Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1195 svör fundust
Er tvö þúsund króna seðill verðmætur?
Tvö þúsund króna seðill hefur ekkert sérstakt verðmæti umfram það sem á honum segir. Hann er sem sé tvö þúsund króna virði. Það má því kaupa fyrir hann jafnmikið og fyrir til dæmis tvo þúsund krónu seðla eða fjóra fimm hundruð króna seðla. Tvö þúsund krónu seðlar eru hins vegar frekar lítið notaðir og því alge...
Hvað er heimsframleiðslan mikil, mæld í krónum?
Árið 1996 var áætlað að samanlögð þjóðarframleiðsla allra þjóða heims hefði verið um tvö þúsund billjónir króna. Það eru 2.000.000.000.000.000 sem líka mætti kalla tvær milljónir milljarða króna. Íslendingar áttu ekki mjög mikið af þessu, einungis um 500 milljarða króna eða eina krónu af hverjum fjögur þúsund...
Af hverju sjást engar stjörnur á myndum af geimförum á tunglinu?
Þetta er athyglisverð og skemmtileg spurning. Flestir hafa séð myndir frá tunglinu eins og þá sem hér er sýnd og sumir tekið eftir að á þeim sjást engar stjörnur á himninum, jafnvel þótt hann sé svartur. Þessi staðreynd hefur ásamt öðrum orðið til þess að sumir trúa því að NASA hafi alls ekkert farið til tungl...
Hver er meginuppistaðan í kenningum Vísindakirkjunnar?
Hér er einnig að finna svar við spurningu Þórólfs Sveinssonar og Gríms Garðarssonar: Hvers konar starf fer fram innan Vísindakirkjunnar?Á íslensku virðist orðið vísindakirkja notað sitt á hvað um tvær óskyldar trúarhreyfingar. Önnur kallast á ensku Church of Scientology og verða henni gerð skil í þessu svari. Hin ...
Hvað geta margar mismunandi stöður komið upp í einni skák?
Að meðaltali má gera ráð fyrir að hver skák sé í kringum 40 leikir, því komi upp um 80 ólíkar stöður hver á eftir annarri. Á alþjóðlegum skákmótum er mjög sjaldgæft að skákir verði lengri en 150 leikir. Þegar tveir menn setjast að tafli er því ólíklegt að fleiri en 300 ólíkar stöður komi upp á borðinu. Líka má...
Á hverju byggist Doppler-ratsjá og hvernig verkar hún?
Ratsjártæknin mótaðist í seinni heimsstyrjöldinni, meðal annars sem aðferð til að fylgjast með óvinaflugvélum og -skipum. Ratsjáin sendir frá sér rafsegulbylgjur með tiltekinni bylgjulengd sem hentar til að "sjá" málmhluti af þessari stærð. Bylgjuhögg ("púlsar") fara frá tækinu í tiltekna, afmarkaða stefnu og bylg...
Hvenær komu klukkur til Íslands og hvernig vissu menn hvað tímanum leið áður en þær komu til sögunnar?
Sjálfvirkar stundaklukkur, það er klukkur sem miða við mínútur og klukkustundir, litu dagsins ljós suður í Evrópu á 14. öld og voru helst í stórum dómkirkjum. Þær voru ekki framleiddar til einkanota fyrr en um 1500. Klukkur voru sjaldgæfar hér á landi framan af en þó er talið að slíkur gripur hafi verið í eigu Hó...
Er eitthvað hitastig í algjöru tómarúmi?
Hiti í efni tengist hreyfingu smæstu efniseinda. Hiti í gasi er þannig í beinu hlutfalli við meðaltalið af hreyfiorku eindanna í gasinu. Ef algjört tómarúm væri til væru augljóslega engar efniseindir þar og ekkert hitastig skilgreint. Algjört tómarúm er hins vegar hvergi til, tómarúm geimsins kemst næst því. Efnis...
Er líf á öðrum stöðum en jörðinni?
Menn hafa lengi velt lífi í geimnum fyrir sér enda er geimurinn gríðarstór. Við skulum reyna að gera okkur í hugarlund hversu stór alheimurinn er en meira má lesa um það í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni: Er alheimurinn bara eitt sólkerfi eða út um allt? Í okkar sólkerfi eru 8 reikistjörnur, þar á m...
Er til hnitakerfi fyrir alheiminn svipað og bauganet jarðarinnar?
Upphaflega spurningin hljóðaði svo:Er til einhvers konar tilvísunarkerfi fyrir alheiminn, svipað og lengdar- og breiddargráður á jörðinni? Áður en við svörum spurningunni skulum við skoða grunnreglur um hnitakerfi. Samkvæmt skilgreiningu eru hnit hluta samsett úr einni eða fleiri tölum sem ákvarða fullkomlega s...
Er einhver skýring á því að íslenski hesturinn er eini hesturinn í heiminum sem hefur fimm gangtegundir?
Íslenska hestakynið er ekki það eina sem býr yfir fimm gangtegundum. Nokkur hestakyn í Suður-Ameríku hafa líka þessa gangeiginleika. Það sem er hins vegar sérstakt fyrir íslenska hestinn er að allar gangtegundirnar eru þjálfaðar í einum og sama hestinum. Og það er þess vegna svarið við spurningunni: Íslenski he...
Hverjar eru líkurnar á að fá par, tvö pör, þrennu og svo framvegis í fimm spila póker?
Heildarfjöldi möguleika á að fá fimm spil á hendi í póker er \[{52 \choose 5} = \frac{52!}{5! \cdot (52-5)!} = \frac{52!}{5! \cdot 47!} = 2.598.960.\] Hér táknar ${52 \choose 5}$ tvíliðustuðul, sem lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er tvíliðustuðullinn C(n,k) og hvers vegna er fjöldi tv...
Er sálin til?
Hér verður byrjað á að gera greinarmun á tvenns konar hugmyndum um eðli (manns)sálarinnar, hvað það felur í sér að segja að hún sé til. Þá verður gerður greinarmunur á ferns konar hugmyndum um hvað tilheyrir sálinni. Reynt verður að koma helstu uppástungum sögunnar fyrir í kerfi sem vitaskuld er einföldun en vonan...
Gáta: Hver á fiskinn í gátu Einsteins?
Sagt er að Albert Einstein hafi sett fram þessa gátu: Fimm hús í fimm mismunandi litum standa í röð frá vinstri til hægri. Í hverju húsi býr maður af ákveðnu þjóðerni, engir tveir af því sama. Íbúarnir fimm drekka ákveðinn drykk, reykja ákveðna vindlategund og hafa ákveðið gæludýr. Engir tveir þeirra drekka sam...
Hvað getur meðalkind eignast mörg lömb um ævina ef hún lifir þennan venjulega lífstíma?
Það eru ýmsir þættir sem spila inn í þegar talað er um heildarfrjósemi áa á líftíma þeirra og þá helst hversu gamlar ærnar verða og frjósemi þeirra ár hvert. Við verðum því að gefa okkur ýmsar forsendur til þess að svara þessari spurningu og hafa í huga að niðurstaðan verður ekki nákvæm og endanlega tala heldur ge...