Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2020 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er mosi?

Mosar teljast til ríkis plantna. Allar plöntur eru frumbjarga (ljóstilífandi) fjölfruma heilkjörnungar með blaðgrænu og frumuveggi úr sellulósa. Samkvæmt gamalli hefð var plöntum deilt upp í lág- og háplöntur. Mosar tilheyrðu lágplöntum ásamt fléttum, þörungum og sveppum. Til háplantna töldust æðplöntur, en það er...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Varð Albert Einstein frægur vegna sólmyrkva?

Miðvikudaginn 19. nóvember 1919 birtist eftirfarandi frétt í símskeytadálki dagblaðsins Vísis undir fyrirsögninni „Þyngdarlögmálið“: Símað er frá London, að stjörnufræði- og eðlisfræði-félagið enska hafi fallist á kenningar þýska prófessorsins Einsteins, sem eru andvígar kenningum Newtons og kollvarpa jafnve...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver voru helstu málin í verkalýðsbaráttu á Íslandi 1918?

Árið 1918, þegar Ísland varð fullvalda, var íslensk verkalýðshreyfing enn ung að árum. Fyrstu verkalýðsfélögin voru stofnuð undir lok 19. aldar en sum þeirra entust stutt. Önnur komu þó í kjölfarið og smám saman efldist hreyfingin. Tveimur árum fyrir fullveldið var Alþýðusamband Íslands stofnað af nokkrum félögum ...

category-iconLæknisfræði

Getur PreCold munn- og hálssprey hjálpað til við að koma í veg fyrir COVID-19-smit?

PreCold er framleitt á vegum íslensk-sænska fyrirtækisins Zymetech en sænski hluti þess ber nafnið Enzymatica. PreCold er einnig markaðssett undir nafninu ColdZyme. Þær rannsóknir á fólki sem hafa verið birtar voru gerðar með ColdZyme. PreCold og ColdZyme eru sem sagt sama varan sem er markaðssett sem lækningatæki...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig komust refir til Íslands löngu fyrir landnám?

Íslenski melrakkinn (Vulpes lagopus) er af hánorrænni refategund sem útbreidd er á meginlöndum og eyjum allt umhverfis norðurheimskautið. Rannsóknir á erfðaefni benda til þess að íslenski stofninn hafi verið einangraður frá öðrum stofnum mjög lengi, jafnvel frá því eftir að ísöld lauk (Dalén, L. o.fl. 2005). He...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Var lax í ám á Íslandi við landnám?

Stutta svarið við spurningunni er að það er ekki vitað með vissu en rannsóknir á svonefndu umhverfiserfðaefni (e. environmental DNA) gætu skorið úr því. Á kuldaskeiðum ísaldar var Ísland þakið þykkum ís. Á hápunkti síðasta kuldaskeiðs fyrir meira en 17.000 árum er talið að 1.500 (±500) metra þykkur ís hafi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað hafa margir ísbirnir komið til Íslands?

Ísbirnir (Ursus maritimus) hafa flækst hingað til lands annað slagið allt frá því að landið byggðist og sennilega mun lengur. Þúsunda ára gamlar leifar eftir hvítabjörn hafa fundist á Norðurlandi. Á síðasta jökulskeiði var Ísland á syðri mörkum jökulíssins og ísbirnir því væntanlega haft ágætis aðgengi að landinu....

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Er vitað hvernig sortulyngsblek var búið til á Íslandi og hver er þá uppskriftin?

Engar lýsingar eru til á blekgerð á Íslandi til forna en elsta heimildin um þá iðju er frá 17. öld. Þar er um að ræða kvæði Árna Þorvarðarsonar prests á Þingvöllum (um 1650 til 1702) en í því felst uppskrift af bleki þar sem sortulyng kemur við sögu og lýsing á aðferð við blekgerðina. Kvæðið er eftirfarandi: ...

category-iconHugvísindi

Hve margir Íslendingar dóu í seinni heimsstyrjöldinni?

Hér er gert ráð fyrir að spurt sé um fjölda þeirra Íslendinga sem létust af orsökum sem tengja má stríðinu og veru hersins hér á landi en ekki heildarfjölda þeirra sem létust á þeim árum sem stríðið stóð yfir. Vitað er með vissu um 159 Íslendinga sem létu lífið vegna ófriðarins með einum eða öðrum hætti. Af þe...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hverjar eru helstu orsakir gróður- og jarðvegseyðingar á Íslandi?

Gróður- og jarðvegseyðing er að mati margra fræðimanna alvarlegasti umhverfisvandi Íslendinga. Ekki er til vel rökstutt mat á því hvar mörk samfellds gróðurs lágu inn til landsins við landnám, né hve stór hluti landsins var skógi eða kjarri vaxinn. Hitt er óumdeilanlegt að hér urðu mjög snögg umskipti á gróðurfari...

category-iconHugvísindi

Hvenær varð fyrst vart við rottur á Íslandi?

Við fornleifagröft á Bessastöðum á Álftanesi hafa fundist rottubein í mannvistarlagi sem talið er frá 17. öld, og mun þó ekki öruggt að það sé eldra en frá 18. öld. Á vissan hátt er líklegra að þessi rotta sé frá 18. öld, því að hún er brúnrotta (Rattus norvegicus), og þeirra verður tæpast vart í Evrópu fyrr en þá...

category-iconHugvísindi

Af hverju voru yfirvöld á Íslandi áður á móti borgarsamfélagi og Reykjavík?

Það er sagt vera algengt í vanþróuðum landbúnaðarsamfélögum að fólk leitist við að takmarka aðra atvinnuvegi, svo sem verslun, og loka þá úti frá samfélaginu. Slíkt er að sjálfsögðu að einhverju leyti gert með fordæmingu. Á Íslandi kemur andúð á verslun fram strax í Íslendingasögum, einkum verslun sem er stund...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast fellingafjöll?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Hvernig myndaðist Everest-fjall?Saga hugmynda um tilurð fellingafjalla fléttast sögu jarðfræðinnar sjálfrar í 250 ár. Með framþróun jarðfræðikortlagningar á 19. öld var sýnt fram á það að í Ölpunum hefðu jarðlög flust langar leiðir lárétt og myndað svokallaðar „nappes“ ...

category-iconHeimspeki

Hvernig er vitað að hugmyndirnar sem Sókrates heldur fram í samræðum Platons tilheyri Platoni en ekki Sókratesi?

Að undanskilinni Málsvörn Sókratesar, sem er varnarræða Sókratesar fyrir réttinum, eru öll verk Platons í formi samræðna og oftast leikur Sókrates aðalhlutverkið. Flestir fræðimenn gera ráð fyrir að Platon hafi ekki byrjað að skrifa samræður fyrr en eftir 399 f.Kr. þegar Sókrates var tekinn af lífi. Að minnsta kos...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig myndast jöklar?

Jöklar eru myndaðir úr ís og er eitt megineinkenni þeirra að þeir skríða undan eigin þunga. Jöklar myndast þar sem meiri snjór safnast fyrir að vetri en sumarhlýindi ná að bræða þegar til lengdar lætur. Mörkin milli svæða þar sem snjór safnast og auðra svæða þar sem hann bráðnar og hverfur eru kölluð jöklunarm...

Fleiri niðurstöður