Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Er rétt að Keltar hafi verið mannætur fyrir 2000 árum?
Til þess að svara þessari spurningu er rétt að spyrja fyrst hvort mannætur hafi nokkurn tímann verið til? Mannfræðingar, fornleifafræðingar og aðrir fræðimenn sem rannsakað hafa heimildir um mannætur í ýmsum þjóðfélögum, eru ekki á eitt sáttir um að reglubundið mannaát hafi nokkurn tímann tíðkast. Þeir sem halda þ...
Hvenær var síðasta gos á Íó?
Í raun er ekki hægt að svara spurningunni beint því að það eru alltaf mörg eldgos í gangi á Íó. Til dæmis hefur Prómeþeifs-mökkurinn verið á hverri einustu mynd sem tekin hefur verið af því svæði á Íó síðan 1979 þegar Voyager-förin flugu hjá. Prómeþeifs-mökkurinn, sem heitir eftir gríska guðinum sem gaf mönnunum e...
Er talað um framlegð við sölu á þjónustu (það er útseldri vinnu)?
Með framlegð af tiltekinni sölu er átt við muninn á tekjum vegna sölunnar annars vegar og breytilegum kostnaði vegna hennar hins vegar. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að tala um framlegð við sölu á þjónustu, alveg eins og við sölu á vörum. Þannig gæti fyrirtæki til dæmis selt vinnu starfsmanns til viðskiptav...
Hvað eru til margar tegundir af köttum?
Páll Hersteinsson hefur svarað fyrir okkur spurningunni Geta úlfar og hundar eignast afkvæmi og skiptir máli hvaða hundategundir eru þar að verki? Í svarinu kemur fram að allir hundar eru ein tegund, svo undarlegt sem það kann að virðast þegar við leiðum hugann að fjölbreytileika hunda í stærð, útliti og öðrum...
Hvað hefur Bandaríkjaforseti í árslaun?
Bandaríkjaforseti hefur 400.000 dali í árslaun eða sem samsvarar um 29 milljónum íslenskra króna, þegar þetta er skrifað í mars 2004. Auk þess fylgja starfinu nokkur fríðindi, svo sem Hvíta húsið sem embættisbústaður, sumarbústaður í Camp David, einkaþota af stærstu gerð og brynvarinn Cadillac. Hvíta húsið er ...
Hvenær má gelda ketti?
Högnar merkja óðöl sín oft með hlandi sem er afar lyktarsterkt eins og flestir vita. Óðal ógeldra fressa er iðulega mun stærra en geldra og eyða þeir miklum tíma í að fara um það og hverfa þá gjarnan í marga daga í senn. Jafnframt verja þeir svæðið sitt af mikilli hörku gagnvart öðrum köttum. Til þess að högnar ve...
Hvers vegna segjum við "Guð hjálpi þér"?
Fyrr á tímum, þegar fólk var almennt bænræknara en nú gerist, leitaði það til Guðs um hjálp og styrk við erfiðleikum, sjúkdómum og öllu því sem það hrjáði. Það bað Guð um hjálp til að lifa sönnu kristnu lífi og breyta rétt gagnvart öðrum. Vissulega gera margir þetta enn, en upphrópunin ,,Guð hjálpi þér” heyrist sj...
Hver er hlutdeild sjávarútvegsins í íslenska hagkerfinu og að hvaða leyti hefur hún breyst á síðustu 15 árum?
Hægt er að skoða hlutdeild sjávarútvegs í hagkerfinu með ýmsum hætti. Svarið við spurningunni fer því nokkuð eftir því hvaða sjónarhorn er valið. Niðurstaðan er þó alltaf svipuð að því leyti að ótvírætt er að hlutdeildin hefur minnkað. Árið 1991 unnu um 10,4% landsmanna við fiskveiðar og vinnslu en 15 árum síða...
Geta kettlingar í einu goti átt hver sinn föður?
Svarið við þessari spurningu er já. Þegar læða hefur egglos, eða þegar hún breimar, losna mörg egg ólíkt því sem gerist hjá manninum því þar losnar í langflestum tilvikum aðeins eitt egg í hverjum tíðahring. Segjum sem svo að læðan hafi samfarir við fleiri en einn högna á meðan hún breimar. Þá geta fleiri en ei...
Af hverju eru bakteríur í heiminum?
Einfaldasta svarið er kannski: Af því að þær þrífast! Margar tegundir baktería urðu til fyrir mjög löngu og hafa þrifist ágætlega allar götur síðan, en hafa raunar talsvert aðra næringarkosti á síðari tímabilum jarðsögunnar en þær eða forverar þeirra höfðu í öndverðu. Samkvæmt hugmyndum okkar um þróun lífsi...
Hvar lifa hvalir aðallega og við hvaða veðurskilyrði?
Þessari spurningu verður vart svarað með afgerandi hætti þar sem hvalir finnast í öllum heimshöfum en dreifing þeirra er þó árstíðabundin. Þegar haustar á norðurhveli jarðar halda flest stórhveli suður í hlýrri sjó á heittempruðum hafsvæðum en þar bera kýrnar. Á veturna er því mun minna um hvali á norðurslóðum...
Af hverju er svart fólk svart?
Húðlitur okkar, og reyndar háralitur líka, ræðst af litarefni sem kallast melanín. Því meira litarefni sem er í húðinni því dekkra er fólk á hörund. Magn melaníns í húðinni fer einkum eftir erfðum, en hörunds- og háralitur er fyrst og fremst háður genasamsetningu okkar. Ástæðan fyrir því að einstaklingur er „svart...
Hvernig getur fótbolti eða golfkúla sveigt til hægri eða vinstri á fluginu?
Þessi spurning getur raunar átt við hvers konar bolta eða kúlur, til dæmis handbolta, tennisbolta, borðtenniskúlu og blakbolta, en upphafleg spurning var sem hér segir:Af hverju fer bolti í vinstri sveig þegar sparkað er í hann og hann snýst rangsælis (séð að ofan)?Svarið við þessari spurningu er engan veginn augl...
Hver var Alan Turing og hvert var framlag hans til tölvunarfræðinnar?
Alan Turing er einn þekktasti og áhrifamesti vísindamaðurinn á sviði tölvunarfræði. Til marks um það má nefna að bandarísku tölvusamtökin ACM kenna hin árlegu verðlaun sín við hann. Turing-verðlaunin eru gjarnan nefnd Nóbelsverðlaun tölvunarfræðinganna. Turing fæddist í London 23. júní 1912. Hann lærði stærðfræ...
Hvers vegna er alltaf sagt að líf geti ekki þrifist á öðrum hnöttum nema þar sé vatn? Gætu ekki verið til lífverur sem geta lifað án vatns og sólar?
Það er deginum ljósara að líf eins og við þekkjum það á jörðinni þarfnast vatns. Líf jarðarinnar hefur þróast í vatni og með vatni og lífverur hafa lært að nýta sér hina sérstöku eiginleika þessa vökva. Vatn, ásamt vetnis- og hydroxyljónum sem myndast við sundrun þess, ráða að verulegu leyti byggingu og líffræðile...