Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4509 svör fundust

category-iconTölvunarfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Anna Ingólfsdóttir rannsakað?

Anna Ingólfsdóttir er prófessor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og einn af forstöðumönnum rannsóknaseturs í fræðilegri tölvunarfræði við sama skóla (ICE-TCS). Sérsvið Önnu er fræðileg tövunarfræði með áherslu á merkingafræði og réttleika gagnvirkra og samsíða hugbúnaðakerfa. Í þessu felst meðal annars þr...

category-iconSálfræði

Hvaða rannsóknir hefur Ingibjörg V. Kaldalóns stundað?

Ingibjörg V. Kaldalóns er lektor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur Ingibjörg einkum beint sjónum að starfsháttum í grunnskólum, velfarnaði nemenda og kennara í skólastarfi og hvernig hagnýta megi rannsóknir jákvæðrar sálfræði í uppeldi og menntastarfi. ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvert er talið merkasta ljóð Steins Steinarr?

Áhrifamesta einstaka verk Steins Steinarr (1908-1958) er ljóðabálkurinn Tíminn og vatnið sem kom út árið 1948 en nokkur ljóðanna höfðu birst áður í tímaritum. Tíminn og vatnið samanstendur af 21 tölusettu ljóði. Það hefur lengi heillað lesendur og fræðimenn og valdið þeim heilabrotum. Form þess er óbundið í hefðbu...

category-iconLandafræði

Hvers vegna er New York stundum kölluð "The Big Apple"?

Orðin "The Big Apple" eða "stóra eplið" voru upphaflega notuð um veðhlaupabrautina í New Orleans í Louisiana í Bandaríkjunum en hún var mesta veðhlaupabraut Bandaríkjanna snemma á 3. áratug aldarinnar. Jazztónlistarmenn sem áttu margir rætur að rekja til borgarinnar tóku orðin upp og létu þau vísa til Harlem-hverf...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvert er elsta dýr í heimi?

Kúskel (Arctica islandica) telst langlífasta dýrið sem vitað er um. Árið 1982 fannst eintak úr Mið-Atlantshafi með 220 hringjum sem taldir eru árhringir – sé það satt var skelin 220 ára gömul. Eitt langlífasta spendýrið er maðurinn Shigechiyo Izumi frá Japan, f. 29. júní 1865 en staðfest er að hann náði 120 ára...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er sósíaldemókrati?

Sósíaldemókrati kallast sá sem aðhyllist sósíaldemokratisma eða jafnaðarstefnu eins og stefnan kallast á íslensku. Jafnaðarstefnan byggðist upphaflega á kenningum Karl Marx en síðar var lögð áhersla á bætt launakjör auk félagslegra og efnahagslega umbóta "innan ramma hins kapítalíska þjóðfélags í anda umbótaste...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hverjar eru helstu orkulindir Íslendinga?

Vatnsafl og jarðhiti eru helstu orkulindir Íslendinga. Í svari Braga Árnasonar við spurningunni Hvað er að segja um vetni sem orkugjafa framtíðarinnar? er meðal annars fjallað stuttlega um orkubúskap Íslendinga í dag. Þar segir:Vatnsorka sem talið er hagkvæmt að virkja er um 30 TWh á ári. Þar af voru í árslok 1999...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver er nákvæm íbúatala Íslands?

Samkvæmt tölum Hagstofunnar var mannfjöldi á Íslandi þann 1. desember 2004 alls 293.291. Ári fyrr var mannfjöldinn 290.490 og er fjölgunin því 0,96%. Fleiri svör um mannfjölda á Vísindavefnum:Hversu margir bjuggu á Íslandi þegar Snorri Sturluson var uppi?Hvað bjuggu margir á Íslandi árin 1918 og 1944?Hvað mu...

category-iconLandafræði

Hvað eru mörg börn í heiminum?

Eins og bent er á í svari við spurningunni Hvort eru fleiri fullorðnir eða börn í Afríku? þarf að byrja á því að ákveða við hvaða aldur á að miða þegar talað er um börn. Í því svari er miðað við að til barna teljist þeir sem eru 14 ára og yngri en sú aldursviðmiðun er höfð til hliðsjónar á heimasíðu Sameinuðu þj...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað er stjarnan Prókíon í stjörnumerkinu Litlahundi stór?

Stjarnan Prókíon (α Canis Minoris) í stjörnumerkinu Litlahundi er í um 11,25 ljósára fjarlægð frá okkur. Hún er næstum því tvisvar sinnum stærri að þvermáli og massa en sólin okkar og sjö sinnum bjartari. Prókíon er áttunda bjartasta stjarnan sem við sjáum á næturhimninum, rétt á eftir Rígel í Óríon sem, til ...

category-iconHeimspeki

Hvernig hugsaði Aristóteles?

Áður en lengra er haldið er ekki úr vegi að huga að því hvaða forsendur við höfum til að svara spurningunni. Í fyrsta lagi höfum við ekki beinan aðgang að hugsunum annarra, ekki einu sinni samtímamanna okkar, heldur er hann háður túlkun á orðum þeirra og hegðun. Það er alls ekki víst að ritverk fólks ein og sér ge...

category-iconLífvísindi: almennt

Hefur krækilyng verið rannsakað hér á landi?

Ekki hafa verið gerðar neinar vísindalegar rannsóknir á krækilyngi (Empetrum nigrum) hér á landi að því að best er vitað. Þó er ljóst, eins og fram kemur í Plöntuhandbók Harðar Kristinssonar, að til eru tvær deilitegundir krækilyngs. Önnur þeirra (ssp. nigrum) hefur einkynja blóm og finnst aðeins á láglendi. Hin (...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hefur hundur farið til tunglsins?

Nei, hundur hefur aldrei farið til tunglsins. Sem kunnugt er fór tíkin Laika með flaug Sovétmanna, Spútnik 2, út í geiminn árið 1957 og það er líklega það lengsta sem hundur hefur komist frá jörðinni. Spútnik 2 komst á braut um jörðu í yfir 3.000 km hæð, en óvíst er hversu langt Laika fór í raun og veru því hú...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver fann upp bréfaklemmuna? Og af hvaða tilefni?

Í þessu svari kemur meðal annars fram:Uppfinning bréfaklemmunnar er vanalega eignuð Norðmanninum Johan Vaaler sem fyrstur manna fékk einkaleyfi á bréfaklemmu árið 1899.Ekki verður annað séð af teikningu sem fylgir með því svari, að tilefni uppfinningarinnar hafi einmitt verið þörfin að festa saman pappír. Freka...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur máltækið Róm var ekki byggð á einum degi?

Orðasambandið Róm var ekki byggð á einum degi í merkingunni 'mikil verk taka langan tíma' er vel þekkt í Evrópumálum og eru elstu heimildir raktar til frönsku seint á 12. öld. Það hefur hugsanlega borist hingað um dönsku, Rom blev ikke bygget på én dag, en ekki er ljóst hversu gamalt orðasambandið er í íslensku. Þ...

Fleiri niðurstöður