Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3714 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Til hvers nota pokadýr pokann sinn?

Eitt helsta einkenni pokadýra er æxlunarkerfi þeirra. Margar pokadýrategundir bera nafn með rentu og kvendýrin bera unga sína í poka. Sum pokadýr eins og til dæmis lítil ránpokadýr eru þó ekki með eiginlega poka. Þessi pokalausu pokadýr hafa eingöngu húðfellingar hjá spenunum sem halda mætti að verji ungana illa f...

category-iconHugvísindi

Hvert var upphaf forngrískra bókmennta? Er ekki til eitthvað eldra en Hómerskviður?

Gríska stafrófið var fundið upp á 8. öld f.Kr. Reyndar höfðu Grikkir átt sér ritmál áður en þeir fundu upp stafróf sitt: Línuletur B var notað til að rita grísku um 1600 til 1100 f.Kr. og arkadó-kýpverska mállýskan hafði verið rituð með sérstöku atkvæðarófi. En hvorugt þessara eldri ritkerfa Grikkja var notað til ...

category-iconHugvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Helen Keller og framlag hennar til mannréttindamála?

Helen Keller er um margt merkileg kona. Hún fæddist 27. júní árið 1880 í Alabama-fylki í Bandaríkjunum. Þegar hún var einungis 19 mánaða gömul veiktist hún hastarlega og í kjölfarið varð hún daufblind, það er bæði blind og heyrnarlaus. Með aðstoð Alexanders Grahams Bells fékk Keller kennara árið 1887. Kona að n...

category-iconHugvísindi

Hvernig hljómaði forníslenska? Eru til einhver hljóðdæmi á Netinu?

Ekki er vitað nákvæmlega hvernig íslenska var borin fram á miðöldum, en þó er ljóst að töluverðar breytingar hafa orðið á framburði Íslendinga frá landnámstíð. Um þær er fjallað nánar í svari eftir sama höfund við spurningunni Er vitað hvernig texti Íslendingasagnanna var borinn fram þegar hann var skrifaður? H...

category-iconHugvísindi

Hvað er kalvínismi eða kalvínstrú?

Kalvínismi eða kalvínstrú er algengt heiti á siðaskiptahreyfingu þeirri sem á rætur að rekja til Jóhannesar Kalvíns (Jean Calvin 1509–1564) og er þar með hliðstæða hugtaksins lútherstrú. Kalvínskar kirkjur eru á erlendum málum gjarna nefndar reformertar (af orðinu reformation sem merkir siðbót) til aðgreiningar fr...

category-iconFélagsvísindi

Af hverju heilsum við ekki með vinstri hendi?

Oft reynist erfitt að geta sér til um uppruna hefða. Þær eru margar hverjar ævafornar og það sem okkur þykir líklegt um uppruna þeirra þarf alls ekki endilega að reynast rétt. Handaband með hægri hendi er ein þessara fjölmörgu hefða sem fæstir spá í enda fyndist mörgum líklega ankannalegt að heilsa með vinstri hen...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvers konar letur notuðu Mayarnir og um hvað fjalla varðveittir textar þeirra?

Letur Mayanna var fræðimönnum lengstum algjör ráðgáta. Þúsundir leturflata á veggjum bygginga, á minningarsúlum (e. stele) og á þeim fáu bókum og bókarslitrum sem varðveist hafa, blöstu við mönnum án þess þeir greindu á þeim haus eða sporð. Fransiskusbiskupinn Diego de Landa (1524-1579) hóf fyrstur að rannsaka let...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er lífbelti stjörnu?

Fljótandi vatn er ein af forsendunum fyrir að líf eins og við þekkjum það geti þrifist. Við sjávarmál frýs vatn á jörðinni við 0°C og gufar upp við 100°C. Í sólkerfinu okkar er ákveðið bil þar sem að meðalhitinn á yfirborði plánetu á sporbraut þar, með svipað andrúmsloft og jörðin, væri á milli 0°C og 100°C. Þessi...

category-iconFélagsvísindi

Er hægt að dæma fjöldamorðingja á Íslandi í lengra en 16 ára fangelsi?

Í hegningarlögum er kveðið á um hver refsirammi vegna afbrota er og dómarar eru bundnir af þeim ákvæðum við ákvörðun refsingar. Í 211. gr. hegningarlaga er kveðið á um refsingu vegna manndráps. Þar segir: "Hver, sem sviptir annan mann lífi, skal sæta fangelsi, ekki skemur en 5 ár, eða ævilangt." Lögin setj...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvenær uppgötvuðu menn gammablossa?

Það er í raun kalda stríðinu að þakka að gammablossar uppgötvuðust, orkumestu sprengingar sem þekktar eru í hinum sýnilega alheimi. Á 7. áratug síðustu aldar skutu Bandaríkjamenn á loft Vela-gervitunglunum sem meðal annars innihéldu gammageislamælitæki. Tilgangur þeirra var að fylgjast með Sovétmönnum, að þeir bry...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvar endar heimurinn og hvernig er hann eiginlega í laginu?

Margir hafa áhuga á að vita hvað heimurinn er stór, hvort hann endi einhvers staðar og hvernig alheimurinn er eiginlega í laginu. Í svari við spurningunni Hvar endar alheimurinn og hvað er hann stór? kemur ýmislegt fram um stærð alheimsins. Meðal annars segir þar að alheimurinn geti bæði verið endanlegur og endala...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Voru skordýr til á undan risaeðlum?

Skordýr (insecta) komu fram nokkuð fyrr í þróunarsögu jarðar en fyrstu skriðdýrin (reptilia). Elsti sannanlegi steingervingur skordýrs er tegund sem vísindamenn hafa nefnt Rhyniognatha hirsti og var uppi fyrir um 396-406 milljónum árum eða á snemm-devonskeiði fornlífsaldar (sjá jarðsögutöflu með því að smella hér)...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hefur geimfar lent á Títan?

Huygens-könnunarfarið er evrópski hluti Cassini-Huygens-leiðangursins sem rannsakar Satúrnus og tungl hans. Á jóladag árið 2004 losnaði Huygens frá Cassini geimfarinu og hóf 22 daga langt ferðalag til Títans, stærsta tungls Satúrnusar. Þann 15. janúar 2005 féll kanninn inn í lofthjúp Títans, sveif hægt og rólega n...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær fóru Íslendingar að tala um karamellur?

Orðið karamella hefur verið notað hérlendis að minnsta kosti frá því í upphafi 20. aldar. Í Morgunblaðinu 28. desember 1913 var verið að skammast út í orðið og þá var skrifað: "Karamellur." Þetta ótætis orð, sem fyrir nokkrum árum var að eins þekt af örfáum reykvískum sætindabelgjum sem ill danska, gjörir nú kr...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvort er rabarbari grænmeti eða ávöxtur?

Rabarbari (Rheum rhabarbarum/Rheum x hybridum) er grænmeti frekar en ávöxtur þótt plantan sé aðallega notuð eins og ávöxtur. Í fræðimáli táknar orðið ávextir (e. fruit) það sem vex úr egglegi frævunnar á plöntunni en aðrir ætir hlutar hennar kallast grænmeti (e. vegetables) eins og fjallað er um í svari við spurni...

Fleiri niðurstöður