Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hver var fyrsta íslenska konan sem gaf út skáldsögu?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað gerði Torfhildur skáld merkilegt? Torfhildur Hólm (1845-1918) varð fyrst íslenskra kvenna til að gefa út skáldsögu. Skáldsagan bar titilinn Brynjólfur Sveinsson biskup: Skáldsaga frá 17. öld og kom út í Reykjavík 1882. Þetta var einnig fyrsta sögulega skáldsagan í...
Hvert er fjarlægasta fyrirbæri í alheiminum sem fundist hefur?
Árið 1838 tókst Friedrich Bessel (1784-1846), fyrstum manna, að mæla fjarlægðina til sólstjörnu annarrar en sólarinnar, 61 Cygni í Svaninum. Með mælingum á hliðrun fastastjörnunnar vegna árlegrar hreyfingar jarðar um sólu, mat hann fjarlægðina um það bil 10,4 ljósár sem er mjög nærri nýjustu mælingum, 11,4 ljósár....
Hvernig lýsir félagsfælni sér og er hún algengt vandamál?
Á sumrin fer fólk að sækja meira í það að vera sem mest úti að njóta veðurblíðunnar. Miðbærinn fyllist af fólki og um hverja helgi býr fólk til ástæðu að fara úr bænum og njóta sveitasælunnar í góða veðrinu. Fyrir flestum er þetta því indæll tími, fullur af skemmtilegum stundum með vinum og vandamönnum, en fyrir ö...
Af hverju voru geldingar látnir syngja í gamla daga?
Geldingahefðin átti uppruna sinn í kirkjutónlist, líklega um miðja 16. öld, enda var konum meinað að koma fram í húsi Drottins. Sums staðar sungu kórdrengir sópranrödd en það tók enda þegar þeir fóru í mútur og því var nauðsynlegt að þjálfa stöðugt nýja drengi til söngs. Geldingar (castrato) tóku þátt í óperuflutn...
Hvað gerist ef enginn kýs?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað í raun myndi gerast ef öll þjóðin á sama tíma fengi bara þá hugmynd að kjósa ekki? Myndi alþingið bara hætta? Vonast eftir svari hið snarasta! Stjórnskipunarlög eru þær lagareglur nefndar sem fjalla um æðstu handhöfn ríkisvalds, hvort sem er löggjafarvalds, framkvæmdarvalds e...
Hvernig fjölga fuglar sér?
Æxlun hjá fuglum á sér stað inni í kvenfuglinum líkt og hjá öðrum hryggdýrum. Líffræðingar nefna þetta innvortis æxlun. Æxlunarfæri fugla eru þannig uppbyggð að karlfuglar hafa eitt eistnapar sem liggur inni í kviðarholinu en ekki fyrir utan í pung, eins og hjá spendýrum. Sáðrásir liggja frá eistunum og sameinast ...
Er „hjá-“ í „hjátrú“ skylt „hjá“ í merkingunni „nálægt“?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Er „hjá-“ í orðum eins og hjátrú og hjárænulegur skylt orðinu „hjá“ í merkingunni „nálægt“ eða í merkingunni „á vegum“?Hjá- í hjátrú og hjárænulegur er forsetningin hjá notuð sem forskeyti. Það er notað um það sem er við hliðina á grunnorðinu og fær stundum andstæða merkingu. ...
Tengist orðtakið að koma einhverjum fyrir kattarnef eitthvað örnefninu Kattarnef?
Kattarnef er þekkt sem örnefni á að minnsta kosti tveimur stöðum á landinu, annað er klettanef í Viðey og hitt er undir Eyjafjöllum, við Markarfljót, sunnan við Neðri-Dal. Það er talið geta verið það sem í Landnámabók er nefnt Katanes (Íslenzk fornrit I, 343). Kattarnef er klettahöfði sem liggur að Markarfljóti...
Hvernig myndast kynfrumur?
Upphaflega spurningin var eftirfarandi:Hvernig skapar líkami okkar sáðfrumur? Kynfrumur þroskast í kynkirtlum frá upphafi kynþroska og halda áfram að þroskast fram að tíðahvörfum hjá konum en nokkurn veginn út ævina hjá körlum. Tilurð kynfruma má þó rekja allt til fyrstu vikna fósturþroska rétt eftir hreiðrun f...
Er munur á því að segjast slátra dýri eða lóga því?
Spurningin hljóðaði upprunalega svona:Er munur á því að segjast slátra dýri eða lóga því? Með öðrum orðum nýtir maður dýr til matar sem hefur verið "lógað"?Sögnin slátra er einkum notuð um að fella dýr sem hafa á til matar. Dýrin eru þá aflífuð og hlutuð sundur í hæfilega skammta og seld í matvöruverslunum. Slátr...
Hvaða reglur gilda um fjárfestingar borgara frá ESB-ríkjum á Íslandi?
Einstaklingar sem búsettir eru í ríkjum EFTA eða ESB og svonefndir lögaðilar sem stofnaðir eru samkvæmt lögum þessara ríkja, og hafa aðalstöðvar eða heimilsfesti í einhverju þessara ríkja, mega fara með eignarrétt á fasteignum hér á landi á grundvelli reglna EES-samningsins um frjálsa fjármagnsflutninga. Undanþegn...
Hvað var Jóhann risi stór í millimetrum?
Jóhann Svarfdælingur eða Jóhann Kristinn Pétursson (1913-1984) er hæsti Íslendingur sem sögur fara af. Hann mældist 2,34 m en það eru 234 cm eða 2340 mm. Um tíma var talið að Jóhann væri hæsti maður í heimi. Sá maður sem mælst hefur hæstur í heimi er hins vegar bandaríkjamaðurinn Robert Pershing Wadlow (1918-1...
Hvað þýðir orðið hvoll í örnefnum eins og Hvolsvöllur og Bergþórshvoll?
Orðið hvoll er hliðarmynd við hóll og líkrar merkingar, eða ‚ávöl hæð‘. Í eldra máli var orðmyndin hváll, til dæmis Arnarhváll í Reykjavík, nú Arnarhóll. Um tugur bæja í landinu hefur orðið að fyrri eða seinni lið, meðal annars Hvolsvöllur, sem kenndur er við Stórólfshvol, og Bergþórshvoll í Landeyjum. Þessi b...
Er það rétt að allir forsetar Bandaríkjanna sem hafa verið kjörnir á ártali sem endar á núll hafa látist í embætti?
Af átta forsetum Bandaríkjanna sem látist hafa í embætti tók meirihluti þeirra við embættinu á ártali sem endar á núlli. Hins vegar flækir það málið aðeins að sumir þeirra gegndu forsetaembættinu í meira en eitt kjörtímabil og létust á því kjörtímabili sem byrjaði ekki á ártali sem endar á núlli. Fimm forsetann...
Af hverju er ekki búið að finna upp eldavél sem maður knýr áfram til að losna við aukakílóin eftir að maður hefur étið mikið?
Þetta er í sjálfu sér alls ekki vitlaus hugmynd, flestir hefðu án efa gott af því að stíga á hjól á hverjum degi og púla svolitið. Hugmyndin gengur þó ekki upp því að eldavélar þurfa mikið afl, 5-10.000 W (þó notar ein hella aðeins um 1-2.000 W), en hjólandi maður getur ekki framleitt nema um 150-500 W í einhvern ...