Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8016 svör fundust

category-iconMálvísindi: almennt

Hvernig uppgötvuðu menn mannamál?

Vísindamenn vita því miður lítið um uppruna tungumálsins. Nú er talið að tungumál hafi orðið til fyrir um 30.000 árum en elstu heimildir um einhvers konar ritmál eru aðeins 10.000 ára gamlar. Þarna á milli eru þessu vegna 20.000 ár sem vísindamenn þurfa að geta sér til um, meðal annars með því að skoða líkamsleifa...

category-iconVeðurfræði

Hvernig myndast hrím eða héla á yfirborði?

Yfirborðshrím myndast þegar hluti af vatnsgufunni í loftinu þéttist og hélar á yfirborði, það er ís myndast beint úr vatnsgufu. Yfirborðshrím getur myndast á til dæmis snjóþekju, ís, grasi, trjágreinum og bílum. Skilyrði fyrir ísmynduninni er að loftið sé rakt og að yfirborðshitinn sé lægri en daggarmark loftsi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig verður hunang til og hvernig koma býflugurnar því í býflugnabúið?

Býflugur búa til hunang úr blómasykri (e. nectar). Blómasykur er aðallega vatn eða um 80% en í honum eru einnig flóknar fjölsykrur. Býflugurnar nota langa rörlaga tungu eða rana til að sjúga upp blómasykurinn og geyma hann síðan í eins konar hunangssarpi. Býflugur hafa í reynd tvo maga, annars vegar hunangssarpinn...

category-iconEfnafræði

Er nautablóð notað til að fá rauða litinn í rauðvín?

Við framleiðslu á rauðvíni eru notuð dökk vínber. Hýði berjanna er látið gerjast, ásamt aldinkjötinu, safanum og steinunum. Ljós vínber eru hins vegar notuð til að búa til hvítvín; þá er hýðið vanalega skilið frá og það sem eftir stendur er látið gerjast. Eiginleikar ólíkra rauðvína koma úr vínberjunum og er le...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er talað um að vera í sjöunda himni en ekki þeim áttunda?

Orðasambandið að vera í sjöunda himni ‛vera afar glaður’ þekkist í málinu að minnsta kosti frá síðari hluta 19. aldar. Þótt hugmyndin um sjö himna sé mjög gömul virðist þetta fasta orðasamband hafa borist hingað um það leyti, sennilega frá Danmörku, það er at være i den syvende himmel. Danir hafa líklegast f...

category-iconLandafræði

Hvaða höf liggja að Ítalíu?

Ítalía liggur að mestu leyti á Appennínaskaga, stórum og löngum skaga sem skagar langt út í Miðjarðarhafið og líkist, eins og frægt er, háhæluðu stígvéli. Ríkið nær líka yfir fjölmargar eyjar, tvær langstærstu eyjarnar eru Sikiley og Sardinía, sem eru jafnframt stærstu eyjarnar í Miðjarðarhafi. Skaginn og eyjarnar...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur sá háttur að nota orðið skúr í karlkyni, þá þegar talað er um rigningarskúr?

Ýmis orð í íslensku máli eru notuð í fleiri en einu kyni og er notkunin oft svæðisbundin. Bæði karlkyns og hvorugkyns eru til dæmis orðin fress, hor, hrís, kögur, plús, sykur. Kvenkyns og hvorugkyns eru til dæmis bjúga, hnoða, hveiti, jógúrt, saft, smíði, tál, þúsund. Í þremur kynjum eru skurn og vikur. Kvenkyns o...

category-iconMálvísindi: íslensk

Á hvaða aldri er 103 ára gamall langafi minn?

Síðari liðurinn -ræður er vel þekktur í orðunum áttræður, níræður, tíræður og er í hljóðskiptum við liðinn -rað í hundrað. Fram að áttræðu er notaður síðari liðurinn -tugur, tvítugur, þrítugur, fertugur, fimmtugur, sextugur, sjötugur, það er taldir eru þeir tugir sem viðkomandi hefur lifað. Á x-tugs aldri merkir þ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Til hvers er rófubeinið?

Rófubeinið er gert úr 3-5 neðstu hryggjarliðunum í rófulausum prímötum sem runnið hafa saman. Þessir liðir eru fyrir neðan spjaldhrygginn og tengjast honum um trefjabrjósklið, sem gerir svolitla hreyfingu milli spjaldhryggs og rófubeins mögulega. Í mönnum og öðrum rófulausum prímötum er rófubeinið leifar af r...

category-iconSálfræði

Er meðalgreind mannkynsins að hækka eða lækka?

Svo virðist sem meðalgreind mannkyns, eins og hægt er að mæla hana í greindarprófum, sé að aukast. Frammistaða fólks í greindarprófum hefur batnað alls staðar í heiminum með hverri kynslóð. Meðalgreindarvísitala hækkar að jafnaði um þrjú stig á hverjum áratug. Það var nýsjálenski stjórnmálafræðingurinn James R. Fl...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Sést Vetrarbrautin okkar frá Íslandi?

Já, Vetrarbrautin okkar sést frá Íslandi. Á heiðskírri og tunglslausri nóttu er hægt að sjá miðskífu Vetrarbrautarinnar sem þunna og daufa slæðu sem nær þvert yfir himinninn. Til þess að sjá hana þarf að fara fjarri ljósmengun borgarljósanna. Reyndar sést einnig að minnsta kosti ein önnur vetrarbraut á næturhim...

category-iconJarðvísindi

Hvaða munur er á myndun miðhafshryggja og þverhryggja?

Upptök jarðskjálfta marka rekhryggi, enda er hið mikla kerfi miðhafshryggja jarðar kortlagt þannig (sjá mynd). Meginþættir hafsbotns Norður-Atlantshafs. Jarðskjálftar (rauðir deplar) skilgreina mörk Norður-Ameríku- og Ervrasíuflekanna á Mið-Atlantshafshryggnum umhverfis Ísland. Sýndir eru skjálftar af stærð 4...

category-iconJarðvísindi

Hver er skýringin á blágrænni slikju á svörtu basaltgjalli?

Blágræn slikja á svörtu basaltgleri mun stafa af bylgjuvíxlum ljóss sem endurvarpast frá örsmáum kristöllum í glerinu. Gjallið myndast í eldgosi þegar basaltbráð freyðir í gosopinu og hraðkólnar („frýs“) í basaltgler. Ástæðan er sú að eldfjallagös, einkum vatn, leysast úr bráðinni efst í gosrásinni við þrýstilé...

category-iconHagfræði

Hvað búa margir á Íslandi núna og hvað verða það margir eftir fimm ár?

Orðið núna í spurningunni gerir það að verkum að svarið er síbreytilegt. Sá fjöldi sem býr á Íslandi þegar þetta svar er skrifað, í júlí árið 2013, verður eflaust ekki sá sami og þegar svarið er lesið árið 2015 eða 2018. Í stað þess að gefa hér upp ákveðna tölu um fjölda þeirra sem búa á Íslandi, tölu sem verður ú...

category-iconLögfræði

Hvar finn ég orðskýringar á hvað hugtök á borð við „innflutningur, heildsala og smásala“ þýða, aðallega í lagalegu tilliti?

Best er að leita að lagalegri þýðingu einstakra orða í bókinni Lögfræðiorðabók með skýringum sem gefin var út af Bókaútgáfunni Codex og Lagastofnun Háskóla Íslands árið 2008 undir ritstjórn Páls Sigurðssonar prófessors. Ef orðið sem leitað er að er ekki að finna í því ágæta riti er hægt að fá almennari merkingu þe...

Fleiri niðurstöður