Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað hefur vísindamaðurinn Ásgrímur Angantýsson rannsakað?

Ásgrímur Angantýsson er dósent í íslenskri málfræði við Kennaradeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa aðallega beinst að breytileika í setningagerð og samtímalegum samanburði íslensku og skyldra mála, ekki síst færeysku. Niðurstöður hafa verið birtar bæði á innlendum vettvangi og í alþjóðlegum ritrýndum tímar...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Af hverju eru norðurljós í mismunandi litum?

Spurningunni Af hverju stafa norður- og suðurljósin? hefur áður verið svarað á Vísindavefnum. Í því svari Aðalbjörns Þórólfssonar og Ögmundar Jónssonar er meðal annars útskýrt hvað gerist þegar eindir úr sólvindinum koma inn í segulsvið jarðar:Hlöðnu eindirnar sem fara inn í segulsvið jarðar hreyfast á miklum hrað...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er mígreni?

Mígreni er sérstök tegund höfuðverkja sem hrjáir allt að því 5% fólks og er algengari hjá konum en körlum. Verkjaköstin byrja yfirleitt í æsku eða á yngri árum og sjaldan eftir 35 ára aldur. Mígreni er skilgreint sem verkjaköst er standa venjulega yfir í 6-24 klst. Þeim fylgir oft ljósfælni og auk þess fá flestir ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar eru upptök svartadauða?

Sjúkdómurinn sem nefndur er svartidauði, plága eða pest í mönnum er orsakaður af bakteríunni Yersinia pestis. Auk þess að geta lifað í mönnum lifir bakterían víða um heim við náttúrulegar aðstæður. Þar lifir hún góðu lífi í ýmsum tegundum spendýra, meðal annars í villtum nagdýrum. Smitaðar flær gegna lykilhlutverk...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig ferðast ljósið?

Ljósið hegðar sér ýmist sem agnir eða bylgjur eftir aðstæðum. Þegar það birtist sem agnir ferðast það á afar einfaldan hátt eftir beinum línum. Þegar það kemur fram sem bylgjur er hegðun þess að flestu leyti hliðstæð öðrum bylgjum sem við þekkjum, svo sem bylgjum á vatni, bylgjum í streng, hljóðbylgjum í lofti eða...

category-iconHugvísindi

Hver orti sléttubandið „Grundar dóma ...”?

Upphafleg spurning er á þessa leið:Í bókinni Látra-Björg eftir Helga Jónsson (Helgafell 1949) er vísa sem sögð er eftir Björgu: „Grundar dóma...” Í kennslubókinni Íslenska eftir Jón Norland og Gunnlaug V. Snævarr (1997) er vísan sögð eftir Jón Þorgeirsson. Hvort er rétt og hver er Jón Þorgeirsson?Um höfund vísunna...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er afstæðiskenningin?

Afstæðiskenningin er nafn á vísindakenningu sem var sett fram af Albert Einstein árið 1905. Kenningin dregur nafn sitt af afstæðislögmálinu sem svo kallast. Þetta lögmál kom fyrst fram á 16. öld og segir í grófum dráttum eftirfarandi: Ef A og B eru tveir menn sem hreyfast innbyrðis með föstum hraða þá er ó...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða næringarefni taka smáþarmar upp?

Þau næringarefni sem við fáum úr matnum eru að mestu leyti tekin upp í smáþörmunum þegar meltingu er lokið. Helstu efnin eru glúkósi og aðrar einsykrur (til dæmis frúktósi og galaktósi) úr kolvetnum, amínósýrur úr prótínum, fitusýrur og glýseról úr fitu, vítamín, vatn og steinefni. Öll lífrænu næringarefnin eru te...

category-iconJarðvísindi

Af hverju eru íshellar stundum svona fallega bláir?

Til að skilja litbrigði í snjó og ís þurfum við að raða tveimur „púsl“-bitum rétt saman. Ljósgeislar, sem flæða um efni sem inniheldur ójöfnur eða misfellur, dreifast (skipta um stefnu) við árekstra við ójöfnurnar. Ójöfnurnar geta verið sprungur, loftbólur eða óhreinindi. Eitt dæmi um svona efni, sem ekki er ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hafa nýjar hugmyndir um svonefndan púka Maxwells komið fram upp á síðkastið?

Púki Maxwells er lítill djöfull sem var hugsaður til að ganga gegn grundvallarlögmálum eðlisfræðinnar. Frá því um 1950 hefur verið ljóst að eðli hans brýtur í raun ekki í bága við gild eðlisfræðilögmál. Á 19. öld rannsökuðu eðlisfræðingar eðli hita, varma og véla. Út úr því spratt fræðigrein sem nefnist varmafræð...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver er eðlilegur blóðþrýstingur?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hver er eðlilegur blóðþrýstingur og púls?Fjallað er um púls í svari Ulriku Andersson við spurningunni Hvað er hvíldarpúls og hvað getur hann orðið hægur? og er lesendum bent á að kynna sér það svar. Svarið hér á eftir fjallar því eingöngu um blóðþrýsting. Á sama hátt og lö...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna má ekki setja málmhluti í örbylgjuofn? - Myndband

Málmar og örbylgjur geta farið ágætlega saman. Þannig eru bylgjurnar í örbylgjuofninum leiddar frá bylgjugjafanum í málmstokki sem kallaður er bylgjuleiðari og sjálft bylgjuhólfið sem maturinn er hitaður í er málmkassi. Bylgjurnar speglast af málmfletinum og fara aðra umferð um hólfið. Speglunin gerist á þann hátt...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru margar stjörnuþokur í alheiminum?

Stjörnuþoka er annað orð yfir vetrarbraut (e. galaxy) og hugtakið vísar til þyrpingu stjarna, geimefna og ýmissa loftegunda. Stjörnuþokurnar eru gífurlega stórar. Í einni stjörnuþoku er talið að séu um 100-400 milljarðar stjarna, stundum miklu fleiri. En í einum milljarði eru þúsund milljónir! Í dag telja menn ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvers vegna kemur rauð slikja í seinni hluta tunglmyrkva en ekki líka í fyrri?

Spurningin í heild var svona:Tunglmyrkvi 9. janúar 2001. Hvers vegna kom rauð slikja í seinni hluta tunglmyrkvans (pen umbra), 9. janúar 2001, en ekki líka í fyrri?Skugga jarðar er skipt í tvo hluta: annars vegar er alskuggi (á ensku umbra), sem er dimmasti hluti skuggans og innan hans sést sólin alls ekki, og hin...

category-iconHugvísindi

Hvað var Austurlandahraðlestin?

Austurlandahraðlestin (e. Orient Express) var lest sem gekk á milli Parísar og Istanbúl á árunum 1883-1977. Reyndar breyttist leiðin sem lestin fór á þessum tíma, bæði vegna samgöngubóta og annarra aðstæðna. Eftir 1977 hætti lestin að ganga alla leið til Istanbúl en nafnið Austurlandahraðlestin hélst áfram á annar...

Fleiri niðurstöður