Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1391 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hver skírði stjörnurnar og hvernig fór hann að, því að þær eru svo margar?

Í fornöld litu menn upp í himinninn og greindu þar ýmsar stjörnur. Þessum stjörnum gáfu þeir nöfn úr umhverfi sínu eða nefndu þær eftir verum úr goðafræði sinni. Á síðari öldum þegar stjörnusjónaukar urðu betri sífellt og fleiri stjörnur uppgötvuðust varð að koma á skipulagðara nafnakerfi. Ýmsir hafa safnað listum...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig varð fyrsta genið til? Hefði það getað komið utan úr geimnum?

Þetta er ein af mörgum spurningum um upphaf lífs á jörðinni sem ekki er hægt að svara með neinni vissu. Nú á dögum eru gen allra eiginlegra lífvera gerð úr kjarnsýrunni DNA en kjarnsýran RNA er erfðaefni ákveðinna veira. Margt bendir til þess að í þróunarsögu lífsins hafi RNA komið til sögunnar á undan DNA og reyn...

category-iconFöstudagssvar

Hvað tæki langan tíma að ganga til Plútós?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconJarðvísindi

Hvenær gaus Etna síðast?

Etna á austurströnd Sikileyjar er hæsta virka eldfjall í Evrópu, um 3.350 metra hátt. Reyndar breytist hæð þess, eins og annarra eldfjalla, þegar eldsumbrot eiga sér stað. Til dæmis var fjallið rúmum 50 metrum hærra á seinni hluta 19. aldar en það var undir lok 20. aldarinnar. Fjallið hefur verið virkt í meira 2,5...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær er talið að næsti loftsteinn lendi á jörðinni?

Næsti loftsteinn lendir örugglega á jörðinni í dag! Eins og fram kemur í fróðlegu svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvað eru miklar líkur á því að geimgrýti rekist á jörðina? verður jörðin daglega jörðin fyrir ágangi milljóna smásteina sem eru á sveimi úti í geimnum. Flestir þessara steina eru afa...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er eitthvað hitastig í algjöru tómarúmi?

Hiti í efni tengist hreyfingu smæstu efniseinda. Hiti í gasi er þannig í beinu hlutfalli við meðaltalið af hreyfiorku eindanna í gasinu. Ef algjört tómarúm væri til væru augljóslega engar efniseindir þar og ekkert hitastig skilgreint. Algjört tómarúm er hins vegar hvergi til, tómarúm geimsins kemst næst því. Efnis...

category-iconUnga fólkið svarar

Er það satt að geimfarar fái sér epli við lendingu á jörðu?

Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Er það satt að geimfarar fái sé epli við lendingu á jörðu? Af hverju og hvenær kom þessi siður á? Já, þessi siður tíðkast að minnsta kosti þegar rússnesk geimför lenda á jörðu. Lítið er tekið af ferskum matvælum út í geim, þar sem þau skemmast fljótt. Aftur á móti bíða g...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru margir jaðrakanar og lappjaðrakanar til í heiminum?

Lappjaðrakan (Limosa lapponica) Lappjaðrakan er dæmigerður farfugl á norðurhveli jarðar, varpsvæði hans ná frá Skandinavíu og austur eftir heimskautasvæðum Rússlands, einnig er varpstofn í Vestur-Alaska. Tvær deilitegundir lappjaðrakans eru kunnar, það eru Limosa l. lapponica sem verpir í Skandinavíu og NV-Rússla...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er munurinn á dúr og moll?

Tónstigar í hefðbundinni vestrænni tónlist eru búnir til úr sjö ólíkum tónum sem ná þó yfir áttund, því einn tónn er tvítekinn í tónstiga; alltaf er endað á sama tóni og tónstiginn hófst á. Tónarnir sjö eru valdir úr krómatískri röð tólf tóna, eða þrettán allt í allt, sé fyrsti tónninn tvítekinn. Ef við miðum útfr...

category-iconEfnafræði

Hvers vegna losar bíllinn minn 28,5 kg af koltvíildi (koldíoxíði) á hundraðið við brennslu á 13 lítrum af eldsneyti?

Dísilolía er að langstærstum hluta blanda lífrænna efnasambanda sem í efnafræðinni nefnast kolvetni, en þau eru mynduð úr kolefnis- og vetnisatómum. Um 75% af rúmmáli dísilolíu eru mettuð kolvetni og um 25% eru arómatísk-kolvetni. Að jafnaði er efnaformúla dísilolíu C12H23; um það bil frá C10H20 til C15H28 [1]. D...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað í ósköpunum er eðlismassi?

Eðlismassi hlutar er hlutfallið milli massa hlutarins og rúmmáls. Ef hluturinn hefur massann 1 kg og rúmmálið 1 lítra er eðlismassi hans 1 kg/l sem er sama og eðlismassi ferskvatns. Slíkur hlutur er í jafnvægi í ferskvatni og leitar hvorki upp né niður. Þannig ræður eðlismassi ýmsu um hegðun hlutanna. Eðlismass...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Er það satt að ekkert hljóð heyrist úti í geimnum?

Já, það er rétt að ekkert hljóð berst um geiminn. Það er vegna þess að þar er tómarúm, það er að segja nær ekkert efni. Hljóð berst hins vegar eingöngu um efni eins og loft, vatn, steinsteypu eða jarðlög, samanber að jarðskjálftabylgjur eru í rauninni hljóð. Við getum hins vegar breytt hljóðmerkjum í rafsegulby...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaða mannvirki á jörðinni sjást með berum augum úr geimnum?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað er Kínamúrinn gamall og langur? Sést hann frá tunglinu? sést Kínamúrinn ekki með berum augum frá tunglinu. Neil Armstrong sem fyrstur steig fæti á tunglið sagðist ekki hafa séð múrinn frá tunglinu. En Kínamúrinn sést engu að síður úr geimnum. Geimfarar sem e...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Af hverju er minna andrúmsloft í geimnum en á jörðinni?

Lofthjúpurinn er þunnt gaslag sem umlykur jörðina. Hann er að mestu úr nitri og súrefni en einnig úr öðrum gastegundum. Lofthjúpurinn myndaðist líklega á löngum tíma úr gosgufum frá eldfjöllum. Það sama á reyndar við um hafið, eins og lesa má um í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvaðan kom hafið? ...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Nýttist Hubblessjónaukinn til annars en að taka myndir af geimnum?

Eins og fram kemur í svari eftir sama höfund við spurningunni Af hverju virkaði Hubblessjónaukinn ekki almennilega í byrjun? uppgötvaðist skekkja í spegli Hubble eftir að hann var prófaður í geimnum. Í ljós kom að safnspegillinn hafði verið slípaður á rangan hátt svo skeikaði 10 nanómetrum. Þetta olli svonefndri k...

Fleiri niðurstöður