Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5567 svör fundust
Hver var Drakúla?
Drakúla er þekktastur sem sögupersóna í samnefndri skáldsögu írska rithöfundarins Bram Stokers (1847-1912). Sagan Drakúla kom fyrst út árið 1897 og er að mestu í bréfaskáldsöguformi, en dagbókarbrot, blaðafrásagnir og skeyti drífa frásögnina einnig áfram. Bréfaskáldsagan á rætur að rekja til 18. aldar og af slíkum...
Hvað stjórnar lit á hægðum og þvagi fólks?
Galllitarefni gefa bæði þvagi og hægðum lit. Galllitarefni tengjast endurnýtingu rauðra blóðkorna eða rauðkorna. Rauðkorn lifa ekki nema í um það bil 120 daga. Þetta stafar af því að viðkvæmar frumuhimnur þeirra slitna og rifna smám saman þegar rauðkornin troða sér í gegnum háræðar. Slitin, útjöskuð rauðkorn ...
Í hvaða skáldsögu koma fyrir flest nöfn á ám eða fljótum?
Það er óhætt að fullyrða að flest nöfn á ám eða fljótum komi fyrir í skáldsögu James Joyce Finnegans Wake. Gagnrýnendur telja að í fjórða og síðasta hluta bókarinnar, svonefndum Anna Livia Plurabelle-kafla, séu á bilinu 800 til 1.100 heiti á ám. Nákvæmasta talningin hljóðar upp á 1.036 fljótanöfn, ef mismunandi he...
Hvaðan er nafn Arnarhóls komið?
Í Landnámabók segir að öndvegissúlur Ingólfs Arnarsonar hafi fundist „... við Arnarhvál fyrir neðan heiði“ (Landnámabók, Íslensk fornrit I, 45) og er þá átt við Mosfellsheiði að talið er. Spurningin er hvort Arnarhváll er núverandi Arnarhóll eða hvort hann hefur verið nær sjónum, þar sem nú er Arnarhólsklettur sem...
Hvað eru verðbætur?
Með verðbótum er átt við að reynt er að taka tillit til breytinga á verðlagi þegar fjárupphæðir eru reiknaðar og bæta þeim sem á að fá fé verðlagsbreytingu þannig að hann geti keypt það sama fyrir féð með verðbótum og hann hefði getað keypt fyrir féð án verðbóta ef verðlag hefði ekkert breyst. Breytingar á verðlag...
Hvernig lifir kakkalakki af kjarnorkusprengju?
Kakkalakkar þola margfalt meiri geislun en flestar aðrar lífverur og mun meiri geislun en spendýr. Mælingar sýna að þeir þola 130 sinnum meiri geislun en menn. Ekki er nákvæmlega vitað af hverju þeir þola alla þessa geislun en flestir vísindamenn telja að ástæðuna megi rekja til byggingar litninga kakkalakkanna, s...
Af hverju hefur ekki verið farið til Júpíters?
Hér er einnig svarað spurningunni “Af hverju hefur ekki verið lent á Júpíter?” Nokkur geimför hafa heimsótt Júpíter. Ekkert þeirra hefur þó lent þar því Júpíter er gasrisi og hefur þess vegna ekkert fast yfirborð. Fyrsta geimfarið sem flaug framhjá Júpíter var Pioneer 10 árið 1973. Það var fyrsta geimfarið ...
Hvað duga peningaseðlar og mynt lengi?
Seðlabanki Íslands hefur einkarétt á því að gefa út gjaldmiðil Íslands. Í lok nóvembermánaðar 2003 var samanlagt verðgildi peninga í umferð tæplega 10 milljarðar króna. Þar af var um 8½ milljarður í seðlum og 1½ milljarður í mynt. Fjöldi seðla í umferð var um 6,9 milljónir, þar af voru 2,3 milljónir af 10, 50 og ...
Er vitað hvar aldingarðurinn Eden var?
Þessari spurningu má svara á margan hátt eftir því hvað spyrjandi og lesendur hafa í huga, meðal annars hvort eða hvernig þeir trúa á Biblíuna eða fyrstu Mósebók þar sem sagt er frá Eden. Þannig er til dæmis ljóst að sá sem trúir alls ekki á Biblíuna telur spurninguna óþarfa og hið sama gildir líklega einnig um ma...
Getur of mikið kynlíf valdið fósturmissi?
Óvíst er hvað átt er við með of mikið kynlíf en gengið er út frá því að vísað sé til fjölda kynmaka yfir ákveðið tímabil. Flestir hafa einhver viðmið um það hvað sé gott og gefandi kynlíf og hversu oft sé eðlilegt að hafa kynmök. Það sem einum finnst vera of mikið eða of lítið kynlíf getur öðrum fundist vera við h...
Er hætta á að mengandi efni myndist þegar dagblöð eru brennd í kamínu innanhúss?
Við þessari spurningu væri hægt að gefa einfalt svar: Já, það er óhjákvæmilegt. Skoðum það aðeins nánar. Við alla brennslu myndast mengandi efni í nokkrum mæli. Við brennsluna myndast fínt ryk eða sót og gastegundir eins og koltvíoxíð, kolmónoxíð, nituroxíð og brennisteinstvíoxíð. Reykurinn frá eldi af þessu t...
Hver er eðlilegur blóðþrýstingur?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hver er eðlilegur blóðþrýstingur og púls?Fjallað er um púls í svari Ulriku Andersson við spurningunni Hvað er hvíldarpúls og hvað getur hann orðið hægur? og er lesendum bent á að kynna sér það svar. Svarið hér á eftir fjallar því eingöngu um blóðþrýsting. Á sama hátt og lö...
Hvernig myndast zeólítar?
Zeólítar eru holufyllingar; þeir falla út úr volgu eða heitu grunnvatni (80-230°C) í blöðrum og sprungum í berginu. Ásamt silfurbergi (kalkspati) eru zeólítar frægustu skrautsteinar Íslands, en fyrstir til að lýsa þeim hér á landi voru Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson í Ferðabók sinni (568. grein). Zeólítar my...
Hvar á ég heima?
Þú átt heima heima hjá þér! Fyrir því eru staðfestar heimiildir. Þú getur tekið upp símtólið, hringt í Þjóðskrá í síma 5692900 og gefið upp nafn eða kennitölu og fengið staðfestingu á því að þú hafir lögheimili heima hjá þér og fengið að vita hvar það er. Því miður eru ekki allar þjóðir jafnheppnar og við Íslendin...
Getur kona haft blæðingar þó að hún sé ófrísk?
Venjulegar tíðablæðingar eru merki um að getnaður hafi ekki átt sér stað eins og komið er inn á í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Af hverju hafa konur blæðingar? Þar segir meðal annars: Oftast er miðað við að fyrsti dagur tíðahrings sé þegar blæðingar eða tíðir hefjast. Í raun er þó rökréttara að...