Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvers kyns er skurn?
Orðið skurn er eitt þeirra orða í íslensku sem til eru í fleiri en einu kyni. Það er reyndar notað í öllum kynjum, það er skurnin, sem er algengasta orðmyndin, skurnið og skurninn. Annað orð sem til er í þremur kynjum er vikur ‘gosmöl’. Karlkyns og kvenkyns eru til dæmis skúr, það er regnskúr, og örn. Karlkyns ...
Ef Ísland vantar peninga af hverju framleiðum við þá bara ekki peninga? - Myndband
Ef ríkið lætur prenta meira af peningum býr það ekki til nein verðmæti. Það verða bara til fleiri pappírssnifsi og myntir sem hægt er að nota til að kaupa þau raunverulegu verðmæti sem framleidd eru af íbúum landsins. Afleiðingin verður líklega einkum sú að það þarf meira af peningum til að kaupa hvern einstakan h...
Hvaðan er orðið gáll komið í sambandinu „þegar sá gállinn er á henni“?
Orðið gáll er notað um skaplyndi almennt en einnig um ofsakæti. Í föstum samböndum er gáll yfirleitt haft með greini, til dæmis „það er góði gállinn á honum núna“, það er ‛hann er í góðu skapi’. Þegar (eða ef ...) sá gállinn er á einhverjum merkir ‛þegar einhver er í því skapi’, til dæmis „Hann er óút...
Hversu mörg morð eru framin á ári hér á landi?
Á vef Hagstofu Íslands er að finna upplýsingar um það hversu margir hafa dáið á Íslandi á ári hverju aftur til 1981. Jafnframt er hægt að fá upplýsingar um dánarorsök, það er hversu margir hafa látist úr tilteknum sjúkdómum, slysum, fallið fyrir eigin hendi og svo framvegis. Einn flokkurinn sem hægt er að velja er...
Tengist orðtakið að koma einhverjum fyrir kattarnef eitthvað örnefninu Kattarnef?
Kattarnef er þekkt sem örnefni á að minnsta kosti tveimur stöðum á landinu, annað er klettanef í Viðey og hitt er undir Eyjafjöllum, við Markarfljót, sunnan við Neðri-Dal. Það er talið geta verið það sem í Landnámabók er nefnt Katanes (Íslenzk fornrit I, 343). Kattarnef er klettahöfði sem liggur að Markarfljóti...
Af hverju heitir Hestfjall í Grímsnesi þessu nafni?
Hestfjall dregur líklega nafn sitt af lögun, það er eins og liggjandi hestur til að sjá. Efst á því heita Hesteyru. Hitt er svo annað mál að Hestfjall var notað til hrossabeitar frá Skálholtsstað áður fyrr en það kemur nafngiftinni sennilega ekki við. Hestur og Hestfjall í Grímsneshreppi í baksýn. Nokkur önnur ...
Getur verið að orðið ananas sé komið af orðinu bananas?
Orðið banani er talið hafa borist til Evrópu með Portúgölum sem fluttu það með sér frá Gíneu á 16. öld. Þar mun það hafa verið notað í einni af mállýskum heimamanna. Sama er að segja um orðið ananas að það munu Portúgalar einnig hafa flutt með sér til Evrópu á 16. öld. Það er talið fengið úr indjánamálunum tupí og...
Hafa norður og suðurpóllinn skipst á + og - á sögulegum tíma?
Áður en lengra er haldið er lesendum bent á að ágætt er að kynna sér svar sama höfundar við spurningunni Hvað eru pólskipti? Það er ekki vitað til þess að pólskipti hafi orðið á sögulegum tíma, og ekki heldur frá lokum ísaldar fyrir um 12 þúsund árum. Það þekktasta af þeim mjög stuttu segulskeiðum sem nú er vit...
Hvort eiga að vera eitt eða tvö bil á eftir punkti í texta?
Í Stafsetningarorðabókinni frá 2006 eru birtar ritreglur sem byggðar eru á auglýsingum menntamálaráðuneytisins, síðast 1977. Þar er sérstakur kafli um punkt (XV) en ekki er tekið þar á því atriði sem spurt var um. Í bókinni sjálfri sést að aðeins eitt stafbil er haft á eftir punkti og er almennt mælt með þeirri ve...
Af hverju eru epli mismunandi á litinn, gul, rauð og græn?
Epli geta verið mismunandi að stærð og lit. Öll epli eru í upphafi græn að lit og innihalda þá blaðgrænu sem gerir þau græn á litinn. Þegar eplið þroskast hættir það að framleiða blaðgrænuna og græni liturinn minnkar með tímanum. Epli verða svo gul þar sem að litarefnið karótenóíð nær yfirhöndinni, það var þó til ...
Hvort er hagstæðara að taka húsnæðislán í erlendri eða íslenskri mynt?
Helsti kosturinn við húsnæðislán í erlendri mynt er að hægt er að fá talsvert lægri vexti en af lánum í krónum. Helsti ókosturinn er hins vegar gengisáhætta. Ef gengi krónunnar veikist þá hækka greiðslur af erlendum lánum í íslenskum krónum. Styrkist gengi krónunnar minnka hins vegar greiðslur af erlendu lánunum....
Gátu allir á Íslandi skrifað í gamla daga?
Stutta svarið er nei, það gátu ekki allir skrifað í gamla daga. Langa svarið er svolítið flóknara því það skiptir máli hvenær „gamla daga“ var og einnig hvað átt er við með því að kunna að skrifa. Ef farið er langt aftur í aldir, svo sem til miðalda, var skriftarkunnátta fyrst og fremst forréttindi valdhafa, m...
Hvernig má ráða niðurlögum elftingar í görðum í Reykjavík?
Elfting (Equisetum arvense) er eitt erfiðasta illgresið sem garðeigendur þurfa að kljást við. Elftingin fjölgar sér og dreifist út með jarðrenglum þannig að renglurnar lifa í jarðveginum og fjölga sér áfram þó að reynt sé að reyta hana upp. Kerfisvirk illgresislyf, það er að segja efni sem plöntur taka upp gegnum ...
Hvað er minnsta dýr í heimi?
Til eru fjölmargar agnarsmáar dýrategundir og í rauninni er ómögulegt að segja til um það hvert er minnsta dýr í heimi. Ef hins vegar er spurt um minnsta spendýr í heimi þá er hægt að lesa um það á Vísindavefnum í svari Páls Hersteinssonar þess efnis. Mikið auðveldara er að svara spurningum um stærsta dýr í he...
Hvar í kringum landið eru stærstar fiskitorfur?
Það eru einkum svokallaðir uppsjávarfiskar sem safnast oft í torfur er geta verið mjög misstórar. Algengustu uppsjávarfiskarnir og þeir sem mest veiðast eru loðna og síld. Allt fram á 7. áratuginn voru miklar síldargöngur við Norður- og Austurland sem komu alla leið frá hrygningarstöðvum sínum við Noreg til Ís...