Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Er fæðuofnæmi algengt?
Nýlegar rannsóknir sýna að algengi fæðuofnæmis er 2-8% hjá börnum og 1% hjá fullorðnum. Í sumum löndum eru þessar tölur þó sennilega eitthvað hærri. Fyrir fullorðna eru þetta mun lægri tölur en búist var við og virðist fæðuofnæmi ekki vera eins algengt meðal fullorðinna og talið hefur verið. Samkvæmt þessum nýju t...
Hvernig má fá upplýsingar um sólargang og slíkt eftir árstímum og stöðum á Íslandi?
Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Klukkan hvað er sólarupprás og sólsetur 1. júni 2001? (Höskuldur Lárusson)Hver er munurinn á sólargangi í Reykjavík og á Ísafirði, a) þegar sólargangur er lengstur og b) þegar sólargangur er stystur? (Anna Sigurðardóttir)Er einhver rauntímamismunur milli vestasta og austas...
Hvar og hvenær var fyrsta kartaflan ræktuð á Íslandi?
Kartöflur eru upprunnar í Suður-Ameríku. Þær bárust til Evrópu um miðja 16. öld en kartöflurækt fór hægt af stað í Evrópu. Í þeim efnum voru Norðurlandabúar engin undantekning. Garðyrkja átti ekki upp á pallborðið hjá Íslendingum sem byggðu afkomu sína á bústofni. Einhverjir kálgarðar voru í rækt á Íslandi á 17. ö...
Tapa lög eða önnur gögn gæðum við geymslu á hörðum diski eða við flutning milli tölva?
Nei, harðir diskar og disklingar eiga að geyma gögnin alveg nákvæmlega eins og þau eru, bita fyrir bita. Sama gildir um flutning gagna yfir net. Gögnin eiga ekki að breytast við að fara á milli tölva. Auðvitað geta komið upp villur, skemmd í diskinum eða truflun á netsambandinu. Slíkar villur koma þó mjög sjald...
Hvað er átt við með hugtakinu „siðferðileg heppni“?
Yfirleitt lítum við svo á að siðferðilegt réttmæti gjörða fólks sé ekki háð tilviljunum heldur því sem viðkomandi ætlar sér. Þegar við dæmum athöfn einhverrar manneskju sem rétta eða ranga leggjum við áherslu á að dæma út frá því sem viðkomandi hafði stjórn á og teljum ekki með þá hluti sem hún hafði enga stjórn á...
Hver var Comenius? Hvað gerði hann sögulegt?
John Amos Comenius, eða Jan Ámos Komenský eins og hann heitir á tékknesku, fæddist 28. mars 1592 í bænum Nivnice í Móravíu, sem tilheyrir nú Tékklandi en heyrði undir veldi Habsborgara á þeim tíma. Hann var þekktur trúarleiðtogi mótmælenda, en er frægastur fyrir að hafa bylt uppeldisfræðum samtímans og komið fram ...
Hvernig væri heimurinn ef allir væru heyrnarlausir?
Ímyndum okkur plánetu í fjarlægum hluta alheimsins þar sem búa viti bornar geimverur. Þær eru ekki alls ósvipaðar okkur mönnunum en það er eitt sem greinir þær frá okkur: Þær eru heyrnarlausar. Hvernig ætli þeirra heimur sé? Þar sem verurnar eru viti bornar hljóta þær að tjá sig með einhverjum hætti. Það gæti veri...
Hverjir voru krómagnon-menn?
Hugtakið krómagnonmenn á rætur sínar að rekja til fornleifafundar í Cro-Magnon hellisskútanum við bæinn Les Eyzies í Dordogne-héraði í suðvesturhluta Frakklands árið 1868. Verkamenn sem unnu við lagningu járnbrautar komu niður á mannabein og að lokinni rannsókn á staðnum höfðu bein úr fimm til átta einstaklingum v...
Getið þið sagt mér eitthvað um iðnbyltinguna?
Á 16.-18. öld voru ýmis samfélög á stigi foriðnvæðingar (e. proto-industrialization) sem einkenndist af fólksfjölgun og aukinni handverksgerð í sveitum. Þar sem markaðsviðskipti bænda fóru vaxandi án þess að tekjur þeirra ykjust á sama tíma er einnig stundum rætt um iðjusemisbyltingu (e. industrious revolution). Þ...
Hvað er vitað um sjúkdóminn galaktósíalídósis?
Galaktósíalídósis er einn af sjö þekktum sjúkdómum sem tengjast geymslu sykurprótína. Þetta eru arfgengir sjúkdómar í flokki kvilla sem kallast leysibólugeymslusjúkdómar. Leysibólur eru frumulíffæri sem innihalda ensím sem sundra margs konar smásykrum (e. oligosaccharides) sem er sífellt verið að mynda og brjóta n...
Eru til einhver ráð til þess að sofa betur?
Svefnþörf og svefntími er einstaklingsbundinn. Sumir eru endurnærðir eftir 6 tíma svefn, en öðrum nægir ekki minna en 9 tímar. Þá eru sumir nátthrafnar, en aðrir morgunhanar. Svefntruflanir eru algeng ástæða þess að fólk leitar læknis og er talið að um fimmtungur íbúa á Vesturlöndum glími við truflaðan svefn e...
Hvað er að segja um siðaskipti á Íslandi og hlutverk Jóns Arasonar í því ferli?
Árið 1537 var lútherstrú lögleidd í Danmörku. Danakonungur var þó ekkert að flýta sér að þröngva henni upp á Íslendinga, en biskupinn í Skálholti, Ögmundur Pálsson, varð óvart til þess að flýta þeirri þróun. Þegar hann bjó sig undir að láta af embætti valdi hann sem væntanlegan eftirmann sinn Gissur Einarsson. Gis...
Hvers vegna er núna verið að mæla með ísbaði eftir mikla áreynslu hjá íþróttamönnum? Hverju skilar það?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvers vegna er núna verið að mæla með ísbaði eftir mikla áreynslu hjá íþróttamönnum? Hverju skilar ísbaðið? Er ekki lengur gott að fara í heitt bað eftir að hafa erfiðað?Kuldi hefur margvísleg áhrif á líkamsstarfsemina. Það er vel þekkt að kæling dregur úr bólgumyndun og blæ...
Hvað er XML?
Skammstöfunin XML stendur fyrir ‘eXtensible Markup Language’ sem er sveigjanlegur staðall til að lýsa gögnum. Staðallinn samanstendur af örfáum reglum varðandi uppbyggingu skjala með aðstoð merkja (til dæmis <þetta_er_merki>), og er sveigjanlegur þar sem notandinn getur á einfaldan hátt búið til sínar eigin ...
Hversu útbreidd er álfatrúin um heiminn, í hvers kyns myndum sem hún kann að koma fram?
Til þess að svara þessari spurningu þarf að vera ljóst við hvað er átt með hugtakinu álfur. Ljóst er að álfar í fornnorræni trú, sérstaklega í eddukvæðunum, eru bæði ólíkir álfum sem koma fyrir í þjóðtrú Íslendinga í dag1 og álfum í íslenskum þjóðsögum. Einnig þarf að taka tillit til þess að nú á dögum tala margir...