Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5439 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hvenær varð grísk heimspeki til?

Fyrsti gríski heimspekingurinn sem sögur fara af var Þales frá Míletos sem sést hér til vinstri. Míletos var grísk borg á svæði sem nefndist Jónía í Litlu Asíu, þar sem nú er Tyrkland. Þales fæddist að öllum líkindum í kringum árið 625 f. Kr. en lítið er vitað um ævi hans og engin rit eru varðveitt eftir hann....

category-iconSálfræði

Hvað eru bráðger börn?

Hugtakið bráðger er notað yfir börn sem talin eru búa yfir óvenju miklum hæfileikum í samanburði við jafnaldra sína. Nákvæmlega á hvaða sviðum þessir hæfileikar liggja eða hversu mikið börnin taka fram úr því sem þykir í meðallagi er þó ekki ljóst. Fjölmargar skilgreiningar hafa verið settar fram til að reyna að ú...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvernig dó Alexander mikli?

Alexander III (356-323 f.Kr.), eða Alexander mikli, er af mörgum talinn einn farsælasti leiðtogi mannkynssögunnar. Hann tók við konungsembætti af föður sínum, Filippusi II, árið 336 f. Kr. og ríkti yfir Makedóníu allt til dauðadags í júní árið 323 f. Kr, þá aðeins á 33. aldursári. Alexander mikli varð að eins kona...

category-iconFélagsvísindi almennt

Eru samtöl (eigindlegar rannsóknir) vísindi?

Fyrst þarf að greina örstutt þau hugtök sem felast í spurningunni. Samtöl, sem einnig ganga undir nafninu djúpviðtöl, er aðferð sem beitt er í félags- og heilbrigðisvísindum þar sem viðfangsefnið er fólk. Hér skilgreini ég félagsvísindi vítt; þau innibera fjölmargar greinar svo sem félagsfræði, stjórnmálafræði, ma...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaðan kemur nafnið geitungur?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvaða tilgangi þjóna geitungar í vistkerfinu? Lifa geitungar á skordýrum? Ef ekki þá á hverju? Gera þeir garðinum mínum eitthvert gagn? Ekki er vitað fyrir víst hvaðan nafnið geitungur kemur. Jón lærði Guðmundsson lýsir trjágeitungi í riti sínu Stutt undirrétting um Íslands aðsk...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær mun sólin deyja út?

Í svari Árdísar Elíasdóttur og Gunnlaugs Björnssonar við spurningunni Af hverju er sólin til? kemur fram eftirfarandi um myndun sólarinnar:Sólin er ein af milljörðum stjarna í Vetrarbrautinni okkar. Í Vetrarbrautinni er að finna risavaxin gas- og rykský. Efnið í hverju slíku skýi gæti dugað til mynda hundruð, jafn...

category-iconVísindavefur

Hvað skilgreinir emo-fyrirbrigðið í tísku og tónlist?

Hugtakið emo náði upprunalega nær aðeins yfir tiltekna tegund pönktónlistar sem átti rætur að rekja til tónlistarhreyfingarinnar í Washington D.C. í Bandaríkjunum á níunda áratug síðustu aldar. Heitið er tilkomið vegna þess að sviðsframkoma emo-tónlistarmanna þótti oft tilfinningaþrungin (e. emotional). Smám saman...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Við hvað fást þeir sem stunda þroskasálfræði?

Þroskasálfræðingar fást við rannsóknir sem tengjast þroska eða sálrænum breytingum sem verða yfir æviskeiðið. Framan af var hugtakið þroskasálfræði nánast samheiti barnasálfræði en nú líta flestir svo á að þroskasálfræði taki til breytinga sem verða yfir alla ævina. Þannig er öldrun og öldrunarsálfræði hluti af þv...

category-iconLandafræði

Hvað búa nákvæmlega margir í Kína?

Það er engin leið að segja til um hversu margir búa nákvæmlega í Kína, ekki frekar en það er hægt fyrir flest önnur lönd. Í fámennu vestrænu landi eins og okkar er það kannski ekki ýkja flókið að halda utan um upplýsingar um fólksfjölda en samt sem áður getum við ekki vitað upp á hár hversu margir búa hér á landi ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig varð rafmagn til?

Rafhleðsla er einn af grundvallareiginleikum efnisins. Rafmagn hefur verið til í náttúrunni frá upphafi og það er til dæmis vel sýnilegt í eldingum. Rafhleðsla finnst í öllu efni, til dæmis öllu því sem er á heimilinu okkar eða í skólastofunni, en yfirleitt eru hlutirnir óhlaðnir og við greinum þess vegna ekki raf...

category-iconJarðvísindi

Hvað var Ísland lengi að myndast?

Ísland byrjaði að myndast fyrir mörgum milljónum ára og myndun þess er enn í gangi eins og við erum reglulega minnt á með eldgosum sem hér verða. Í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hversu gamlir eru mismunandi hlutar Íslands? segir að allt frá því að Norður-Atlantshaf byrjaði að opnast fyrir um 60...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Af hverju er Ísland ekki aðili að Geimvísindastofnun Evrópu?

Íslendingar eiga ekki aðild að Geimvísindastofnun Evrópu (e. European Space Agency, ESA) vegna þess að þeir hafa aldrei sóst eftir aðild. Í nóvember árið 2003 kom engu að síður hópur sérfræðinga frá ESA til Íslands til að kynna starfsemi samtakanna fyrir ráðamönnum og fulltrúum vísinda og rannsókna á Íslandi. Ekke...

category-iconVísindi almennt

Hvernig er best að ná grasgrænu úr fötum?

Það er bagalegt að fá fitubletti í uppáhaldsflíkina sína, sulla rauðvíni eða appelsíni í borðdúkinn frá ömmu, koma að litla tveggja ára krílinu sem búið er að maka sultu og súkkulaði yfir sparikjólinn eða grípa átta ára guttann með grasgræn hné á nýju íþróttabuxunum. Þá er gott að vita af því að á vef Leiðbeining...

category-iconMálvísindi: íslensk

Ég er að læra um einhljóð og tvíhljóð og velti fyrir mér hvort é sé?

Í fornu máli var eingöngu lengdarmunur á e [e] og é [eː] – broddurinn yfir é táknaði lengd. Á 13. öld þróaðist é yfir í tvíhljóð, [ie] (sjá Stefán Karlsson 2000:24). Síðan breyttist hljóðgildi fyrri hlutans og í nútímamáli stendur bókstafurinn é langoftast hvorki fyrir einhljóð né tvíhljóð, heldur samband tve...

category-iconJarðvísindi

Er hægt að nota jarðsjá til að leita að lögnum sem grafnar eru í jörðu?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er einhver þróun í jarðsjám og er farið að sjá fyrir um að veitufyrirtæki geti farið að nýta jarðsjá við leit á lögnum sem eru ekki skráðar í landupplýsingakerfi viðkomandi veitna? Þá á ég við handhægt tæki. Í svari við spurningunni Hvað er jarðsjá og hvernig er hún notuð? efti...

Fleiri niðurstöður