Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3307 svör fundust

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Getur segulorka leyst orkuvandamálin, og eru til upplýsingar um rannsóknir á því?

Svarið er nei, eftir því sem við vitum best. --- Í fyrsta lagi er segulorka tæmanleg auðlind en ekki endurnýjanleg eins og orka fallvatna. Um segulorkuna gildir hið fornkveðna að eyðist það sem af er tekið. Það er allsendis óvíst að við kærðum okkur um að eyða segulorkunni með þeim afleiðingum sem það hefði, jafnv...

category-iconTrúarbrögð

Eru margir menn heiðnir?

Svarið við þessari spurningu hlýtur að vera "já", miðað við flestar merkingar orðsins heiðinn. Í Íslenskri orðabók stendur um lýsingarorðið heiðinn: 1) sem er heiðingi, ókristinn; guðlaus; heiðinn siður Ásatrú; heiðinna manna heilsa fornmannaheilsa, góð heilsa. 2) ófermdur, illa upplýstur um trúmál. 3) sem va...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er bólga?

Bólga er staðbundið ósérhæft varnarsvar líkamans við vefjaskemmd. Meðal þess sem getur valdið bólgu eru sýklar, áverkar, efnaerting, skemmdar eða truflaðar frumur og öfgar í hitastigi. Bólga þarf sem sagt ekki endilega að stafa af sýklum. Einkenni bólgusvars eru roði, sársauki, hiti á bólgna svæðinu og þroti....

category-iconLæknisfræði

Hvað er kawasaki-sjúkdómur?

Kawasaki-sjúkdómurinn er sjaldgæfur en mjög merkilegur sjúkdómur. Honum var fyrst lýst í Japan af lækninum Tomisaku Kawasaki fyrir fáeinum áratugum. Kawasaki-sjúkdómurinn hefur síðan greinst um heim allan. Ekki er að fullu ljóst hvað veldur kawasaki-sjúkdómi. Svo virðist þó sem saman þurfi að fara ák...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvenær kemur Suðurlandsskjálftinn?

Flestir mundu segja að „Suðurlandsskjálftinn“ frægi, sem lengi hafði verið beðið eftir, hafi komið dagana 17. og 21. júní árið 2000, en þá voru liðin 88 ár síðan stórskjálfti reið síðast yfir Suðurland (1912, 7,0 stig). Hins vegar eiga margir Suðurlandsskjálftar eftir að koma í framtíðinni. Spurningin felur þ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um indverska nashyrninginn?

Indverski nashyrningurinn (Rhinoceros unicornis) er ein fimm núlifandi tegunda nashyrninga í heiminum. Hann er ólíkur stóru afrísku tegundunum að því leyti að hann hefur aðeins eitt horn (líkt og hinar tvær asísku tegundirnar) eins og latneska heitið gefur til kynna. Hann finnst víða á Indlandi, í Bangladess, Nepa...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Út á hvað gengur réttarlíffræði?

Í heild sinni hljóðar spurningin svona: Út á hvað gengur réttarlíffræði (forensic biology) og hver er munurinn á henni og réttarmannfræði? Forensic biology táknar samkvæmt orðanna hljóðan réttarlíffræði en það hugtak er afar breitt og tekur til fleiri en einnar sérfræðigreinar. Til munu vera háskólar sem bjóða u...

category-iconLæknisfræði

Hvað eru tvíburarannsóknir og hvernig eru þær gerðar?

Tvíburar geta verið eineggja eða tvíeggja. Á Íslandi má gera ráð fyrir að að minnsta kosti 50-60 tvíburar fæðist á ári en þeir eru langflestir tvíeggja. Eineggja tvíburar verða til úr nákvæmlega sama erfðaefninu, einu eggi og einni sæðisfrumu, og eru þess vegna að öllu leyti eins. Tvíeggja tvíburar verða hins vega...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig lifa slímálar?

Slímálar (e. hagfish, slime-eels) teljast til hringmunna (Cyclostomata) og tilheyra hópi vankjálka (Agnatha). Vankjálkar eru gjarnan taldir til fiska en eru um margt mjög ólíkir fiskum og þróunarfræðingar telja þá vera frumstæðustu hryggdýrin. Eins og nafnið gefur til kynna hafa vankjálkar enga kjálka, ólíkt öllum...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvers vegna eru ekki allir málmar seglanlegir?

Fullyrðingin sem felst í spurningunni er ekki nákvæmlega rétt: Allir málmar verða fyrir áhrifum af segulsviði en á þessum áhrifum er hins vegar bæði eðlismunur og stigmunur eftir því hver málmurinn er. Hjá flestum málmum hverfa áhrifin um leið og ytra segulsvið verður að engu, en hjá sumum er seglunin varanleg, óh...

category-iconLæknisfræði

Af hverju er krabbamein kallað þessu nafni?

Áður en komið er að nafngiftinni er ekki úr vegi að gera grein fyrir eðli krabbameina. Krabbamein eru margvísleg að uppruna, en að mörgu leyti sambærileg hvað hegðun varðar. Þau mynda flokk alvarlegra sjúkdóma sem yfirleitt eru lífshættulegir ef viðeigandi meðferð er ekki beitt. Krabbamein einkennast flest af f...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers vegna er mannkynið svo erfðafræðilega einsleitt sem raun ber vitni?

Eins og fram kemur í svari Agnars Helgasonar við spurningunni Eru kynþættir ekki til? er tegundin maður (Homo sapiens) óvenju einsleit í skilningi erfðafræðinnar þrátt fyrir landfræðilega útbreiðslu sem spannar nær öll landsvæði jarðar. Það er því ekki óeðlilegt að sú spurning vakni hvers vegna tegund okkar er svo...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru kanínur orðnar villt tegund á Íslandi, og sér maður þær í íslenskum dýrabókum í framtíðinni?

Ljóst er að á nokkrum stöðum hérlendis eru kanínur orðnar hluti af dýralífi Íslands. Þegar farið er í göngutúra í Öskjuhlíðinni eða Heiðmörk sjást iðulega kanínur á vappi og finnst mörgum þetta vera góð viðbót við annars fátæka spendýrafánu landsins. Litlar líkur eru á því að menn sjái önnur spendýr á göngu um gró...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað kom fyrir sjö undur veraldar?

Eins og kemur fram í svari við spurningunni Hver voru sjö undur veraldar? eru þau samkvæmt hefð talin vera þessi:Píramídarnir í GízaHengigarðarnir í BabýlonSeifsstyttan í OlympíuArtemismusterið í EfesosGrafhvelfingin í HalikarnassosKólossos á RódosVitinn í Faros við AlexandríuHægt er að skoða staðsetningu þeirra á...

category-iconHugvísindi

Kattbelgir eru nefndir meðal íslenskra söluvara á miðöldum. Er vitað til að kettir hafi verið ræktaðir til þess arna?

Kattbelgir og kattarskinn eru nefnd í verðlagsskrá sem hefur verið samþykkt á Alþingi á miðöldum, líklega á 12. öld, og er varðveitt í öðru aðalhandriti lögbókarinnar Grágásar, Konungsbók. Þar er talið upp: „Kattbelgir af fressum gömlum tveir fyrir eyri. Af sumrungum þrír fyrir eyri.“ Með eyri er þarna átt við...

Fleiri niðurstöður