Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6139 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Er nafnið Snorre upprunalegra en Snorri?

Bókstafurinn –e í Snorre stendur í algerri bakstöðu. Forngermanskt –i í bakstöðu varð í forníslensku mjög snemma og fyrir ritun íslenskra heimilda að –e, samanber geste, hirþe í stað gesti, hirði. Þegar fyrir 1250 kom –i inn aftur í stað –e þótt fyrri ritháttinn megi sjá mun lengur í sumum handritum. Samkvæmt þess...

category-iconHugvísindi

Hvers konar ritmál er silfurstíll?

Fyrir rúmum tuttugu árum var spurt um orðið silfurstíll í þáttum Orðabókar Háskólans um íslenskt mál en orðið virtist ekki koma fyrir í orðabókum. Allnokkur svör bárust og bar heimildarmönnum saman um að orðið væri notað um ákveðið prentletur. Margir nefndu að afar þeirra og ömmur hefðu lært að lesa á bókum prentu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvert er elsta og yngsta berg Íslands?

Elsta berg sem nú er ofan sjávarmáls á Íslandi er um það bil 16 milljón ára og er það að finna á ystu annesjum á norðanverðum Vestfjörðum, en lítið eitt yngra berg finnst austast á Austfjörðum. Eldra berg en það er sokkið í sæ. Um aldur Íslands er nánar fjallað í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hver...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað eru smástirni?

Hér er einnig svarað spurningu Grétars Ómarssonar:Eru til góðar myndir af smástirninu Seres milli Mars og Júpíters?Smástirni eru öll lítil (þvermál er innan við 1000 km) berg- og málmkennd fyrirbæri í sólkerfinu sem hafa enga halastjörnuvirkni, ganga um sólina en eru ekki nægilega stór til að geta talist til pláne...

category-iconHugvísindi

Hvað getið þið sagt mér um orrustuna við Midway?

Orrustan við Midway var ein örlagaríkasta sjóorrusta seinni heimsstyrjaldarinnar. Hún var háð milli japanska flotans annars vegar og bandaríska flotans hins vegar við kóraleyjuna Midway í norðurhluta Kyrrahafsins dagana 3.-6. júní 1942. Það þótti mjög sérstakt að orrustan var nær eingöngu háð með flugvélum frá ...

category-iconHugvísindi

Hver var Vladimir Lenín?

Vladimir Lenín og arfleifð hans hafa ætíð verið umdeild. Hann var leiðtogi rússnesku byltingarinnar, stjórnmálaflokks bolsévíka og fyrsti leiðtogi Sovétríkjanna. Hann lagði grunninn að hugmyndafræði sem við hann er kennd og nefnist lenínismi. Lenín tókst með ómældum viljastyrk og trú á málstað byltingarinnar að vi...

category-iconÞjóðfræði

Af hverju þykja tölurnar 7, 9 og 13 sérstaklega kynngimagnaðar?

Sumar tölur þykja sérstaklega magnaðar. Tölurnar þrjár, sjö, níu og þrettán, eru sérstaklega magnaðar tölur í þjóðtrúnni og því ekki tilviljun að þær eru til að mynda þuldar upp þegar bankað er í við. Lesa má meira um þennan sið í svari sama höfundar við spurningunni Hvaðan kemur hjátrúin að banka í við? Í r...

category-iconVeðurfræði

Er mikill munur á vindhraða í lægðum sem koma yfir Ísland og fellibyljum sem ganga yfir Ameríku?

Já, það getur verið mikill munur. Vindhraði í verstu fellibyljum er allmiklu meiri en í verstu vetrarlægðum. Í textanum hér að neðan er lítillega fjallað um styrkleikaflokkun hitabeltisstorma og fellibylja. Að meginhluta er textinn lausleg þýðing á skilgreinandi texta bandarísku fellibyljamiðstöðvarinnar – les...

category-iconLæknisfræði

Hvernig getur faraldur eins og COVID-19 náð hámarki og dvínað svo án þess að hjarðónæmi hafi náðst?

Faraldrar smitsjúkdóma eru margslungnir og flóknir - það má með sanni segja að þeir séu jafn fjölbreyttir og sýklarnir sem valda þeim. Það gerir okkur um leið erfitt að spá fyrir um þróun þeirra, þó til séu aðferðir sem aðstoða okkur við slíkt, eins og lesa má um í svari við spurningunni Er hægt að reikna hvernig ...

category-iconNæringarfræði

Hvaða áhrif hefur það á líkamann að fasta?

Það kallast fasta þegar valið er að sneiða hjá mat í lengri eða skemmri tíma. Áhrif föstu á mannslíkamann fara eftir því hve lengi samfelld fasta varir. Átta klukkutímum frá því að síðustu máltíðar er neytt hefur líkaminn lokið meltingu fæðunnar og upptöku næringarefna úr henni. Þá er hann kominn í föstuástand. ...

category-iconSálfræði

Eru einhverjar sannanir um tilvist drauga og annarra slíkra anda?

Allar sögur af draugum eru atvikasögur, sögur af einstökum tilvikum. Draugasögur hafa tilhneigingu til að skreppa saman þegar menn ætla sér að beisla fyrirbærin með vísindalegri aðferð. Draugar gera ekki vart við sig reglulega í einhverju tilteknu orsakasamhengi. Engar óvéfengjanlegar vísindarannsóknir benda til t...

category-iconSálfræði

Er sannað að greindarpróf verki?

Greindarpróf sýna meðal annars talsverða fylgni, sem kallað er, við almennan námsárangur manna eða gengi í almennum skólum. Þau nýtast því til dæmis vel við greiningu og meðferð námserfiðleika. Hins vegar hefur ekki tekist að gera próf sem segi fyrir um árangur á tilteknum, afmörkuðum sviðum eins og tónlist eða íþ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er siðferðisgrundvöllur ríkisrekinna fjölmiðla og skylduáskriftar?

Engin algild rök mæla með skylduáskrift að fjölmiðlum, heldur verður að leita sögulegra skýringa til að átta sig á því að hún tíðkast hjá allmörgum þjóðum í okkar heimshluta. Í svarinu eru rakin helstu rök þeirra sem takast á um þessi mál og í lokin er farið yfir líklegustu kosti í þróuninni á næstu árum. Reyndar...

category-iconHeimspeki

Ef ég er ekki sammála sjónarmiðum samkynhneigðra er þá hægt að segja að ég sé fordómafullur?

Fyrst ber að nefna að „sjónarmið samkynhneigðra” er afar óljóst hugtak. Samkynhneigðir eru jafn margbreytilegur hópur og gagnkynhneigðir eða hver annar hópur og engan veginn við því að búast að allir samkynhneigðir einstaklingar hefðu sömu sjónarmið eða væru sammála um alla hluti. Því er ekki augljóst hvað spyrjan...

category-iconLandafræði

Hvernig er bauganet jarðar uppbyggt og hver eru hnit Íslands á hnettinum?

Hér er einnig svar við spurningunum:Geturðu sagt mér eitthvað um bauganet jarðar og tímabeltin?Hver er ástæða þess að núll-lengdarbaugurinn er þar sem hann er en ekki á einhverjum öðrum stað?Bauganet jarðar byggist á ímynduðu hnitakerfi sem lagt er yfir jarðarkúluna og er notað til að gefa upp nákvæma staðsetningu...

Fleiri niðurstöður