, ósons, kolflúorkolefna) aukist gríðarlega í andrúmsloftinu. Sameindir þeirra drek...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á taugahormóni og taugaboðefni?

Bæði taugahormón og taugaboðefni eru boðefni sem koma boðum milli líkamshluta. Hormónin bera boðin langar leiðir með hjálp blóðrásarkerfisins en taugaboðefni bera boðin stutt milli taugunga, til dæmis innan heilans. Taugahormón er hormón sem myndast í taugavef og er seytt úr honum í blóðrásina eins og önnur ho...

category-iconStærðfræði

Hvenær var talan i og tvinntölur uppgötvaðar og til hvers gagnast þær?

Upprunalega spurningarnar hljóðuðu svona: Hvenær var talan i uppgötvuð og í hvaða tilgangi? Hvenær uppgötvuðu menn tvinntölur og til hvers gagnast þær? Rauntölur eru knöpp og handhæg aðferð til að setja fram fjölda og stærðir í rituðu máli. Eða hver vildi rita ártal eins og 2014 í orðum dags daglega? Og hve...

category-iconTrúarbrögð

Getið þið sagt mér eitthvað um hugmyndir Forngrikkja um líf eftir dauðann?

Ilíonskviða Hómers hefst á þessum orðum:Kveð þú, gyðja, um hina fársfullu heiftarreiði Akkils Peleifssonar, þá er olli Akkeum ótölulegra mannrauna, og sendi til Hadesarheims margar hraustar kappasálir, en lét sjálfa þá verða hundum og alls konar hræfuglum að herfangi. (Hóm., Il. 1.1-5. Þýð. Sveinbjarnar Egilssonar...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig er leysiljós búið til?

Nafnið „leysir“ er hljóðlíking enska heitisins „laser“. Enska heitið er myndað úr upphafsstöfunum í lýsingu á ferlinu: „light amplification by stimulated emission of radiation“ eða „ljósmögnun fyrir tilstilli örvaðrar útgeislunar“. Þess háttar ljósmögnun er notuð til að búa til leysiljós í gasi eða föstu og fljót...

category-iconHeimspeki

Í hverju felst sókratíska aðferðin?

Sókratíska aðferðin er kennd við Sókrates sem Platon lét spyrja spurninga í þeim samræðum sínum sem taldar eru elstar og iðulega nefndar sókratísku samræðurnar. Snið aðferðarinnar er ekki flókið: Sókrates spyr þá sem hann heldur (eða þykist halda) að gætu vitað eitthvað og þykjast reyndar vita eitthvað. Oft spyr h...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig getur lífsbarátta og náttúruval leitt til þess sem við köllum óeigingirni hjá einstökum lífverum?

Allar núlifandi lífverur eru komnar út af einstaklingum sem auðnaðist að koma erfðaeiginleikum sínum áfram til næstu kynslóðar. Sú keðja er óslitin frá upphafi lífs á jörðu. Þessir einstaklingar voru hæfir í merkingu Darwins. Meðal tvílitna lífvera eins og hryggdýra gildir sú regla að helmingur erfðaefnis kemu...

category-iconFélagsvísindi almennt

Mynda hommar og lesbíur alltaf kjarna á milli sín því þau eru minnihlutahópar?

Eins og allir aðrir alast lesbíur og hommar upp í samfélagi þar sem gagnkynhneigð er ríkjandi og samkynhneigðir eru í minnihluta. Þótt afar erfitt sé að segja nákvæmlega til um fjölda samkynhneigðra, meðal annars vegna þess að samkynhneigð er skilgreind á mismunandi vegu í ólíkum rannsóknum, þá er yfirleitt miðað ...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvers vegna eru stjörnurnar hvítar?

Í raun eru stjörnurnar ekki allar hvítar. Þær virðast aðeins vera það vegna þess að þær eru of litlar og daufar til að augu okkar greini litina í þeim. Augljósasta sannindamerkið um það að stjörnur eru ekki allar hvítar blasir við á himninum. Sólin okkar er stjarna og eins og allir vita er hún gul á l...

category-iconHeimspeki

Ef ekkert líf er á Júpíter, hvaða tilgangi getur hann þá þjónað?

Orðið tilgangur felur í sér vísun til geranda sem hefur vilja; við tölum um að eitthvað hafi tilgang fyrir einhvern. Raunvísindamenn nú á dögum gera ekki ráð fyrir slíkum geranda og því er þeim ekki tamt að taka svona til orða. Menn gera til dæmis ekki ráð fyrir því að fyrirbæri geimsins hafi einhvern sérstakan ti...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er veður í einhverri mynd á öðrum plánetum?

Í aðalatriðum er svarið já: Ef lofthjúpur er á tiltekinni reikistjörnu eða tungli í sólkerfi þá er þar líka nær alltaf "veður" í þeim skilningi sem eðlilegt er að leggja í það orð. Það sem við köllum veður er í rauninni hreyfingar og aðrar breytingar í lofthjúpnum kringum okkur. Vindurinn er í rauninni loftstr...

Fleiri niðurstöður