Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2226 svör fundust
Hvaða rannsóknir hefur Sverrir Jakobsson stundað?
Sverrir Jakobsson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur rannsakað heimsmynd Íslendinga á miðöldum og birt niðurstöður þeirra rannsókna í bókinni Við og veröldin. Heimsmynd Íslendinga 1100-1400 (2005) en einnig í ýmsum fræðigreinum á íslensku og erlendum tungumálum. Meðal þess sem féll undir þess...
Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Vilhjálmsdóttir stundað?
Guðbjörg Vilhjálmsdóttir er prófessor í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands. Hún hefur rannsakað áhrifaþætti náms- og starfsvals og mælt árangur af aðferðum í náms- og starfsráðgjöf. Áhrif á náms- og starfsval eru bæði af félagslegum og sálrænum toga. Til að kanna félagslega áhrifaþætti á náms- og starfsval...
Er ég fáfróður að þekkja ekki muninn á slöngum og snákum eða eru þetta sömu fyrirbærin?
Öll spurningin hljóðaði svona: Ég var að koma úr heimsókn þar sem upp kom umræðan um muninn á snákum og slöngum... Mér leið eins og fávita þegar ég hélt að þetta væri sami flokkur dýra og munurinn enginn, einungis orðið "slanga" óformlegara heiti á því sem er réttnefnt "snákur". Er ég fáfróður að þekkja ekki m...
Hvenær varð smásagan til sem bókmenntagrein og af hverju?
Almennt er talið að smásagan í því formi sem við þekkjum hana nú á dögum hafi orðið til á 19. öld. Þá hafi skapast vissar sögulegar aðstæður sem urðu til þess að fram kom frásagnarform sem mótaðist af fagurfræðilegum þáttum en tók jafnframt mið af væntingum stækkandi lesendahóps í borgaralegu samfélagi. Á þeim tím...
Hver eru rökin fyrir því að auðlegðarskatturinn var dæmdur löglegur?
Spurningin hljóðaði svona í fullri lengd: Hver eru rökin fyrir því að auðlegðarskatturinn var dæmdur löglegur þrátt fyrir grein 65. og 72. í stjórnarskrá? Hvernig er það löglegt að skattleggja fólk sem er með engar tekjur? Svonefndur auðlegðarskattur var lagður á í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Álag á ríkissjó...
Af hverju er stundum vond lykt af heita vatninu?
Hér er einnig svarað spurningunum:Af hverju er mismikil lykt af heitu vatni? Hvaðan og hvers vegna kemur ákveðin lykt sem ferðamenn tala alltaf um þegar þeir fara í sturtu? Margir finna vonda lykt af heitu vatni á Íslandi, lykt sem minnir á ónýt egg, prump eða þá hverasvæði. Lyktin stafar af lofttegundinni bre...
Má ég heita fjórum nöfnum?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Má heita 4 nöfnum? Má ég bæta við einu? Hef bætt einu sinni áður. Fullt nafn einstaklings er samsett úr eiginnafni/nöfnum, millinafni[1] ef við á og kenninafni/nöfnum. Samkvæmt núgildandi lögum um mannanöfn (nr. 45/1996) mega eiginnöfn og millinafn aldrei vera fleiri en þrjú sa...
Hvað er svona merkilegt við daginn eftir hvítasunnu?
Sami spyrjandi spurði líka um þetta: Þar sem ekki er aðskilnaður ríkis og kirkju hér, get ég svo sem skilið hvers vegna hvítasunnan er frídagur (enda líka sunnudagur hvort sem er) en hvers vegna er næsti dagur á eftir líka frídagur, með tilheyrandi lokunum á opinberum stofnunum og öllum þeim óþægindum sem því ...
Hverjar voru meginstoðir kristins helgihalds á fyrstu öldum kristni á Íslandi?
Meginstoðir kristins helgihalds í landinu frá upphafi og fram á fyrstu áratugi 20. aldar voru sóknarkirkjurnar og heimilin. Þegar litið er yfir trúarlífið í landinu má því tala um kirkjuguðrækni og heimilisguðrækni.[1] Þannig hefur það líklega verið lengst af í kristnum heimi. Heimilin gegndu þó viðameira hlutver...
Í hverju er gagnsemi háskólamenntunar fyrir samfélagið fólgin?
Þegar rætt er um gagnsemi háskólamenntunar er langoftast bent á að hún sé áhrifaríkasti þátturinn í að auka hagvöxt, nýsköpun og samkeppnishæfni þjóða. Þetta fellur vel að ríkjandi gildismati og samfélagssýn og þjónar því vel sem rök fyrir að veita skuli auknu fjármagni til háskóla. Þetta er mikilvæg röksemd, en h...
Geta frjókorn frá alaskaösp valdið ofnæmi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er þekkt að menn fái ofnæmi frá öspum, sbr. sumir hafa birkiofnæmi?Ef svarið er já er þá vitað hvort það sé frá sjálfum trjábolnum eða því sem öspin fellir, rekla, svif, lauf eða annað? Alaskaösp (Populus trichocarpa) er innflutt trjátegund frá vesturströnd Norður-Ameríku. Hún ...
Af hverju fáum við ofnæmisviðbrögð þegar lúsmý stingur okkur?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er í bitum lúsmýs og moskítóflugna sem veldur ofnæmisviðbrögðum? Hvað er um að ræða mikið (lítið) magn af vökva sem hver fluga gefur frá sér? Getur sama flugan bitið oft á sama tíma? og er algengt að fólk myndi ónæmi? Algengustu skordýr sem sjúga blóð úr spendýrum og fugl...
Er hægt að búa til svarthol á tilraunastofu?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Er það satt að vísindamönnum hafi tekist að búa til örsmá svarthol ? Uppskriftin af heimagerðu svartholi er í raun afskaplega einföld: Taktu einhvern hlut sem þig langar til að breyta í svarthol.Þjappaðu honum saman þar til geisli hlutarins er minni en Schwarzschild...
Hvað er réttlæti?
Spurningin um réttlætið – hvað er réttlæti? – er eitt stærsta viðfangsefni heimspekisögunnar. Mannkynið hefur glímt við þessa spurningu frá því að siðmenningin varð til. Raunar er eðlilegt að líta svo á að siðmenning verði einmitt til þegar manneskjurnar taka að skipuleggja samfélag sitt á þann hátt að til staðar ...
Hvaða orð eiga Íslendingar yfir snjó?
Upphafleg spurning var á þessa leið: Ínúítar eiga mörg orð yfir snjó, snjókomu og ís. Hvað eiga Íslendingar mörg, hver eru þau og hvernig er hægt að þekkja eina snjótegund frá annarri?Oft er á það minnst að Grænlendingar eigi í máli sínu mörg orð um snjó. Það er mjög eðlilegt þar sem snjórinn er svo nátengdur dagl...