Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1600 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju fjölga snjógæsir sér svona hratt og gætu þær lifað á Íslandi?

Snjógæs (Chen caerulescens) er norður-amerískur varpfugl sem verpir á freðmýrum álfunnar. Tegundin er hvít eins og nafnið ber með sér og greinist í tvær undirtegundir. Önnur þeirra nefnist C. c. caerulescens og er litlu minni en hin, um 63 til 78 cm löng og vegur á bilinu 2-3 kg. Hún verpir á svæði frá miðhluta no...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Eru sögur um að lofsteinaregn hafi myndað gígana á tunglinu úr lausu lofti gripnar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svoan: Komið hefur í ljós að gígar á tunglinu eru myndaðir í eldgosum, eru þá sögurnar af loftsteinaregni sem myndað hafi gígana úr lausu lofti gripnar? Yfirborð tunglsins er þakið gígum sem sannarlega urðu til þegar loftsteinar, smástirni og halastjörnur rákust á það í gegnum tí...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða rannsóknir hefur Arngrímur Vídalín stundað?

Arngrímur Vídalín er íslensku- og bókmenntafræðingur og sjálfstætt starfandi fræðimaður. Síðustu ár hefur hann lagt höfuðáherslu á rannsóknir á afmennskun, það er hvernig samfélög búa sér til skrímsli úr þjóðfélagshópum sem það metur sem óæskilega. Doktorsritgerð hans um þetta efni einblíndi á slíka skrímslagerð í...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Hreiðar Þór Valtýsson rannsakað?

Hreiðar Þór Valtýsson er fiskifræðingur, lektor og brautarstjóri við sjávarútvegsfræðibraut Háskólans á Akureyri (HA). Hreiðar og félagar hans í sjávarútvegsfræðinni við HA (nemendur hafa líka verið virkir þátttakendur) hafa lagt mikla áherslu á miðlun og menntun tengda sjávarútvegi á öllum skólastigum. Ástæðun...

category-iconMannfræði

Hvaða rannsóknir hefur Unnur Dís Skaptadóttir stundað?

Unnur Dís Skaptadóttir er prófessor í mannfræði við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa síðustu áratugi einkum beinst að fólksflutningum og að reynslu ólíkra hópa innflytjenda á Íslandi, einkum frá Póllandi og Filippseyjum. Rannsóknirnar hafa fjallað um vinnutengda fl...

category-iconJarðvísindi

Hvernig vita vísindamenn að kvikan í Geldingadölum er komin úr möttlinum?

Efsti hluti jarðmöttulsins nefnist deighvolf eða lághraðalag vegna þess að bergið þar er heitt, nálægt bræðslumarki sínu – það er deigt (eins og deig) og hraði jarðskjálftabylgja lækkar á ferð um það. Möttulbergið samanstendur af fjórum steindum, ólivíni, díopsíti, enstatíti og, háð þrýstingi, plagíóklas eða spínl...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig hefur merking hugtaksins hinsegin breyst á 21. öld?

Frá aldamótum hefur notkun orðsins hinsegin aukist og þróast hratt en ljóst er að það er notað á mjög margvíslegan hátt. Í fyrsta lagi er það ennþá notað í merkingunni ,öðruvísi‘ og ennþá er talað um að eitthvað sé „svona eða hinsegin“. Í öðru lagi er orðið notað sem þýðing á enska orðinu queer sem varð lykilhugta...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er búið á mörgum eyjum við Ísland?

Niðurstaða skyndiskoðunar á landakorti og upprifjunar í huganum er sú að búið sé á átta eyjum við Ísland. Þá er miðað við að einhver eigi þar lögheimili (reyndar þýðir lögheimili ekki endilega að viðkomandi hafi heilsársbúsetu á staðnum en til þess að hafa eitthvað viðmið er þetta valið). Þessar eyjur eru Heimaey,...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er ýsan hrææta?

Svarið við þessari spurningu er nei, ýsan (Melanogrammus aeglefinus, e. haddock) er ekki hrææta heldur lifir hún aðallega á botndýrum meginhluta lífs síns. Ýsa (Melanogrammus aeglefinus) Þetta kom í ljós í rannsókn sem gerð var á vegum Hafrannsóknastofnunar á fyrri hluta 9. áratugar síðustu aldar. Rannsökuð var ...

category-iconFélagsvísindi

Hver er stærsti stálframleiðandi í heimi og hvað framleiðir hann mikið?

Suður-kóreskt fyrirtæki, sem nefnist Pohang Iron & Steel Company eða Posco á ensku, mun vera umsvifamest allra í stálframleiðslu. Frá stálbræðslum þess koma um 26 milljónir tonna af stáli árlega. Posco var stofnað af suður-kóreska ríkinu árið 1968 í hafnarborginni Pohang. Fyrirtækið er nú að mestu í einkaeigu. Næs...

category-iconLífvísindi: almennt

Er til einhver skógur frá landnámsöld á Íslandi?

Birki (Betula pubescens) er eina innlenda trjátegundin sem hefur myndað skóga á Íslandi á núverandi hlýskeiði, eða síðustu 10.000 árin. Það hefur verið áætlað að birkiskógar og kjarr hafi þakið meira en fjórðung landsins við landnám eða um 28.000 km2, áætlaða útbreiðslu má sjá á myndinni hér fyrir neðan. Áætluð ú...

category-iconMálvísindi: íslensk

Heimili mitt er undirlagt af erjum vegna málfarsdeilna og því langar mig að vita hvort orðið 'harðsvífinn' sé til?

Í söfnum Orðabókar Háskólans finnast engin dæmi um lýsingarorðið harðsvífinn. Leitað var í Ritmálssafni með dæmum úr prentuðum bókum, Talmálssafni og Textasafni með dæmum úr blöðum og bókum á tölvutæku formi. Líklegt er að slegið hafi verið saman orðunum harðsvíraður ‛harður, forhertur’ og ósvífinn ‛ós...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar í heiminum lifir glókollur?

Glókollur (Regulus regulus) er minnstur evrópskra varpfugla, aðeins um 9 cm á lengd, með 13-15,5 cm vænghaf og vegur ekki nema 7-9 grömm. Glókollur í Fossvoginum í Reykjavík. Glókollurinn er mjög útbreiddur varpfugl í barrskógum og blönduðu skóglendi Evrasíu og virðist hann fylgja nokkurn veginn útbreiðslu þessa...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju segja Hafnfirðingar „að ramba“ í staðinn fyrir „að vega salt“?

Snemma á níunda áratug síðustu aldar var spurst fyrir hjá Orðabók Háskólans hvort hún ætti dæmi um orðið rambelta notað um vegasalt. Í talmálssafni Orðabókarinnar voru fáein dæmi sem öll áttu rætur að rekja til Hafnarfjarðar. Ég spurðist því fyrir um orðið í útvarpsþætti Orðabókarinnar og fékk allnokkur svör, fles...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr búa í Brasilíu og hver þeirra eru í útrýmingarhættu?

Ómögulegt er að telja upp eða fjalla um öll þau dýr sem lifa í Brasilíu í einu svari þar sem það myndi sjálfsagt fylla mörg bindi af bókum, svo mikill er fjöldinn þar. Hér verður því aðeins gerð grein fyrir fjölda tegunda í hinum ýmsu flokkum, en athyglinni síðan beint að dýrum í mikilli útrýmingarhættu. Hvergi...

Fleiri niðurstöður