Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1382 svör fundust
Hvers vegna er talað um gúrkutíð þegar lítið er um að vera í fréttum?
Orðið gúrkutíð í merkingunni 'fréttasnauður tími' er fengið að láni úr dönsku, agurketid. Það er aftur á móti fengið úr þýsku. Þar er talað um Sauregurkenzeit, það er tíma (Zeit) sýrðra (saure) gúrkna (Gurken). Sýrðar gúrkur eru sérstakar litlar gúrkur sem lagðar eru í edikslög og hafðar sem meðlæti með kjöti ...
Hvað geta kanínur orðið gamlar?
Kanínur eru spendýr og tilheyra flokki sem nefnist á fræðimáli Lagomorpha og ættinni Leporidae. Innan þeirrar ættar eru einnig hérar. Í reynd tiheyra kanínur nokkrum ættkvíslum og eru tegundir innan ættkvíslanna Oryctolagus og Sylvilagus. Sú tegund sem við þekkjum best er evrópska tegundin Oryctolagus cuniculu...
Hvað geta krókódílar orðið gamlir?
Samkvæmt þeim heimildum sem við höfum fundið er talið að krókódíll í dýragarði í Rússslandi hafi náð 115 ára aldri. Til eru 14 tegundir eiginlegra krókódíla, 8 tegundir alligatora og ein tegund langtrýninga og sennilega er einhver munur á meðalaldri tegundanna í náttúrunni. Talið er að einstaklingar af stærstu teg...
Hvaðan kom hugtakið Ólympsfjall?
Ólympsfjall er hæsta fjall Grikklands, 2917 metra hátt. Það er í Þessalíu og og frá fornu fari hefur það verið talið heimkynni grískra guða. Sennilega veit enginn hver nefndi fjallið fyrstur en í kvæðum gríska skáldsins Hómers sem talinn er hafa verið uppi á 8. öld fyrir Krist segir að á toppi fjallsins sé all...
Hversu stórar geta krossköngulær orðið?
Krossköngulóin (Araneus diadematus) er meðal stærstu köngulóa sem fyrirfinnast í íslenskri náttúru. Kvendýrin eru nær undantekningarlaust stærri en karldýrin eins og tíðkast meðal langflestra köngulóa. Búklengd kvendýranna eru yfirleitt um 10-13 mm en hjá körlunum um 4-8 mm. Krosskönguló í vef sínum. Tvær aðr...
Er hægt að fjarlægja ör án skurðaðgerðar?
Örvef er ekki hægt að fjarlægja en það er hægt að lagfæra ör með leysigeislameðferð. Ef roði er til staðar hverfur hann við slíka meðferð og örið hvítnar. Ef örið er ofholdgað þá hefur ljósgeislinn þau áhrif að örvefurinn mýkist, húðin þynnist og verður sléttari. Húðin dregur sig líka örlítið saman svo örið minnk...
Hvað eru til margar tegundir af spendýrum?
Í dag eru þekktar rúmlega 4.600 tegundir spendýra sem skiptast í 125 ættir og 24 ættbálka. Af þessum ættbálkum tilheyra flestar tegundir nagdýrum en fæstar eru tegundirnar í ættbálkinum Tubulidentata, sem kallast píputannar á íslensku, eða aðeins ein, jarðsvín (Orycteropus afer, e. aardvark). Þótt ótrúlegt megi...
Gerðu Rómverjar heilaskurðaðgerðir á fólki?
Í stuttu máli er svarið nei, þeir gerðu ekki eiginlegar heilaskurðaðgerðir á fólki eins og við þekkjum þær í dag. Á hinn bóginn gerðu Rómverjar og Forngrikkir á undan þeim aðgerðir á höfði, þar á meðal aðgerðir þar sem gat var borað á höfuðkúpu sjúklings, án þess þó að krukka í heilanum sjálfum. Tilgangur slíkra a...
Eru einhverjar líkur á að grasrella (Gallirallus dieffenbachii) sé ekki útdauð?
Gallirallus dieffenbachii er útdauð fuglategund af ætt rella (rallidae). Tegundin var einlend á þremur eyjum í Chathman-eyjaklasanum austan Nýja-Sjálands (einlend merkir að tegund finnst ekki annars staðar). Þessar þrjár eyjur eru smáar, stærst er Chathameyja sem er rúmir 800 ferkílómetrar, Pitteyja er aðeins tæpi...
Hversu gamalt er orðið gerpla í málinu og hvað þýðir það?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona í heild sinni: Hvað þýðir orðið Gerpla? Er það bara sérnafn og hversu gamalt er þetta í málinu? Gerpla er heiti á skáldsögu eftir Halldór Laxness sem gefin var út 1952. Ekki þótti merking bókarheitisins liggja í augum uppi. Í Mánudagsblaðinu 8. desember 1952 segir til d...
Hvernig leysir maður jöfnu með þremur óþekktum stærðum?
Ef við höfum aðeins eina jöfnu með þremur óþekktum stærðum er líklegast að jafnan hafi óendanlega margar lausnir. Sem dæmi um undantekningu frá þessu má nefna jöfnuna x2 + y2 + z2 = 0en hún hefur eina og aðeins eina lausn þar sem x, y og z eru rauntölur, það er að segja lausnina x = y = z = 0. Jafnanx2 + y2 +...
Hvað var kosningabandalag Alþýðuflokks og Framsóknarflokks árið 1956 kallað?
Andstæðingar kosningabandalagsins sem Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur gerðu með sér fyrir alþingiskosningarnar 24. júní 1956 kölluðu það gjarnan Hræðslubandalagið. Forsvarsmenn bandalagsins kölluðu það ýmist Umbótabandalagið eða Bandalag umbótaflokkanna. Með sameiginlegu framboði í öllum kjördæmum freistuðu flo...
Hvað er Kyoto-bókunin?
Kyoto-bókunin er bókun við rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem samþykkt var í japönsku borginni Kyoto í lok árs 1997. Markmið rammasamningsins er að koma í veg fyrir hættulega röskun á loftslagskerfinu af mannavöldum, og tryggja þannig að matvælaframleiðslu í heiminum verði ekki stefnt í h...
Hvað gerir dygðina dýrmæta?
Dygðin er dýrmæt í sjálfri sér og verðlaunar sjálfa sig. En það sem ekki er minna vert er að dygðin er nauðsynlegt skilyrði lífshamingjunnar eða farsældar, ef marka má gríska heimspekinginn Aristóteles. Að vera farsæll maður er meðal annars fólgið í því að vera dygðugur. Platon, lærifaðir Aristótelesar, virðist...
Hvenær voru fyrstu reiknivélarnar búnar til?
Eins og fram kemur í svari Hauks Más Helgasonar við spurningunni: Hver smíðaði fyrstu tölvuna og hvenær var það? telja margir að bandaríska reiknivélin ENIAC hafi verið fyrsta tölvan. Hún var tekin í notkun árið 1946 og var engin smásmíði, vó 30 tonn og þakti 167 fermetra. Í áðurnefndu svari kemur einnig fram a...