Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2041 svör fundust
Hvað þurfa margir að búa í bæ til að hann verði að borg?
Vísindavefurinn hefur fengið nokkrar spurningar um hvar mörkin liggi á milli bæjar og borgar. Spurningarnar eru meðal annars: Hvenær verður bær að borg? Hvað þurfa margir að búa í Akureyrabæ til að hann verði kallaður borg? Hvenær verður bær að borg og kauptún að kaupstað? Hvenær breytist Kópavogur úr bæ í borg...
Hvað eru að jafnaði mörg atkvæði í orði í íslensku ritmáli?
Mér vitanlega hefur ekki verið gerð á því aðgengileg könnun hversu mörg atkvæði orð í íslensku hafa að meðaltali. Aftur á móti rannsakaði Magnús Snædal dósent hversu mörg atkvæði geti verið í orði og birti hann niðurstöður sínar í tímaritinu Íslenskt mál 14:173-207 undir heitinu „Hve langt má orðið vera”. Könnun h...
Hver er uppruni orðsins sími?
Upphafleg spurning var í heild sem hér segir:Hver er uppruni orðsins sími? Er þetta gamalt orð eða nýsmíði? Ef þetta er gamalt orð, hver var þá upphafleg merking þess? Ef þetta er nýtt orð, hver var þá hugsunin á bak við þá smíði?Orðið sími er gamalt í málinu. Það var þó einkum notað í hvorugkyni, síma, í merki...
Hvað þýðir orðið negri og hvaðan kemur það?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað þýðir orðið negri? Hvaðan kemur það í íslensku og hversu gamalt er það í málinu? Fyrst verður litið á síðari hluta spurningarinnar, það er um uppruna og aldur orðsins negri í íslensku. Síðan verður fjallað um merkingu orðsins og varað við notkun þess. Uppruni Orðið ...
Er til regla sem segir hvort orð er í eintölu eða fleirtölu?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er til regla til að vita hvort orð er í eintölu eða fleirtölu? Til dæmis orð eins og: Dyr, fólk, hús og fleiri? Flest nafnorð eru þess eðlis að þau eru bæði notuð í eintölu og fleirtölu. Eintala táknar yfirleitt að um sé að ræða einn einstakling, eitt stykki af einh...
Eru til afgerandi málfræðileg rök fyrir því að rita eigi leysir frekar en leisir?
Orðið laser í ensku og fleiri tungumálum er í raun skammstöfun sem vísar til enska hugtaksins ‘Light Amplification by Stimulated Emission of Radiation’. Ýmsir hafa velt fyrir sér hvort finna megi afgerandi málfræðileg rök fyrir því að íslenskur ritháttur sé leysir fremur en leisir. Stutta svarið við spurningunni e...
Eru til reglur um það hvenær nafnorð er kk., kvk. eða hk.? Fyrir útlending dugir ekki að bæta við greini.
Í íslensku hafa nafnorð nær alltaf fast kyn og sjaldnast er hægt að sjá af stofninum einum hvert kyn orðsins er. Aðeins fá dæmi eru þess að sama orðið sé til í fleiri en einu kyni. Það á þó til dæmis við um orð eins og hveiti og jógúrt, sem til eru bæði í hvorugkyni og kvenkyni, og regnskúr sem bæði er notað í kar...
Hvert er samheiti orðsins 'samheiti'?
Orðið samheiti er í íslensku notað í sömu merkingu og erlenda orðið 'synonym', það er um orð sem hafa sömu eða næstum sömu merkingu eins og bifreið og bíll, fótbolti og knattspyrna. Mér er ekki kunnugt um að notað sé annað orð um þetta. Sumir rugla saman orðunum samheiti og samyrði. Samyrði er notað um það sem...
Í hvaða tilvikum fá orð í eignarfalli fleirtölu endinguna -na?
Aðalreglan er sú að eignarfall fleirtölu endar á -na í svonefndum veikum kvenkynsnafnorðum sem enda á -a og í svonefndum veikum hvorugkynsnafnorðum. Með veikum kvenkynsorðum sem enda á -a í nefnifalli eintölu er átt við nafnorð sem beygjast eins og stúlka. Þau eru geysilega mörg í íslensku. Með veikum hvorug...
Hvað merkir 'stútungskerling' og er sambærilegt orð til um karla?
Stútungur er algengt heiti á meðalstórum þorski, 45–70 cm stórum en ekki fullvöxnum. Í yfirfærðri merkingu er orðið notað um konur og þá ýmist sem fyrri liður á undan -kerling eða -kvenmaður. Átt er við allstóra eða fyrirferðarmikla konu, oftast á miðjum aldri. Ef -kerling er síðari liðurinn er orðið stútungskerl...
Eru öll íslensk orð sem byrja á bókstafnum p tökuorð?
Íslenska er eitt germanskra mála, nánar tiltekið norðurgermanskt mál eins og danska, færeyska, norska og sænska. Í germönskum málum varð sú hljóðbreyting að indóevrópsk lokhljóð urðu að órödduðum önghljóðum og er eitt það mikilvægasta einkennið, sem skilur germanska málaflokkinn frá öðrum innan indóevrópsku málafj...
Hvað er „meme“ og er til íslenskt orð yfir það?
Breski líffræðingurinn Richard Dawkins kom fram með hugtakið meme í bók sinni The Selfish Gene sem kom út árið 1976 og fjallar um hópa, erfðir og náttúruval. Dawkins myndaði orðið meme með því að fella saman enska orðið gene og gríska orðið mimeme (μίμημα „það sem hermt er eftir“)....
Hver er munurinn á orðatiltæki og málshætti?
Nokkur munur er á málsháttum og orðatiltækjum. Málsháttur er vanalega fullmótuð setning sem felur í sér einhverja fullyrðingu eða jafnvel lífspeki eins og víða má finna í hinu forna kvæði Hávamálum. Þaðan eru til dæmis málshættirnir maður er manns gaman, halur er heima hver, þjóð veit ef þrír eru og margur verður ...
Hvort á að segja/skrifa ungabarn eða ungbarn?
Samsett orð sem vísa til ungs aldurs á einhvern hátt eru flest stofnsamsett, það er notaður er stofn orðsins ungur til þess að mynda fyrri lið samsetts orðs. Einfaldast er að finna stofn lýsingarorða í nefnifalli kvenkyni. Dæmi um samsetningar með ung- að fyrri lið en barn að síðari lið eru ungbarnadauði, ungbarna...
Er til orð um samband afa eða ömmu við barnabörn sín?
Spurningin í heild sinni hljóði svona: Hvar heitir samband afa og afabarns? (Á sama máta og feðgar eða mæðgur) Ekkert sambærilegt orð og feðgar, feðgin eða mæðgur, mæðgin er til um samband afa og afabarns eða ömmu og ömmubarns. Afinn og amman geta talað um barnabarn sitt og sagt: „þessi drengur/þessi stúlka er...