Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3293 svör fundust

category-iconLögfræði

Ef báðir foreldrar falla frá ungu barni hver fær þá forsjána? Geta foreldrarnir tilnefnt guðforeldra og mundi ríkið fylgja óskum þeirra?

Hér er einnig svarað spurningu frá Kristínu Friðjónsdóttur um sama efni sem hljóðaði svona: Hvert er hlutverk guðforeldra? Eru það guðforeldrar sem annast barnið, ef báðir foreldrar falla frá? Ef ekki, eftir hverju fer það þá?Samkvæmt nýjum barnalögum sem taka gildi 1. nóvember 2003 geta forsjárforeldrar ákveðið h...

category-iconFélagsvísindi

Hver eru helstu viðskiptalönd Íslands í útflutningi?

Það er vissum erfiðleikum háð að flokka þjónustuútflutning eftir löndum en tölur um skiptingu vöruútflutnings liggja fyrir. Þeim er safnað af Hagstofunni. Árið 2002 fluttu Íslendingar út mest af vörum til Þýskalands eða fyrir um 38 milljarða króna. Litlu minna fór til Bretlands eða fyrir 36 milljarða króna. Þá fór...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig urðu orkulindirnar til?

Þetta er að sjálfsögðu mjög misjafnt eftir því um hvaða orkulind er verið að tala, samanber til dæmis svarið við spurningunni Hvar eru orkulindirnar? Vatnsorkan verður til við það að "vatn fellur fram af steini" eða með öðrum orðum þegar vatnið sem fellur sem rigning eða snjór uppi á hálendinu leitar niður í mó...

category-iconLæknisfræði

Af hverju deyja börn vöggudauða?

Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona:Hverjar eru helstu orsakir vöggudauða?Hvernig má koma í veg fyrir vöggudauða? Vöggudauði hefur verið skilgreindur sem skyndilegur, óvæntur og óútskýranlegur dauði heilbrigðs ungbarns á fyrsta ári, oftast við tveggja til fjögurra mánaða aldur. Tíðni vöggudauða á Íslandi er ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um Shih Tzu hundinn?

Hundar af Shih Tzu ræktunarafbrigðinu eru komnir af peking-hundinum og tíbetsku afbrigði sem nefnist Lhasa apsoo. Shih Tzu hundar komu fyrst fram í Tíbet og eru nú meðal vinsælustu dekurhunda á Vesturlöndum. Í Kína kallast hundar af þessu afbrigði Shih Tzu kou sem hægt er að þýða yfir á íslensku sem ljónahundur...

category-iconLögfræði

Er það satt að maður eignist jörð ef hann nýtir hana í 20 ár án þess að borga leigu?

Hér er um að ræða hefðun, en sá sem hefðar einhverja eign eignast hana óháð því hvort annar aðili átti hana áður. Um þetta gilda lög um hefð, lög nr. 46 frá árinu 1905. Þar segir meðal annars að hægt sé að hefða fasteign á 20 árum. Þessi lög hafa takmarkað hagnýtt gildi. Leigjandi má ekki hefða jörðina sem han...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna verður mér kalt þegar ég kem upp úr sundlauginni?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Ég heiti Máni og er 8 ára. Mig langar til að vita hvers vegna mér verður kalt þegar ég kem upp úr sundlauginni. Amma segir að þið vitið allt. Það er nú ekki skrýtið að þér skuli verða kalt þegar þú kemur upp úr sundlauginni. Vatn í sundlaugum hér á Íslandi er nokkuð heitt eð...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir Gullfoss þessu nafni ef það er ekkert gull í honum?

Óhætt er að segja að Gullfoss sé frægastur allra fossa á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Gullfoss er ein af helstu náttúruperlum Íslands og hefur verið friðlýstur frá árinu 1979. Gullfoss er ein af náttúruperlum Íslands. Eftir því sem ég kemst næst hefur Gullfoss fengið nafn sitt sökum þess að glampað get...

category-iconHugvísindi

Voru húskarlar þrælar eða höfðu þeir meira frelsi?

Frummerking orðsins húskarl virðist vera „karlmaður í þjónustu annars manns, sem er húsbóndi eða húsfreyja hans“. Ekkert eitt orð um konur samsvarar því nákvæmlega; orðið húskerling er ekki til, og húskona merkir annaðhvort „húsfreyja“ eða var notað um konu sem bjó á heimili manns án þess að vera eiginkona hans eð...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er vaxtaferill?

Vaxtaferill lýsir sambandinu milli vaxta og lánstíma. Oftast er þetta hugtak notað til að lýsa kröfu um ávöxtun skuldabréfa eftir því til hve langs tíma viðkomandi bréf eru. Einnig er stundum talað um tímaróf vaxta. Þessi vaxtaferill sýnir dæmi um hvernig vextir hækka eftir því sem lánstími lengist. Vaxtafer...

category-iconFélagsvísindi

Hver er munurinn á einkasölu og fákeppni?

Eins og orðin gefa til kynna þá er einungis einn seljandi að tiltekinni vöru eða þjónustu þegar um einkasölu er að ræða. Keppendur eru hins vegar fáir, en þó fleiri en einn, sé um fákeppni að ræða. Einkasala er þýðing á 'monopoly' en fákeppni er þýðing á 'oligopoly'. Ýmist er talað um einkasölu eða einokun. Fy...

category-iconÞjóðfræði

Hver er uppruni íslensku skotthúfunnar?

Talið er að íslenskar konur hafi farið að klæðast fyrsta vísi að peysufötum, sem einnig voru nefnd húfubúningur, í lok 18. aldar. Þá fóru konur að nota húfur með skúfi hversdags í staðinn fyrir falda eða skaut. Fyrirmynd skotthúfanna eru líklega karlmannsprjónahúfur, þá einkum húfur skólapilta sem gengu í Skálhol...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig hagar njálgur sér í mönnum?

Njálgur (Enterobius vermicularis) er lítill innyflaormur og er algengasta sníkjudýrið hjá börnum og fullorðnum í löndum þar sem veðurfar er svipað og hjá okkur. Í sumum nálægum löndum er talið að allt að 20% barna séu smituð. Hægt er að lesa meira um smittíðni hér á landi í svari Karls Skírnissonar við spurningunn...

category-iconLandafræði

Hvað eru til margar konur í heiminum?

Það er ekki hægt að segja upp á hár hversu margar konur eru í heiminum þar sem mannfjöldi hér á jörðinni er áætlaður. Eins þarf að áætla hversu stór hluti mannkyns eru konur og hversu stór hluti karlar. En við höfum þó nokkuð góða hugmynd um hvernig þessir hlutir. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hv...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað er heimurinn stór í metrum?

Um stærð heimsins hefur nokkrum sinnum verið fjallað á Vísindavefnum, til dæmis í svari við spurningunni: Hvar endar alheimurinn og hvað er hann stór? Þar kemur ýmislegt fram um stærð alheimsins. Meðal annars það að alheimurinn getur bæði verið endanlegur og endalaus. Af því leiðir að lítið er hægt að segja um ...

Fleiri niðurstöður