Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3989 svör fundust
Hvað er átt við með orðinu endemi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað er endemi og eru þarna einhver tengsl (eða jafnvel ruglingur) við ein(s)dæmi? Orðið endemi hefur fleiri en eina merkingu. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:153) eru merkingarnar ‘e-ð dæmalaust eða fáránlegt; for, saurindi’ en fyrsta merking...
Af hverju eru farangursbox ofan á bílum kölluð tengdamömmubox?
Orðið tengdamömmubox er ekki gamalt í málinu. Sjá má á Tímarit.is að það kemur nær eingöngu fyrir í auglýsingum um sérstök box undir farangur, farangursbox, sem hægt er að festa á þak bifreiðar til þess að hafa rúm fyrir farangur sem ekki kemst fyrir í farangurshólfinu (skottinu) á bílnum. Elsta auglýsingin er frá...
Hvað er til ráða ef allt fjarskiptasamband Íslands um sæstrengi rofnar?
Ef allir sæstrengir sem tengja Ísland við umheiminn rofna samtímis er eina fjarskiptavaraleiðin til útlanda um gervihnetti. Gervihnettir gegndu hlutverki varaleiðar fyrir landið til ársins 2004 en voru þá orðnir of afkastalitlir og nýr sæstrengur FARICE-1 tók við með Cantat-3. Afköst gervihnatta hafa aukist eitthv...
Hversu lítið gat kemst stari í gegn um til að gera sér hreiður?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað má gatið vera stórt eða lítið svo starinn komist í gegn til að gera sér til hreiður? Of mikið nábýli við starann (Sturnus vulgaris) þykir lítt eftirsóknarvert því hann ber með sér fuglafló sem getur lagst á fólk og valdið óþægindum. Þess vegna fylgir því sjaldnast...
Hvað er bilbugur þegar menn láta ekki bilbug á sér finna?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er bilbugur og hvaðan kemur orðið, það er þegar sagt er að láta ekki bilbug á sér finna? Orðið bilbugur kemur þegar fyrir í fornu máli, oftast í sambandinu að láta engan/ekki bilbug á sér finna/sjá. Í Grettis sögu, 48. kafla, bls. 154, segir t.d.: Þá mælti Þorbjö...
Hvenær var esperanto búið til og hvað eru til margir esperantistar í heiminum?
Esperanto er eitt margra tungumála sem búin hafa verið til í því skyni að verða hlutlaust alheimssamskiptamál, það er mál sem allir kunna, en enginn hefur að móðurmáli. Esperanto hefur hins vegar náð langsamlega mestri útbreiðslu, og valda því einkum eiginleikar málsins sjálfs, það er hversu auðlært það er, og þó ...
Hvað getur þú sagt mér um Júpíter?
Júpíter er fimmta reikistjarnan frá sólu og sú langstærsta. Hún er 11 sinnum stærri en jörðin að þvermáli, 142.984 km við miðbaug, og 318 sinnum massameiri eða 1,899 * 1027 kg. Massi Júpíters er 71% af samanlögðum massa allra reikistjarnanna. Ef Júpíter væri holur að innan, kæmust meira en 1.000 jarðir fyrir inni ...
Ef líf þróast á annarri plánetu er þá rökrétt að gáfaðasta eða þróaðasta lífveran verði á endanum svipuð mönnum?
Nei, það er ekki rökrétt að þróun stefni að slíku marki. Til þess að sama útgáfa fáist eftir milljón ára þróun á aðskildum stöðum þyrftu ótal mörg skilyrði að vera hin sömu. Og jafnvel þó að slík skilyrði væru til staðar gera flestir ráð fyrir að tilviljanir séu innbyggðar í þróunina. Þannig telur mikill meirihlut...
Gátu karlar verið völvur á víkingaöld?
Öll spurningin hljóðaði svona: Gátu karlar verið völvur á víkingaöld? Ef ekki, af hverju? Kveðja, Arnar Ási og félagar hans í 5. bekk Vatnsendaskóla. Samkvæmt íslenskum miðaldabókmenntum var fólk talið fjölkunnugt, byggi það yfir þekkingu sem var ofar almennum skilningi, eða meintri kunnáttu til að hafa áhri...
Hvernig byrjaði galdrafárið á Íslandi og hvert var hlutverk almennings?
Hugtakið „galdrafár“ hlýtur að taka mið af ofsóknum í garð meintra galdranorna og galdrakarla, fremur en athöfnum þeirra sem slíkra. Slíkar ofsóknir urðu hvað ákafastar í flestum löndum Vestur-Evrópu á síðustu árum 16. aldar og fram eftir 17. öld, þannig að tugir þúsunda voru teknar af lífi, einkum konur. Á Ísland...
Er mögulegt að nýtt bóluefni við COVID-19 geti haft áhrif á erfðaefni okkar?
Stutta svarið er, nei það er ómögulegt. Langa svarið, eða röksemdirnar fyrir því stutta, eru raktar hér fyrir neðan. Miklar vonir eru bundnar við að bóluefni gegn veirunni sem veldur COVID-19 komist á markað. Bóluefni eru gefin til að líkaminn geti lært á sýkla og myndað mótefni sem þekkja sýklana og muni e...
Hverjar eru helstu rökvillurnar og hvernig er best að forðast þær?
Allt frá því að Aristóteles samdi ritið Spekirök (Sophistici elenchi) á 4. öld f.Kr. hefur tíðkast meðal rökfræðinga að gera grein fyrir helstu rökvillum. Sennilega er besta leiðin til að forðast rökvillur einfaldlega að kynna sér þær og gefa sér tíma til að fara vandlega yfir eigin röksemdafærslur. Það eru mar...
Hversu mörgum konum var drekkt í Drekkingarhyl og fyrir hvað?
Aftökur tíðkuðust á Íslandi á 17. öld fyrir nokkrar tegundir afbrota sem yfirvöld töldu að væru sérlega alvarleg. Var hugmyndin sú að með því að taka sakamenn af lífi myndu aðrir forðast glæpi og jafnframt yrði afstýrt reiði guðs yfir ósiðlegu framferði landsmanna. Ætla má að frá lokum 16. aldar fram á fyrstu ár 1...
Hvað er fjórða iðnbyltingin?
Fjórða iðnbyltingin er hugtak sem vísar til tækniframfara undanfarinn ára og þeirra sem eru í vændum. Þar er aðallega átt við gervigreind, róbótatækni, sjálfkeyrandi bíla, Internet hlutanna (Internet of Things, IoT), sjálfvirknivæðingu og fleira sem mun líklega valda víðtækum samfélagsbreytingum á næstu árum og ár...
Hver er munurinn á þjóðtrú og hjátrú?
Jón Hnefill Aðalsteinsson segir í grein sinni um þjóðtrú í Íslenskri þjóðmenningu: Þjóðtrú er veigamikill og margslunginn þáttur þjóðmenningar og setur mark sitt á menningu flestra þjóða. Er átt við þjóðtrú í almennri og yfirgripsmikilli merkingu sem felur í sér hvaðeina af vettvangi hins yfirnáttúrulega og ós...