Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8052 svör fundust
Uppi á þaki hjá mér verpir tjaldapar ár eftir ár. Getur verið að þetta sé alltaf sama parið? Hversu gamlir verða fuglarnir og hvernig fara fuglafræðingar að því að ákvarða aldur þeirra?
Tjaldurinn (Haematopus longirostris) er einkvænisfugl sem heldur ekki aðeins tryggð við makann heldur einnig við óðal sitt. Það þarf því ekki að koma á óvart að fuglar komi á sama staðinn á hverju ári í nokkur ár. Vitað er um tjaldapar sem kom aftur og aftur á sama staðinn til að verpa í samfellt tvo áratugi! V...
Ég var að velta fyrir mér kynjuðum starfsheitum og titlum. Ef kona væri forseti, hvað væri eiginmaður hennar kallaður?
Ekkert sérstakt orð er til yfir maka forseta eða annarra embættismanna ef þeir eru karlkyns. Um konur má skeyta orðinu –frú aftan við titilinn, forsetafrú, ráðherrafrú, sendiherrafrú og svo framvegis. Frú Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands frá 1980-1996. Ekki er á sama hátt hægt að setja –herra aftan ...
Rignir á Mars og er eitthvað vatn þar?
Nei, það rignir ekki á Mars en það getur hins vegar snjóað þar! Það hefur lengi verið vitað að á Mars eru ský, þau er hægt að greina frá jörðu. Flest ský á Mars eru samsett úr frosnu koltvíildi (koltvíoxíð, CO2) en þar er þó einnig að finna ský úr frosnu vatni. Árið 2008 komust vísindamenn að því, með aðstoð ge...
Hvers konar gos verða í Heklu?
Hekla er þekktust eldfjalla á Íslandi og megineldstöð samnefnds eldstöðvakerfis í vesturjaðri Austurgosbeltis. Eldstöðin er í mótun og án sýnilegrar öskju og jarðhitakerfis. Heklugos 1970. Gos í Heklu sjálfri hefjast sem þeytigos með gjóskufalli úr háum gosmekki. Þeim stærstu virðist ljúka án þess að hraun re...
Af hverju heitir Rangá í Rangárvallarsýslu þessu nafni, rennur hún eitthvað öfugt eða rangt?
Rangár eru nokkrar á landinu:Á sem kemur af Rangárdal í Miðdölum í Dalasýslu og rennur í Hörðudalsá að vestanverðu (Dalasýsla, 34). Á í Ljósavatnshreppi (ÁM og PV Jarðabók XI, 116 o. víðar). Á suður af Bárðardal (Þingeyjarsýslur, 98). Á sem rennur úr Sandvatni og niður í Hróarstungu í Norður-Múlasýslu. (Land...
Hvað geta hundar orðið gamlir?
Það fer eftir kyni eða afbrigði hversu háum aldri hundar ná. Smærri hundar hafa tilhneigingu til þess að verða eldri en þeir sem eru stærri. Þannig verða smáhundar oft 15-16 ára, meðalstórir og stórir hundar ná gjarnan 10-13 ára aldri en allra stærstu hundakynin verða yfirleitt ekki nema 7-8 ára. Flestir hundar...
Hvað eru egg sílamáva lengi að klekjast út?
Sílamávar (Larus fuscus) verpa oftast þremur eggjum í júní eða júlí. Eggin eru yfirleitt grá-brúnröndótt en stundum rauðbrúnleit eða mosagræn. Eggin klekjast út á 24–27 dögum og eftir það eru ungarnir 30–40 daga í hreiðrinu. Sílamávur (Larus fuscus). Sílamávar eru farfuglar á Íslandi. Á veturna eru þeir í Ma...
Hvað búa margir í Moskvu, höfuðborg Rússlands?
Rússland er stærsta land jarðarinnar að flatarmáli og það níunda fjölmennasta en 143,4 milljónir manna eru búsettar þar í landi. Í Moskvu búa 11,5 milljónir manna eða um 8% af íbúafjölda Rússlands. Kreml-borgarvirkið prýðir Moskvuborg. Stærð Moskvu er 2511 km2 svo að fjöldi íbúa á hvern ferkílómetra er um 4580...
Hvernig stendur á því að það er bjartara í skammdeginu þegar jörð er alhvít en þegar snjólaust er?
Ljósið frá sólinni er í raun hvítt en hvítt ljós er blanda af öllum litum. Hlutir drekka í sig hluta af sólarljósinu en endurkasta öðru. Ef til dæmis hlutur endurkastar frá sér grænu ljósi, þá er hluturinn grænn að lit, til dæmis grasið. Grasið gleypir þá aðra liti hvíta ljóssins. Snjór endurkastar frá sér næst...
Gætu einhverjar tegundir úlfa lifað á Íslandi?
Úlfar eru sennilega eitt útbreiddasta landrándýrið á jörðinni. Þeir geta lifað við mjög ólíkar aðstæður, allt frá köldum heimskautaeyjum suður til brennheitra eyðimarka Arabíuskagans. Það er því ekki ólíklegt að lítill úlfastofn gæti lifað hér á landi ef næg fæða er fyrir hendi. Úlfar þrífast við ýmiss konar að...
Er örnefnið Katla aðeins notað um eldstöðina í Mýrdalsjökli?
Nafnið Katla er af sömu rót og ketill, en í Mýrdalsjökli eru sigkatlar stundum sýnilegir. Kvenmannsnafnið Katla kemur fyrir í Landnámu og í Íslendingasögum og er á sama hátt rótskylt karlmannsnafninu Ketill. Nafnið er ekki aðeins til sem heiti á eldstöðinni í Mýrdalsjökli í Vestur-Skaftafellssýslu, heldur er þ...
Hvað þýðir að ganga á eftir einhverjum með grasið í skónum?
Orðasambandið að ganga á eftir einhverjum með grasið í skónum merkir ‛að sárbæna einhvern um að gera eitthvað, reyna að fá einhvern til að gera eitthvað’. Elsta dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans er úr orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá 18. öld (AM 433 fol.): ganga með grasið í skónum eftir ei...
Er íslenskt rúnaletur á skartgripum sem sumar verslanir selja?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Er til eitthvað sem heitir íslenskt rúnaletur, til dæmis eins og sumar skartgripaverslanir segjast vera með á gripum? Rúnir hafa verið notaðar allt frá landnámi Íslands. Þegar fyrstu landnemarnir settust að hérna var nýlega búið að taka í notkun yngra rúnaletrið með...
Hvað eyðileggst þegar rafeindabúnaður verður fyrir rafsegulhöggi?
Það er fyrst og fremst einangrunin sem eyðileggst í rafbúnaði sem verður fyrir spennuhöggi. Einangrun er nauðsynleg til þess að halda spennuhafa hlutum, það er þeim hlutum tækisins sem spenna er á, frá til dæmis umgjörð tækja og búnaði. Þegar einangrunin skemmist myndast leið í gegnum einangrunina fyrir strauminn ...
Hvar og við hvernig aðstæður lifa blettatígrar?
Nú á dögum finnst blettatígurinn (Acinonyx jubatus) aðallega á gresju- og stjaktráasvæðum í sunnan- og austanverðri Afríku. Hann forðast hins vegar svæði þar sem þéttleiki trjáa verður of mikill því veiðitækni hans felst í því að hlaupa uppi bráð á geysilegum hraða og slíkt er ekki heppilegt í þéttum skógi. Algeng...