Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 815 svör fundust
Getið þið sagt mér hvað orðið Gemlufall þýðir?
Bærinn Gemlufall er í Mýrahreppi í V-Ísafjarðarsýslu norðan Dýrafjarðar. Gemla er hæsti hnjúkurinn á fjallinu ofan við bæinn (724 m). Orðið gemla gat merkt ,veturgömul ær' og síðar ,gamalær' eða ‚gömul tönn‘. Merking bæjarnafnsins gæti því verið ‚ærfall‘, að þar hafi gemla fallið, svo líklegt sem það kann að þykja...
Hverjir voru guðir Egypta til forna?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum: Yfir hverju réði egypski konungurinn Ra? (Bogi) Hver var Ísis? (Berglind) Egypska ríkið á sér langa sögu. Á forsögulegum tímum var fjöldi ættbálka eða smáríkja við Nílarsvæðið sem smám saman sameinuðust í tvö stærri ríki meðfram Níl: Nyrðra og Syðra ríkið. Fram undi...
Af hverju vaxa tré endalaust?
Það er rétt hjá spyrjanda að tré geta lifað afar lengi og vaxið allan sinn líftíma. Elstu núlifandi tré sem vitað er um eru broddfurur (Pinus longaeva) sem vaxa í Hvítufjöllum í eystri hluta Kaliforníu í Bandaríkjunum. Elsta broddfuran sem fundist hefur var um það bil 4900 ára gömul. Þrátt fyrir afar háan aldur...
Gæti týndur ferðamaður á jökli í blindbyl gert vart við sig með öflugum leysigeisla?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er öflugt leysiljós sýnilegt yfir einhverja marktæka vegalengd í gegnum snjóstorm? Dæmi: Ferðamaður upp á jökli týnist í blindbyl, hann er með öflugt leysiljós (1000mW+). Mundi björgunarsveitin sjá leysiljósið yfir einhverja marktæka vegalengd? Stutta svarið við þessar...
Af hverju er svart fólk stundum kallað blámenn?
Heitið Bláland kemur fyrir í fornum íslenskum sagnaritum, til dæmis í Mattheusar sögu postula, einu elsta sagnariti sem til er á íslensku. Af samanburði við erlendar gerðir sögunnar má sjá að þetta orð er þýðing á latneska heitinu Aethiopia. Í Historia de antiquitate regum Norwagiensium, norsku riti á latínu sem r...
Fjölga grenitré sér með sjálfsáningu á Íslandi?
Fjórar grenitegundir hafa verið gróðursettar í umtalsverðu magni á Íslandi: Sitkagreni (Picea sitchensis), rauðgreni (Picea abies), blágreni (Picea engelmannii) og hvítgreni (Picea glauca). Auk þeirra hefur allmikið verið gróðursett af blendingi sitkagrenis og hvítgrenis, svokölluðum sitkabastarði (Picea x lutzii)...
Hvert er lengsta gos í Heklu og töldu menn áður fyrr að þar væri inngangur í helvíti?
Lengsta þekkta gos í Heklu stóð yfir í rétt rúm tvö ár. Gosið hófst 5. apríl 1766 og í fjallinu gaus með nokkrum hléum fram í maí 1768. Lengsta hléið í þessu gosi var um sex mánuðir. Sögu gosa í eldstöðvakerfi Heklu er hægt að rekja aftur á ísöld. Fyrir rúmum 7000 árum hófst saga þeirrar Heklu sem við þekkjum. ...
Af hverju hafa silfur og gull efnatáknin Ag og Au?
Efnatákn frumefnanna silfurs og gulls má rekja til latneskra heita þeirra. Silfur (e. silver) heitir „argentum“ á latínu og efnatáknið Ag er því samsett úr fyrsta og þriðja stafnum í orðinu. Silfur er hvítur málmur með mikinn gljáa ef hann er vel fægður. Latneskt heiti silfurs er einmitt dregið af útlitseiginleiku...
Er kynferðislegur losti litinn hornauga í flestum samfélögum?
Ómögulegt er að svara þessari spurningu svo mark sé að. Í besta falli má segja að mjög mismunandi sé eftir samfélögum hvernig litið er á losta (eða ástleitni), enda ákaflega ólíkt hvað telst til ástleitni eða losta eftir því hvar er. Sums staðar er talið sjálfsagt að sýna kynfæri, eða sækjast eftir ástum, annars s...
Hvað merkir 'lon og don' og hvaðan kemur orðasambandið?
Uppruni orðasambandsins lon og don er ókunnur. Elst dæmi um það eru í söfnum Orðabókar Háskólans frá miðri 19. öld. Í skáldsögu Jóns Thoroddsens, Manni og konu, segir prestsfrúin til dæmis við bróður sinn: „þú situr lon og don yfir lestrinum“ og hefði orðasambandið tæplega verið notað hefði það ekki verið vel skil...
Hvað er að doka við?
Í söfnum Orðabókar Háskólans eru elstu dæmi bæði um nafnorðið dok ‛hik, töf’ og sögnina að doka ‛dunda, hinkra við; móka’ frá því rétt um aldamótin 1800. Í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá 18. öld er nefnd sögnin dokra (við) og er hún vafalaust tengd fyrrnefndum orðum. Samkvæmt Ís...
Hver var Simone de Beauvoir og hvert var framlag hennar til heimspekinnar?
Simone de Beauvoir (1908-1986) var franskur heimspekingur, rithöfundur og femínisti. Rit hennar Hitt kynið sem kom út árið 1949 er í hópi áhrifamestu bóka 20. aldar og er talið hafa átt stóran þátt í að hrinda af stað því sem kallað er „önnur bylgja“ femínismans. Beauvoir gaf út skáldverk, heimspekirit og rit um s...
Hvert leituðu norrænir ásatrúarmenn til lækninga? Hver var guð lækninga?
Svo virðist sem bæði konur og karlar hafi fengist við lækningar að fornu. Í Snorra-Eddu er sagt að gyðjan Eir sé „læknir bestur" og í fornsögum kemur víða fyrir að konur og karlar geri að sárum manna. Hildigunnur læknir er nefnd í Njálu, Hjalti Skeggjason læknar blástur í fæti Ingjalds frá Keldum í sömu sögu, Álfg...
Hver er ríkasti maður í heimi?
Það er ekki hlaupið að því að finna áreiðanlegar heimildir um eignir ríkasta fólks í heimi enda er allur gangur á því hvort þeir sem til greina koma vilja gefa upp hve mikið þeir eiga. Jafnvel er til í dæminu að þeir reyni að ýkja eða draga úr auði sínum. Sumir vita svo sjálfsagt ekki aura sinna tal! Engu að sí...
Hver er uppruni nafnsins Líneik og orðsins líneik?
Í heild hjóðaði spurningin svona:Hver er uppruni nafnsins Líneik? Og þá orðsins líneik? Ég veit af meiningunni kona/ung kona og þekki m.a. ljóðið úr Víglundar sögu þar sem ’Langúðig strauk löðri Iíneik um skör mína’ kemur fram. Ég er mjög áhugasöm um hvaðan það er og hvenær það kemur fram, í hvaða samhengi það var...