Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3237 svör fundust
Er til algilt líkan til að spá fyrir um verðbólgu?
Það er ekki neitt til sem kalla má algilt líkan til að spá verðbólgu ef með því er átt við að líkanið spái fullkomlega rétt fyrir um verðþróun. Raunar er það eðli allra líkana, jafnt í hagfræði sem öðrum vísindagreinum, að þau eru einföldun á raunveruleikanum og geta því ekki lýst honum fullkomlega. Að öðru jö...
Hvaða einkenni fylgja skorti á B-12 vítamíni?
Eins og nafnið bendir til er B12 eitt af B-vítamínunum og er því í flokki vatnsleysanlegra vítamína. Annað heiti þess er kóbalamín vegna þess að í miðri sameind þess er málmjónin kóbalt. Hlutverk kóbalamíns er að taka þátt í myndun blóðfrumna, einkum rauðkorna blóðsins, það er rauðra blóðfrumna sem sjá um að flytj...
Hvað er röntgen og getur röntgengeislinn verið hættulegur?
Oftast þegar orðið röntgen er notað í daglegu tali er átt við rannsóknir með röntgengeislum sem gerðar eru til sjúkdómsgreiningar. Orðið vísar þá annaðhvort til rannsóknarinnar sjálfrar eða staðarins þar sem hún er gerð, það er röntgendeildarinnar. Nafnið röntgen er þannig til komið að geislarnir voru nefndir í...
Hvað er dám og að dáma og hvenær dámar manni og hvenær ekki?
Nafnorðið dámur merkir ‛lykt, keimur, þefur’. Sambandið að draga dám af einhverju eða einhverjum er notað um að verða fyrir áhrifum, mjög oft neikvæðum, eða líkjast einhverju eða einhverjum, samanber sambandið hver dregur dám af sínum sessunaut. Orðasambandið er þekkt frá því á 17. öld. Sögnin að dáma er...
Hversu mikil gjóska myndaði landnámslagið og hve lengi stóð gosið yfir?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Landnámslagið finnst um allt land, misþykkt, en þó ansi þykkt. Hversu mikið af gjósku hefur þurft til að búa til þetta lag, hversu langt gos þarf til að spúa þessu út og hvaða áhrif myndi þannig gos hafa á daglegt líf á Íslandi á 21. öld? Á meðfylgjandi korti[1] sést útbreiðsla...
Hvað er gílaeðla?
Gílaeðlan (Heloderma suspectum), oft kölluð gílaófreskja (e. Gila monster), er mjög sérstök eðla. Hún er önnur af aðeins tveimur núlifandi tegundum eitraðra eðla og sú eina sem finnst í Norður-Ameríku, en þær voru algengar fyrir um 35 milljónum ára. Gílaeðlan dregur nafn sitt af fljóti, Gila, sem rennur í Suðvestu...
Hvers vegna dó sverðkötturinn út?
Hér er einnig að finna svar við spurningunum:Getið þið sagt mér sem flest um sverðköttinn og sýnt mér mynd? Hvað voru tennurnar í sverðkettinum stórar? Sverðkettir (Smilodon, e. sabertooth cat) eru meðal best þekktu ísaldardýranna og hafa steingerðar leifar þeirra fundist bæði í Ameríku og Evrópu. Í La Brea í Los...
Eru þeir sem oft fá berkjubólgu í áhættuhópi vegna COVID-19?
Upprunalega spurningin var: Er fólk sem er gjarnt á að fá berkjubólgu, í flokki þeirra sem eru í áhættuhóp vegna COVID-19? Það er mjög mikilvægt að huga að því hvaða einstaklingsbundnu þættir auka hættu á alvarlegum veikindum vegna COVID-19. Við erum enn að læra hratt og mikið um þennan nýja smitsjúkdóm en ...
Eru bleikjurnar í Þingvallavatni mismunandi tegundir eða ólíkir stofnar?
Stutta svarið er að þrjár tegundir fiska lifa í Þingvallavatni, urriði (Salmo trutta), hornsíli (Gasterosteus aculeatus) og bleikja (Salvelinus alpinus). Bleikjurnar í Þingvallavatni teljast því vera ein og sama tegundin. Hins vegar eru bleikjurnar í vatninu skilgreindar sem fjögur mismunandi afbrigði (e. morph), ...
Hvert er minnsta spendýr í heimi?
Minnsta þekkta núlifandi spendýrið er leðurblökutegund sem hefur verið nefnd hunangsblaka á íslensku (Craseonycteris thonglongyai á latínu en Kitti's Hog-nosed Bat og Bumblebee Bat á ensku). Massi hennar er aðeins um 2 g á þyngd; lengd frá trýni að afturenda (hún er skottlaus) er 29-33 mm en lengd framhandleggs e...
Hvað eru sæfíflar?
Sæfíflar eru frumstæð fjölfruma dýr. Þeir tilheyra fylkingu holdýra eins og armslöngur og marglyttur en flokki kóraldýra. Kóraldýr nefnast á latínu anthozoa. Kóraldýr greinast í tvo undirflokka: hexacorallia og octocorallia. Sæfíflar tilheyra fyrrnefnda undirflokknum. Dýr í þeim flokki lifa sér en ekki í stóru ...
Er svarti jagúarinn sérstök tegund eða bara óvenjulegt afbrigði?
Hér er einnig svarað eftirtöldum spurningum frá sama spyrjanda: Hvar lifir svarti jagúarinn? Af hverju er svarti jagúarinn svartur? Jagúarinn (Panthera onca) tilheyrir ættkvísl svokallaðra stórkatta, Panthera. Tegundin er eini meðlimur ættkvíslarinnar sem lifir í Norður- og Suður-Ameríku og er jafnframt langstæ...
Hvað er móbergshryggur?
Kannski má segja að móberg sé sú bergtegund sem kemst næst því að geta kallast séríslensk. Sigurður Steinþórsson lýsir myndun þess í svari við spurningunni Hvaða bergtegundir fyrirfinnast nær eingöngu á Íslandi eða hafa séríslensk einkenni? og segir þar meðal annars: Móberg myndast þannig, að 1200°C heit bráð snö...
Hvað er jaðarpersónuleikaröskun? Er hægt að ráða bót á henni?
Persónuleika Grettis Ásmundssonar á Bjargi hefði trúlega mátt lýsa þannig að Grettir hafi verið önuglyndari eða uppstökkari en gerist og gengur. Með því er átt við að hann hafi sýnt af sér önuglyndi eða að hann hafi stokkið upp á nef sér bæði oftar og víðar en aðrir. Einnig væri með lýsingunni gert ráð fyrir því a...
Eru ljón hættuleg mönnum?
Í heild sinni hljóðar spurningin svona:Eru ljón jafn hættuleg og haldið er fram í sögum? Eru þau svo grimm að þau ráðist á menn? Til eru margar sögur af mannætuljónum sem oftar en ekki eiga rætur að rekja til Viktoríutímabilsins þegar evrópskir landkönnuðir færðu þeim sem heima sátu frásagnir af fjarlægum slóðum....