Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5176 svör fundust

category-iconÞjóðfræði

Er til hjátrú sem tengjast veðri, sérstaklega óveðri?

Spurningin öll hljóðaði svona: Er til íslensk hjátrú sem tengjast veðri, sérstaklega óveðri? Sennilega hefur fátt jafn mikil áhrif á líf manneskjunnar og hversdagsleika hennar en veður og loftslag. Má þar nefna búsetu fólks, aðbúnað, lundarfar og menningu. Allt þetta má síðan draga saman og skoða betur í þv...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er þjóðkirkja?

Hugtakið þjóðkirkja hefur margháttuð merkingarsvið.[1] Fyrst ber að nefna að orðið er hægt að nota um kirkju sem starfað hefur meðal einhverrar þjóðar um langt skeið, sett mark sitt á gildismat hennar og menningu en jafnframt mótast af hugsanagangi viðkomandi þjóðar. Þjóðin og kirkja hennar hefur þar með eignast ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er til sögnin að „bambast”? Hvað þýðir hún?

Sögnin að bamba er til og einkum notuð um hæga hreyfingu eins og til dæmis að bamba á móti stórviðri, það er komast hægt áfram. Hún er líka notuð um þá sem eru hægfara. Elstu dæmi um hana eru frá 18. öld en hún er ekki algeng. Vel er hægt að hugsa sér sögnina í miðmynd, bambast, það er: bambast á móti veðrinu. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju standa fuglar stundum á öðrum fæti?

Fuglar standa á öðrum fæti af sömu ástæðu og menn klæða sig í ullarsokka, það er til að hafa stjórn á líkamshitanum. Mikið varmatap verður frá fótleggjum fugla af tveimur ástæðum; engar fjaðrir skýla þeim og þar er mjög mikið af smáum æðum. Þrisvar sinnum meira blóð flæðir um fótleggi fugla en út í stærstu vöðva þ...

category-iconGátur og heilabrot

Gáta: Hvernig má finna hvaða kúla er ekki jafnþung og hinar?

Við höfum tólf billjarðskúlur sem allar líta nákvæmlega eins út. Ellefu þeirra eru jafn þungar en ein sker sig úr. Sú er annað hvort léttari eða þyngri en hinar. Hvernig má finna út með ókvarðaðri jafnvægisvog hvaða kúla hefur aðra þyngd en hinar ásamt því að segja til um hvort hún sé léttari eða þyngri, ef við...

category-iconJarðvísindi

Hvað er kol?

Kol er lífrænt efni sem myndast úr leifum ferskvatnsplantna sem grafist hafa í jörð. Ferlið sem leiðir til myndunar kola gengur þannig fyrir sig að trjábolir, greinar, lauf og könglar falla í vatn, verða vatnsósa og sökkva. Við það kemst súrefni andrúmsloftsins ekki lengur að plöntuleifunum en loftfælnir gerl...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er lengsta skáldsaga í heimi?

Við vitum ekki til þess að hægt sé að svara þessari spurningu með því að benda á einhverja tiltekna skáldsögu og segja: "Þetta er lengsta skáldsaga í heimi!" Það er aðallega vegna þess að það er hægt að mæla lengd skáldsagna á ýmsa vegu. Það liggur beinast við að mæla lengd útgefinna skáldsagna með tommustokk eða ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða aðstæður urðu til þess að kona gat orðið forseti á Íslandi 1980?

Allt frá stofnun lýðveldis á Íslandi hafa konur jafnt sem karlar mátt bjóða sig fram til forseta. Það liðu þó 36 ár frá lýðveldisstofnun og þar til Vigdís Finnbogadóttir var kjörinn forseti Íslands árið 1980. Þetta þóttu mikil tíðindi, hún var ekki aðeins fyrst kvenna til að gegna embætti forseta á Íslandi heldur ...

category-iconHeimspeki

Er löggæslufólki óheimilt að neita að framfylgja skipunum sem brjóta gegn siðferðisvitund þeirra eða þeir telja mögulega ólögmætar?

Þessi spurning felur í raun í sér tvær ólíkar spurningar. Önnur getur snúið að því eftir hvaða starfsheimildum og starfsreglum löggæslufólk starfar eftir. Spurningin er þá lögfræðileg. Hin spurningin fjallar um siðferðilega hlið starfsins og samvisku löggæslufólks, óháð því hvað starfsreglurnar segja. Þetta svar f...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Blotnar maður minna í rigningu ef maður hleypur í staðinn fyrir að ganga?

1. Inngangsorð Ef maður ætlar að fara tiltekna vegalengd í rigningu og logni þá lendir minna vatn á manninum eftir því sem hann hleypur hraðar. Mannslíkamar eru flóknir hlutir og innbyrðis ólíkir, ganga eða hlaup er flókin hreyfing og rigning getur líka verið margs konar, ekki síst hér á Íslandi. Aðferð eðli...

category-iconSálfræði

Er sannað að greindarpróf verki?

Greindarpróf sýna meðal annars talsverða fylgni, sem kallað er, við almennan námsárangur manna eða gengi í almennum skólum. Þau nýtast því til dæmis vel við greiningu og meðferð námserfiðleika. Hins vegar hefur ekki tekist að gera próf sem segi fyrir um árangur á tilteknum, afmörkuðum sviðum eins og tónlist eða íþ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna frýs vatn?

Jón A. Stefánsson spurði 'Hvers vegna er eðlismassi vatns mestur við +4°C en annarra meiri eftir því sem þau kólna meira?' Í vatnssameindinni eru tvær einingar af vetni (vetnisfrumeindir eða vetnisatóm, H) og ein eining af súrefni (O). Vatnssameindin hefur því efnatáknið H2O. Í fljótandi vatni eru þessa...

category-iconÞjóðfræði

Hver var Stapadraugurinn sem kenndur er við Vogastapa?

Af Stapadraugnum fara ekki miklar sögur. Sagnir herma að draugurinn hafi haldið sig í Vogastapa sem er milli Innri-Njarðvíkur og Voga á norðanverðum Reykjanesskaga. Hins vegar er ekki greint frá því hvernig hann hafi verið til kominn. Hann var sagður hafa hrellt ferðamenn og farið um þá óblíðum höndum. Í Íslenzkum...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getur þú sagt mér um krákur?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hver er munurinn á krákum og hröfnum? Segðu mér allt um krákur. Krákur og hrafnar tilheyra ætt hröfnunga (Corvidae) sem er af ættbálki spörfugla. Um 115 tegundir teljast til ættar hröfnunga, þar af tilheyra um eða yfir 40 tegundir ættkvíslinni Corvus en í þeirri ættkvísl eru ...

category-iconHugvísindi

Af hverju voru galdraofsóknir svona algengar á Ströndum?

Ofsóknir á hendur galdramönnum breiddust jafnan út í litlum samfélögum þar sem nábúakrytur og tortryggni náðu að grafa um sig. Undirrótin var sá málflutningur kirkjunnar manna að engum væri að treysta, djöfullinn væri alls staðar með vélar sínar að villa um fyrir mönnunum. Þessi málflutningur hafði gengið linnulau...

Fleiri niðurstöður