Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4722 svör fundust
Er sýking í nýrum hættuleg?
Sýking í nýrum er undirtegund þvagfærasýkinga sem kallast nýra- og skjóðubólga (e. pyelonephritis). Oftast á sýkingin uppruna sinn í þvagrás eða þvagblöðru og kemst þaðan upp í nýrun. Sýking í nýrum er nokkuð algengt vandamál, sérstaklega hjá ungum konum, líkt og almennt gildir um þvagfærasýkingar. Nauðsynlegt er ...
Hvenær urðu fyrstu skýjakljúfarnir til?
Hugtakið skýjakljúfur er notað um mjög háar turnlaga byggingar. Hins vegar er ekki til ein ákveðin skilgreining á því hvað bygging þarf að uppfylla til þess að falla í þann flokk. Það sem fólki fannst svo hátt að það gæti klofið skýin seint á 19. öld er ekkert svo hátt miðað við ýmsar nýrri byggingar. Eitt viðmið...
Hver fann upp tómatsósuna?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hvaðan kemur tómatsósa og hvaða snillingur fann hana upp? Hvort er tómatsósa búin til úr tómötum eða eplum? Tómatar eru aðalinnihaldsefni í ýmsum sósum sem eiga sér langa sögu í mörgum löndum. Í ensku er bæði talað um tomato sauce og tomato ketchup sem oftast er stytt í ketc...
Hvað getið þið sagt mér um Oskar Schindler sem bjargaði gyðingum með því að láta þá vinna í verksmiðjum sínum?
Oskar Schindler var af þýskum ættum, fæddur árið 1908 í þeim hluta keisaradæmisins Austurríkis-Ungverjalands sem nú tilheyrir Tékklandi. Eftir að hafa reynt fyrir sér með ýmsan rekstur sem ekki gekk sem skildi, komst hann yfir verksmiðju í Kraká skömmu eftir innrás Þjóðverja í Pólland. Schindler mannaði verksm...
Af hverju var Berlínarmúrinn reistur?
Í lok heimsstyrjaldarinnar síðari var Berlín, höfuðborg hins sigraða Þýskalands, skipt á milli sigurvegaranna; Austur-Berlín varð yfirráðasvæði Sovétmanna en vesturhlutinn var undir yfirráðum Breta, Frakka og Bandaríkjamanna. Þessir fyrrum bandamenn í stríðinu, og þá sérstaklega Bandríkjamenn og Sovétmenn, helstu ...
Hverjar eru helstu kenningar vísindamanna í heimsfræði um þróun alheimsins?
Í heimsfræði er fjallað um eðli og gerð alheimsins, um upphaf hans, þróun og endalok. Vísindamenn skipta ævi alheims í fimm skeið, eftir því hvað var, er eða verður í honum. Bernskuskeið (e. primordial era) hófst í Miklahvelli og lauk um það leyti sem efnið náði yfirhöndinni sem ráðandi afl í útþenslu alheimsin...
Hver var James Hutton og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?
James Hutton (1726-1797) telst hafa lagt grundvöll að nútíma jarðfræði. Hann var Skoti, fæddur í Edinborg þar sem hann bjó lengst af. Þar í borg var á ofanverðri 18. öld þungamiðja „skosku upplýsingarinnar“ svonefndu, og Hutton var framarlega í flokki andans manna sem komu sama vikulega til að ræða málin – meðal þ...
Var líkið af Walt Disney virkilega fryst og geymt í kæli?
Þann 15. desember árið 1966 lést Walt Disney af völdum krabbameins í lungum. Skömmu síðar komust á kreik sögusagnir um að hann hefði séð til þess að lík hans yrði fryst í þeirri von að hægt væri að endurlífga hann þegar læknavísindum hefði fleygt nógu mikið fram. Raunin er hins vegar allt önnur því lík Walts Disne...
Hvenær er talið að síberíutígrisdýrin verði útdauð með þessu áframhaldi?
Síberíutígrisdýrið (Panthera tigris altaica), sem einnig gengur undir heitinu ussuritígrisdýr eða amurtígrisdýr, finnst aðallega í suðaustasta hluta Rússlands en teygir útbreiðslu sína inn í Mansjúríu í Kína og mögulega líka til Kóreu. Heimkynni síberíutígrisdýra á seinni hluta 19. aldar og í dag. Sennilega...
Hvaða rannsóknir hefur Henry Alexander Henrysson stundað?
Henry Alexander Henrysson er heimspekingur og aðjúnkt við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Hin síðari ár hefur hann sinnt rannsóknum á siðfræði, einkum hagnýttri siðfræði, og gagnrýninni hugsun. Sérsvið hans er einnig heimspekisaga og fjallar doktorsritgerð hans, Purposes, Possibilities and Perfection...
Hvað hefur vísindamaðurinn Hafliði Pétur Gíslason rannsakað?
Hafliði Pétur Gíslason er prófessor í tilraunaeðlisfræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Hann hefur rannsakað veilur í hálfleiðandi og einangrandi þéttefni (e. condensed matter) allt frá doktorsnámi sínu. Veilur (e. defects) stjórna flestum hagnýtum eiginleikum þéttefnis, til að mynda stýra aðskotafrume...
Hvað hefur vísindamaðurinn Jóna Freysdóttir rannsakað?
Jóna Freysdóttir er prófessor í ónæmisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands (HÍ) og sérfræðingur við Ónæmisfræðideild Landspítala. Rannsóknir Jónu hafa einkum snúist um bólgu og bólguhjöðnun. Bólga er mikilvægt svar líkamans við áreiti, svo sem sýkingum og ýmsum frumuskemmdum. Það er hins vegar ekki síður mikilvægt...
Hver er munurinn á því að taka 25 ára lán og 40 ára lán?
Munurinn liggur að hluta til í augum uppi, það er lengri tíma tekur að greiða lánið niður. Á móti kemur svo að greiðslur í hverjum mánuði eru lægri. Sem dæmi má nefna að ef vextir á láni eru 2,5% þá þarf að borga 35.750 krónur á mánuði af 10 milljóna króna láni til 40 ára en 44.862 krónur af 25 ára láni. Hér er...
Hversu margir Íslendingar deyja árlega af völdum inflúensu?
Upprunalega spurningin var: Eru einhverjar tölur um það hversu margir Íslendingar deyja árlega af völdum inflúensu? Haldið er utan um dánarorsakir allra sem eiga lögheimili á Íslandi í svokallaðri dánarmeinaskrá. Upplýsingar úr henni má nálgast bæði á vef Landlæknisembættisins og á vef Hagstofu Íslands. Á v...
Hvernig fóru vísindamenn að því að tímasetja nákvæmlega hvenær víkingar voru í Ameríku?
Um ferðir norrænna manna til austurstrandar Ameríku eru til heimildir skrifaðar á 13. öld – Eiríks saga rauða og Grænlendinga saga – en höfundar þeirra töldu að leiðangrarnir sem sagt er frá hefðu verið skipulagðir af fyrstu kynslóð landnema á Grænlandi, það er á áratugunum eftir 980 eða svo. Fornleifafræðileg ...