Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 266 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Er eitthvert sannleikskorn í grísku goðsögunum?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum: Getur verið að eitthvert sannleikskorn sé í grísku goðsögunum? Ef já, hverjum og hvers vegna? (Kristinn Hróbjartsson) Af hverju voru Grikkir svo uppteknir af hetjusögum? Var stuðst við einhverjar heimildir um það að hetjurnar hafi verið til? (Kristinn Hróbjartsson) Voru Her...

category-iconFornleifafræði

Hvað getið þið sagt mér um ísmanninn Ötzi?

Í september árið 1991 voru þýskir ferðamenn á göngu í Ölpunum, á svæði sem kennt er við Ötztal. Í 3200 metra hæð gengu þeir fram á lík af manni og sat neðri hluti líkama hans fastur í ís. Í ljós kom að þetta voru líkamsleifar karlmanns á fimmtugsaldri, sem við nánari athugun reyndist hafa látist fyrir um 5300 ár...

category-iconSálfræði

Hafa auglýsingar síður áhrif á greint fólk?

Samantekt Rhodes og Wood (1992) bendir til þess að samband sé milli greindar og áhrifa auglýsinga.* Að jafnaði gildir að eftir því sem greind mælist hærri, því erfiðara er að breyta viðhorfum með auglýsingum. Þessi tengsl eru jafnan skýrð þannig að greint fólk búi yfir meiri þekkingu en aðrir, og að það sé þekking...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaðan er leikurinn 'Fram, fram fylking' upprunninn og hvaðan kemur textinn sem sunginn er í honum?

“Fram, fram fylking” hefur verið vinsæll leikur meðal íslenskra barna í meir en 100 ár. Vitað er að höfundur textans var Ari Jónsson (1833-1907), bóndi á Þverá í Eyjafirði. Nafn hans kemur fram í bókinni Kvæði og leikir handa börnum eftir Halldóru Bjarnadóttur (1873-1981) en sú bók kom út árið 1917 og var ein fyrs...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er hægt að sjá á hvaða landsvæði gíraffi býr eftir blettamynstri hans?

Lengi vel var talið að gíraffar tilheyrðu allir einu og sömu tegundinni. Nýlegar rannsóknir benda hins vegar til þess að gíraffar tilheyri fjórum tegundum og nokkrum undirtegundum, misjafnt eftir fræðimönnum hversu margar þær eru taldar vera. Hver tegund hefur sitt sérstaka blettamynstur. Þar sem tegundirnar lifa ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu gamalt er England og hvernig myndaðist það?

Bretland — England og Skotland — spannar næstum alla jarðsöguna, meira en 3000 milljón ár (m.á.). Í Hebrideseyjum og NV-Skotlandi er hið forna berg á yfirborði (fjólublátt á jarðfræðikortinu hér fyrir neðan), en í East Anglia í SA-Englandi er yfirborðsberg frá síðustu ísöld (gulbrúnt á kortinu). Hvergi í heiminum ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða þættir stuðla að næturfrosti?

Það eru nokkur atriði sem stuðla að lágum hita að nóttu. Næturhiti verður lægstur þegar heiðskírt er, þá er nettóútgeislun varma frá yfirborði jarðar út í geiminn mest. Þegar skýjað er endurvarpa skýin varmageislum aftur til yfirborðs og draga úr kólnun.Næturkólnun er að jafnaði meiri í þurru lofti en röku. Sé ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Ef aðdráttarafl jarðar getur aflagað mánann, er hann þá ekki smám saman að nálgast jörðina?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Ef aðdráttarafl jarðar er svo kröftugt að það afmyndar mánann (gerir hann egglaga) er þá ekki máninn smátt og smátt að nálgast jörðina?Það er rétt að tunglið eða öllu heldur dreifing massans í því er lítið eitt ílöng í stefnu línunnar milli jarðar og tungls. Það hefur auk þess ...

category-iconHugvísindi

Hvað eru einhyrningar og fyrir hvað standa þeir?

Einhyrningar eða Unicornus eru þjóðtrúardýr, það er að segja dýr sem finnast í þjóðtrú víða um heim en eru ekki til í veruleikanum eins og við skiljum hann yfirleitt. Einhyrningar líkjast oft venjulegum hvítum hestum en hafa eitt langt snúið horn fram úr enninu. Til eru margar ólíkar sagnir um einhyrninga en ein f...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er saga rappsins?

Rappið hefur alltaf verið til. Þegar Guð talaði við Adam, Móses og alla spámennina rappaði hann, það gerði Shakespeare líka, hann rappaði og rímaði. Rappið hefur þess vegna alltaf verið til. Þannig hljóðar skilgreining eins af frumkvöðlum rappsins, Afrika Bambaataa, á fyrirbærinu. Hér verður þó notuð þrengri skil...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaðan er textinn "Atti katti nóa" kominn? Er þetta bara bull, erlendur texti eða einhver afbökun?

Það er ekkert dularfullt við lagið sem sungið er við textann "Atti katti nóa" en það er hið þekkta lag Bellmans (1740-1795), "Gamli Nói" eða "Gubben Noach" á sænsku. Textinn er hins vegar nokkur ráðgáta. Hann barst hingað til lands með skátahreyfingunni á 6. áratugnum og varð sérlega vinsæll eftir að Rannveig og K...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið sagt mér hver aðferðafræðin við úrkomumælingar er?

Úrkoma er mæld með nokkrum gerðum mælitækja. Hér á landi eru nú um 80 mannaðar veðurstöðvar sem mæla úrkomu. Úrkoma er einnig mæld á um 60 sjálfvirkum stöðvum sem Veðurstofan og Landsvirkjun reka. Mönnuðum stöðvum fer fækkandi en sjálfvirkum fjölgandi. Magn úrkomu er gefið upp í millimetrum (mm), 5 mm úrkoma j...

category-iconBókmenntir og listir

Um hvað fjallar 9. sinfónía Beethovens?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Um hvað fjallar 9 sinfónía Beethovens (Óður til gleðinnar, e, Ode to joy)? Og hvað segir kórinn þegar hann syngur í hápunkti lagsins? Óðurinn An die Freude (Til gleðinnar) eftir þýska skáldið Friedrich Schiller (1759-1805) var ekki nýr þegar Ludwig van Beethoven (1770–1827) tón...

category-iconVeðurfræði

Hvað er El Niño?

Í gegnum tíðina hefur Vísindavefurinn fengið fjölmargar fyrirspurnir um El Niño. Aðrir spyrjendur eru: Ragnheiður Hrönn, Steinunn Ingvarsdóttir, Anna Stefánsdóttir, Guðfinna Ýr Sumarliðadóttir, Hildur Anna Karlsdóttir, Ásgerður Sigurðardóttir, Hildur Ósk Pétursdóttir, Jórunn Helgadóttir, Esther Bergsdóttir, Hanne...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er kristall og af hverju myndast hann?

Árið 2015 voru 100 ár liðin frá því að feðgarnir Lawrence (1890–1971) og William Bragg (1862–1942) hlutu Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir að greina innri byggingu kristalla með röntgengeislum. Árið áður hafði Max von Laue (1879–1960) fengið sömu verðlaun fyrir að uppgötva bylgjubeygju (e. diffraction) röntgenge...

Fleiri niðurstöður