Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 411 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hver er meginmunurinn á rökgreiningarheimspeki og meginlandsheimspeki?

Á tuttugustu öld urðu til tveir meginstraumar í vestrænni heimspeki, rökgreiningarheimspeki annars vegar og svokölluð meginlandsheimspeki hins vegar. Þessi skipting heimspekinnar á sér að vísu miklu lengri forsögu. En hún er einnig svolítið villandi. Munurinn á þessum meginstraumum innan heimspekinnar er ekki fyll...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hollt að stunda kynlíf?

Kynlíf er heilsusamlegt svo framarlega sem það byggist á eðlilegum samskiptum, er tilfinningalega gefandi, er innan þeirra marka sem einstaklingurinn setur sér og skaðar hann ekki á nokkurn hátt andlega né líkamlega. Að lifa heilbrigðu kynlífi felur í sér að einstaklingurinn finnur fyrir andlegri og líkamlegri ve...

category-iconLæknisfræði

Af hverju stafar flogaveiki? Er til varanleg lækning? Er hún ættgeng?

Starfsemi heilans er gríðarlega víðtæk og oft má tengja afmarkaða hluta heilans við vissa líkamsstarfsemi, svo sem meðvitund, umhverfisskynjun og vöðvahreyfingar. Á frumustigi eru þessir hlutar myndaðir af nánast óendanlegum fjölda taugabrauta sem tengja saman þessi ólíku starfssvæði og eru eins konar hraðbrautir ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Verður tölva afkastameiri ef örgjörvinn er kældur mikið?

Nei, tölva verður ekki afkastameiri við það eitt að kæla örgjörvann. Góð kæling örgjörvans, sem og reyndar gott loftstreymi í tölvukassanum, getur hins vegar komið í veg fyrir mörg hitatengd vandamál í tölvum. Þau geta lýst sér í aukinni bilanatíðni íhluta, svo sem harðra diska. Einnig getur of hár hiti örgjörvans...

category-iconHeimspeki

Hver er heimspekileg notkun orðanna inntak og umtak?

Orðin inntak (e. intension) og umtak (e. extension) eru notuð í heimspeki til að gera grein fyrir tveimur mismunandi gerðum merkingar. Annars vegar er um að ræða það sem viðkomandi orð (eða setning) gefur í skyn eða lætur í ljós og hins vegar þann hlut í heiminum sem orðið táknar eða vísar til. Þannig gæti inntak ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hverfur allt sem fer inn í svarthol eða kemur eitthvað út úr þeim aftur?

Samkvæmt sígildri eðlisfræði hverfur allt sem fer inn í svarthol sjónum þess sem situr fyrir utan. En ef skammtafræði er tekin með í reikninginn kemur í ljós að svarthol senda frá sér geislun. Svarthol eru dularfull og spennandi fyrirbæri sem komu fyrst fram sem mögulegar lausnir á jöfnum almennu afstæðiskennin...

category-iconLæknisfræði

Hvernig verkar hjartalínurit?

Hjartað er fjögurra hólfa dæla. Tvö efri hólfin kallast gáttir og taka þær við blóðinu frá líkamanum, sú hægri tekur við blóði frá vefjum líkamans en sú vinstri frá lungunum. Neðri hólfin kallast sleglar eða hvolf og er þeirra hlutverk að dæla blóðinu út í líkamann, hægri slegillinn til lungna þar sem loftskipti ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hver er hin almenna skilgreining á þunglyndi?

Við þekkjum öll að lundin getur verið breytileg frá einum tíma til annars. Stundum liggur illa á okkur og við finnum til leiða og jafnvel depurðar. Slík tímabundin niðursveifla er í flestum tilfellum eðlileg. Fari sveiflurnar hins vegar að ganga út fyrir ákveðin mörk og fara að hafa áhrif á daglegt líf dögum eða v...

category-iconVerkfræði og tækni

Er hægt að skyggnast inn í framtíðina?

Er ekki í raun ómögulegt að spá fyrir um tækniframfarir? Ekki er gerlegt að spá fyrir um breytingar á mjög afmörkuðum sviðum eða í einstökum tilvikum. Hins vegar má spá fyrir um heildarútkomu flókinnar þróunar í tæknimálum. Fólk gerir óafvitandi ráð fyrir að núverandi hraði framfara haldist um alla framtíð....

category-iconFélagsvísindi almennt

Skiptir máli varðandi endurhæfingu fanga hvar þeir afplána dóm sinn hér á landi?

Spurningin var svona í heild: Eru til tölur um það hvort menn komi út sem betri einstaklingar þegar þeir koma út af t.d. Kvíabryggju en t.d. Hrauninu? Ekki eru fyrirliggjandi upplýsingar um það hvort að brotamenn hér á landi komi frekar út sem betri einstaklingar eftir að hafa setið í tilteknum fangelsum. Málið ...

category-iconLæknisfræði

Hvers vegna gengur erfiðlega að finna og þróa lyf sem virka á veirusýkingar?

Veirur verða að sýkja frumur til að geta fjölgað sér. Þær eru því algjörlega háðar hýsilfrumum sínum og nýta sér efni og aðbúnað í þeim til að mynda nýjar veiruagnir sem svo aftur geta sýkt fleiri frumur. Lífsferill veira er jafn mismunandi og þær eru margar, en í aðalatriðum þurfa veirur að festa sig við hýsil...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Fer jafnmikil orka í að hlaupa á hlaupabretti og utan dyra?

Það fer aðeins minni orka í að hlaupa á sama hraða á láréttu hlaupabretti heldur en utan dyra. Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst loftmótstaðan. Þegar hlaupið er á bretti hreyfist það undir hlauparanum og hann hleypur í raun á staðnum. En hreyfing hlauparans 'miðað við brettið' er alveg eins og hreyfingin á...

category-iconHeimspeki

Hver var Ludwig Wittgenstein og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Ludwig Wittgenstein fæddist í Vínarborg þann 26. apríl 1889. Hann stundaði nám í vélaverkfræði en fékk áhuga á heimspekilegum undirstöðum stærðfræðinnar og hóf nám í rökfræði hjá Bertrand Russell við Cambridge-háskóla. Í fyrri heimsstyrjöldinni var hann í austurríska hernum en að stríði loknu gaf hann út bókina Tr...

category-iconSálfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Inga Dóra Sigfúsdóttir rannsakað?

Inga Dóra Sigfúsdóttir er prófessor við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hún er einnig rannsóknarprófessor við Columbia-háskóla í New York og gestaprófessor við Karolinsku-stofnunina í Stokkhólmi. Þá er Inga Dóra stofnandi og stjórnandi vísindastarfs hjá rannsóknamiðstöðinni Rannsóknir & greining. Rannsóknir ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Ármann Jakobsson stundað?

Ármann Jakobsson er prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands. Meðal helstu rannsóknarefna hans eru hugmyndir og hugtök Íslendinga um yfirnáttúruna á miðöldum, viðhorf Íslendinga til konungsvalds, fagurfræði konungasaga, rannsóknasaga miðaldabókmennta og sögupersónur á jaðrinum í íslenskum mi...

Fleiri niðurstöður