Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 529 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hvað hétu örlaganornirnar í norrænni goðafræði?

Örlaganornirnar þrjár, eða skapanornirnar, heita Urður, Verðandi og Skuld. Urður er norn fortíðar og elst af þeim öllum. Nafn hennar merkir "það sem orðið er". Verðandi, "hin líðandi stund", er norn nútímans og Skuld, "það sem skal gerast" (samstofna sögninni "að skulu"), er norn framtíðar. Samkvæmt norrænn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir "í herrans nafni og 40" eins og Össur komst að orði þegar ný ríksstjórn tók við?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað þýðir "í herrans nafni og 40" eins og Össur Skarphéðinsson komst að orði í sjónvarpsviðtali eftir að ný ríksstjórn tók við völdum?Orðtakið í herrans nafni og fjörutíu er notað í merkingunni 'í guðanna bænum, fyrir alla muni'. Upphafleg notkun hefur verið trúarlegs eðlis...

category-iconLæknisfræði

Af hverju svitna sumir menn um nætur?

Nætursviti getur átt sér fjölmargar orsakir, hann getur verið sauðmeinlaus en hann getur líka stundum verið merki um alvarlegan sjúkdóm. Nætursviti stafar oft af því að of heitt er í herberginu eða viðkomandi notar of heit náttföt eða of heita sæng. Stundum þarf einungis að opna glugga eða fá sér kaldari sæng....

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju er sólin gul?

Í svari JGÞ við spurningunni: Hvers vegna er sólin gul og grasið grænt? kemur fram að sólarljósið sé í raun hvítt ljós sem er blanda af öllum litum. Í svari SHB við spurningunni: Af hverju er sólin gul og skínandi? segir þetta: Þegar sólin skín sendir hún ljósgeisla sína til okkar gegnum lofthjúp jarðar. Gastegun...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort ber að óska til hamingju með nafnið eða nöfnin þegar þau eru tvö eða fleiri?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Þegar barn er skírt eða nefnt tveimur nöfnun eða fleirum hvort er þá rétt að segja; a) Innilegar hamingjuóskir með nafnið. b) Innilegar hamingjuóskir með nöfnin. Engar fastar reglur eru til um þetta. Líklega segðu flestir við foreldrana: „Til hamingju með nafnið...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig get ég búið til rafmagn heima hjá mér með einhverju sem er til á öllum heimilum?

Við höfum áður fjallað töluvert um rafmagn á Vísindavefnum, meðal annars í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvað er rafmagn? Þar segir meðal annars þetta:Orðið rafmagn er haft um hvers konar fyrirbæri sem tengjast rafhleðslum og hreyfingum þeirra. Rafhleðsla (e. electric charge) er einn af grundvall...

category-iconHugvísindi

Hver var Geronimo?

Geronimo (1829-1909) var frumbyggi í Norður-Ameríku af ættbálkinum Chiricahua Apache. Á máli Chiricahua var nafn hans Goyathlay, sem merkir „sá sem geispar“. Hann fæddist 16. júní 1829 við Turkey Creek sem þá tilheyrði Mexíkó. Í dag telst þetta svæði til Arizona-ríkis í Bandaríkjunum. Geronimo varð þekktur þeg...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru til einhverjar vísindalegar skýringar á Nóaflóðinu? Getur slíkt flóð orðið aftur?

Sagt er að minni um mikil flóð megi finna í mörgum trúarbrögðum, og sennilega hafa ólíkir atburðir valdið slíkum hamförum. Í okkar heimshluta er Nóaflóðið mest þeirra, og fram á miðja 19. öld tóku margir sögu Biblíunnar bókstaflega. Franski líffræðingurinn Georges Cuvier (1769-1832), sem rannsakaði jarðlög kringum...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Af hverju kallast Istanbúl einnig Mikligarður?

Borgin sem nú nefnist Istanbúl og er í Tyrklandi var stofnuð af Grikkjum frá borginni Megara árið 667 fyrir Krist. Hún var verslunarborg og vel staðsett við sjóleiðina um Sæviðarsund (Bosporos) á milli Eyjahafs og Svartahafs. Í upphafi nefndist borgin Byzantion. Nafnið er ekki grískt og er talið af þrakverskum ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Sjá hvalir liti?

Flest landspendýr hafa litasjón þótt hún sé í fæstum tilfellum eins og hjá okkur mönnunum. Öðru máli gegnir hins vegar um sjávarspendýr eins og hvali. Í stuttu máli þá eru tvenns konar ljósnemar (e. photoreceptors) í sjónhimnu augans, annars vegar stafir og hins vegar keilur. Stafirnir eru sérhæfðir til að nem...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvers vegna eru ekki fleiri vatnsföll nýtt í eigin farvegi frekar en með uppistöðulónum?

Ef náttúrulegt vatnsrennsli í ám stæðist á við raforkuþörf markaðarins væri engin ástæða til annars en að virkja ár í farvegi sínum án miðlunarlóna. Þessu er hins vegar ekki að heilsa. Hagkvæmast er að mæta misgenginu með því að hámarksafkastageta orkuvera nái nokkurn veginn hámarksþörf markaðarins en uppistöðulón...

category-iconNæringarfræði

Eru sítrónur eins mikið töfralyf og margir halda fram á veraldarvefnum?

Spurningin hljóðaði svona í heild sinni: Eru sítrónur og aðrir sítrusávextir eins mikið töfralyf og margir halda fram á veraldarvefnum? Til dæmis hér: 20 Reasons you should Drink Lemon Water in the Morning Sítrónur og aðrir sítrusávextir innihalda ýmis næringarefni, til dæmis A-, E- og C-vítamín, fólasín, j...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýrategundir lifðu á Íslandi fyrir landnám?

Ekki er vitað fyrir víst hvaða dýr voru hér við landnám, fyrir rúmum 1.000 árum, en sennilega er dýralífið að sumu leyti áþekkt því sem það er í dag, þó dreifing og fjöldi einstaklinga þessara dýrategunda hafi breyst með landnámi manna. Gróðurfar hefur breyst mikið frá landnámi og fræg er lýsing Ara fróða í Ís...

category-iconHugvísindi

Af hverju heita kjúklingabaunir þessu nafni? Tengjast þær eitthvað kjúklingum eða öðru fiðurfé?

Kjúklingabaunir, sem einnig eru nefndar kíkertur á íslensku, eru fræ af runnanum Cicer arietinum. Hér til hliðar sést mynd af runnanum og fræjunum. Rómverjar kölluðu fræ eða baun runnans cicer og af því heiti á nafn rómverska stjórnmálamannsins og mælskusnillingsins Ciceros að vera dregið. Sagan segir að einn forf...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hversu margar staðfestar dvergreikistjörnur eru í okkar sólkerfi og hvað heita þær allar?

Árið 2005 fannst dvergreikistjarnan Makemake utarlega í sólkerfinu. Hún er í svokölluðu Kuipersbelti, kleinuhringslaga belti útstirna, sem liggur handan við braut Neptúnusar. Í beltinu er einnig að finna dvergreikistjörnurnar Plútó, Eris og Haumea auk milljóna annarra ískenndra hnullunga. Makemake er lítil dver...

Fleiri niðurstöður