Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2282 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvernig fóru vísindamenn að því að taka mynd af svartholi?

Þann 10. apríl 2019 birtu vísindamenn fyrstu myndina af svartholi, nánar tiltekið af skugga risasvartholsins í miðju vetrarbrautarinnar M87. Svartholið er í um 53 milljón ljósára fjarlægð og frá okkur séð er það því jafnlítið og appelsína á yfirborði tunglsins! Myndin sem náðist af svartholinu setti þar með heimsm...

category-iconSálfræði

Hvað er söfnunarárátta og hverjar eru batahorfur þeirra sem þjást af henni?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Eiga hoarderar/hoardering people einhverja batavon? Er ekki um illvígan sjúkdóm að ræða? Söfnunarárátta er geðröskun sem felur í sér áráttukennda hegðun og er nátengd áráttu- og þráhyggjuröskun (ÁÞR). Þau sem eru haldin röskuninni (hér eftir nefnd safnarar) safna hlutum í ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Bjuggu Íslendingar enn í torfbæjum 1918?

Stutta svarið við þessari spurningu er „já, en torfbæjum fór þó fækkandi.“ Árið 1918 var tæplega helmingur íbúðarhúsa á Íslandi gerður að mestu eða öllu leyti úr torfi. Torfbæir voru þó mjög á undanhaldi og svo hafði verið síðan fyrir aldamótin. Samhliða manntali árið 1910 voru teknar saman skýrslur um húsakost...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Sun Tzu eða Sunzi og hvers konar rit um hernað skrifaði hann?

Sunzi (eða Sun Tzu samkvæmt annarri umritunarhefð sem nú þykir að mestu úrelt), á íslensku Meistari Sun, hét réttu nafni Sun Wu og herma elstu heimildir að hann hafi fæðst árið 535 f.Kr. þar sem nú er héraðið Shandong í Kína. Sagt er að hann hafi ritað stórvirki sitt, Hernaðarlistina eða á frummálinu Sunzi bingfa ...

category-iconLæknisfræði

Er það rétt að bólusetning við svínainflúensu hafi valdið drómasýki?

Fyrir um áratug skall á heimsbyggðina skæður inflúensufaraldur sem fékk nafnið svínainflúensan þar sem veiran sem olli sýkingunni (e. pandemic H1N1/09 virus, eða til einföldunar H1N1-inflúensuveira) var um margt lík inflúensuveiru sem fannst meðal annars í svínum. Meðan á faraldrinum stóð 2009 – 2010 var hrundið a...

category-iconFélagsvísindi almennt

Af hverju þurfa tenniskonur að spila í pilsum?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Á hvaða forsendum eru kvenkyns tennisspilarar skikkaðir til að vera í pilsum, meðan karlarnir mega bara ráða þessu sín megin? Og þá ekki síður, hvers vegna hefur enginn reynt/tekist að breyta þessu fáránlega karlrembulega misræmi?! Stutta svarið við spurningunni er að engar alm...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað getið þið sagt mér um Jón Þorláksson frá Bægisá?

Árið 1774 komu út í Hrappsey Nokkur þess alþekkta danska skálds sál. herr Christ. Br. Tullins kvæði, með litlum viðbætir annars efnis, á íslensku snúin af J. Th. Þýðandinn sem þannig var skammstafaður var Jón Þorláksson (1744-1819), síðar prestur, og fylgdu nokkur frumkveðin ljóð eftir hann sjálfan. Voru þetta fyr...

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig fara fræðimenn að því að flokka eddukvæði?

Í ljósi þess að hugtakið eddukvæði er aðallega notað um kvæðin í handritinu Konungsbók hefur handritið iðulega mótað hvernig fræðimenn hugsa um flokkinn eða bókmenntagreinina ef eddukvæði eru skilin sem bókmenntagrein. Þannig er sú siðvenja að flokka kvæðin eftir umfjöllunarefni í goða- og hetjukvæði mjög undir áh...

category-iconLífvísindi: almennt

Hversu mikið kolefni bindur lúpína á hvern fermetra á ári?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hversu mikil er kolefnisbinding með sáningu lúpínu? Hversu mikið CO2 og NO2 bindur lúpína á hektara? Hefur útbreiðsla lúpínunnar á Íslandi aukið kolefnisbindingu landsins? Vaxtarskilyrði fyrir alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) eru misjöfn hér á landi. Rannsóknir hafa sýnt...

category-iconVeðurfræði

Hvað eru hungurdiskar og hvernig myndast þeir?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Ég sá sérstætt ísfyrirbrigði á mynd í gær, hringlaga skífur, þar sem brúnirnar virtust heldur þykkari en miðjan. Þetta var á reki í á sem rennur úr Meðalfellsvatni 11. nóvember, þar sem nokkrir félagar úr Fókusklúbbi áhugaljósmyndara voru á ferð. Einn maður viðstaddur myndasýn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er framtíðarstaða íslenskunnar ef kynhlutlaust mál verður ráðandi?

Íslenska er mjög kynjað mál, í þeim skilningi að öll fallorð málsins hafa eitthvert þriggja kynja – eru karlkyns, kvenkyns eða hvorugkyns. Kynið er fastur eiginleiki nafnorða þannig að hvert nafnorð er aðeins til í einu kyni (með örfáum undantekningum) en kynið er hins vegar beygingarþáttur í lýsingarorðum, fornöf...

category-iconVísindi almennt

Er einhver árstími á Íslandi þar sem sólin hefur engin áhrif á húðina og óþarfi að nota sólarvörn?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er einhver viss tími á Íslandi sem sólin hefur engin áhrif á húðina og óþarfi að vera með sólarvörn? Sá hluti sólarljóssins sem skaðar húðina kallast útfjólublá geislun. Þessi geislun er einnig til staðar þegar farið er í ljósabekki og getur valdið margvíslegum áhrifu...

category-iconJarðvísindi

Hvar er mesta dýpi sjávar?

Mesta dýpi sjávar er í svokölluðum djúpálum. Djúpálar myndast á sökkbeltum þar sem úthafsfleki gengur undir meginlandsfleka eða annan úthafsfleka. Dýpsta djúpsjávarrennan er hinn svonefndi Maríana-djúpáll, um 2.550 km löng hálfmánalaga renna í vestanverðu Kyrrahafi um 200 km austur af Maríana-eyjum þar sem Kyrrah...

category-iconHugvísindi

Hvað var Sturlungaöld?

Sturlungaöldin var í raun einungis 42-44 ára tímabil á miðri 13. öld. Hún er einn ofbeldisfyllsti tími Íslandssögunnar. Sturlungaöldin einkenndist af liðssafnaði valdamikilla höfðingja sem herjuðu hverjir á aðra með vígaferlum og gripdeildum. Sturlungaöldin dregur nafn sitt af Sturlungunum sem voru valdamesta ætti...

category-iconHugvísindi

Hve margir Íslendingar dóu í seinni heimsstyrjöldinni?

Hér er gert ráð fyrir að spurt sé um fjölda þeirra Íslendinga sem létust af orsökum sem tengja má stríðinu og veru hersins hér á landi en ekki heildarfjölda þeirra sem létust á þeim árum sem stríðið stóð yfir. Vitað er með vissu um 159 Íslendinga sem létu lífið vegna ófriðarins með einum eða öðrum hætti. Af þe...

Fleiri niðurstöður