Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvaða dýrum eru gíraffar skyldir?
Ein af grundvallarstaðreyndum þróunarfræðinnar er að allt líf á jörðinni er einstofna. Af því leiðir að gíraffinn (Giraffa camelopardalis) er skyldur öllum lífverum jarðar! En nóg um það því spyrjandi vill eflaust vita hvaða núlifandi tegundir dýra eru skyldari gíraffanum en aðrar. Til að svara því er rétt að ...
Hvernig hljómaði forníslenska? Eru til einhver hljóðdæmi á Netinu?
Ekki er vitað nákvæmlega hvernig íslenska var borin fram á miðöldum, en þó er ljóst að töluverðar breytingar hafa orðið á framburði Íslendinga frá landnámstíð. Um þær er fjallað nánar í svari eftir sama höfund við spurningunni Er vitað hvernig texti Íslendingasagnanna var borinn fram þegar hann var skrifaður? H...
Hefur úrdráttur og útdráttur sömu merkingu?
Hugtökin útdráttur og úrdráttur hafa löngum vafist fyrir mönnum enda einungis einn stafur sem skilur orðin að og auðvelt að skilja þau bæði á sama hátt. Þau hafa hins vegar gjörólíka merkingu. Útdráttur felur í sér styttingu á texta þannig að aðalatriði eru dregin fram. Mikilvægt er að lykilsetningar upprunaleg...
Hver er þjóðaríþrótt Argentínumanna?
Þjóðaríþrótt Argentínumanna er hestaíþróttin pató, á íslensku önd. Markmið keppninnar er að ná „öndinni“, bolta með sex handföngum á, og kasta henni í mark andstæðingsins. Markið er lóðréttur hringur sem minnir á körfuboltahring. Í hvoru liði eru fjórir knapar sem vinna saman að því að koma boltaunum í netið. Í l...
Hvað er listería og hver eru einkennin af sýkingu?
Listeria monocytogenes er baktería sem er víða í náttúrunni og finnst hjá fjölda dýrategunda. Hérlendis hefur hún verið til vandræða í sauðfé vegna fósturláts hjá kindum. Til eru 13 tegundir Listeria en einungis Listeria monocytogenes er sjúkdómsvaldandi í mönnum. Helsta smitleið bakteríunnar er með matvælum. L...
Hvar er best að grafa eftir gulli?
Gull (Au) er frumefni. Eins og á við um önnur frumefni þyngri en járn, verður það aðeins til í miklum hamförum sprengistjarna. Um tilurð gulls og annarra frumefna er hægt að lesa meira í fróðlegu svari eftir Ottó Elíasson við spurningunni Hver eru algengustu frumefni alheimsins og hve mörg atóm eru í honum öllum? ...
Hver fann upp umferðarljósin?
Yfirleitt er talið að breski verkfræðingurinn og uppfinningamaðurinn John Peake Knight (1828-1886) hafi fundið upp umferðarljósin. Knight var frá borginni Nottingham á Englandi. Hann fór ungur að starfa við járnbrautir og vann mikið að því að bæta öryggi og gæði járnbrautasamgangna. Hans er þó helst minnst sem upp...
Hvað er á tjá og tundri?
Nafnorðið tjá er aðeins notað í orðasambandinu á tjá og tundri ‘í ruglingi, í óreiðu’. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:1046) stendur: Líklegast er að tjá sé upphaflega kvk.-orð, og tundur merkir vísast kveikiþráð eða ljóskveik, tákngildið ‘sprengiefni’ kemur naumast til greina. Nafnorðið tjá er aðeins notað í ...
Getur fyrrverandi glæpamaður boðið sig fram til Alþingis á Íslandi?
Til þess að geta boðið sig fram og setið á Alþingi þurfa einstaklingar að vera kjörgengir. Spurningin snýst því um það hvort þeir sem hafa einhvern tíma gerst sekir um glæp séu kjörgengir. Kjörgengisskilyrði eru talin upp með tæmandi hætti í 34. grein stjórnarskrárinnar. Sá sem ætlar að bjóða sig fram þarf að h...
Hvað getið þið sagt mér um nýyrðið áhrifavaldur?
Orðið áhrifavaldur er ekki nýtt orð í íslensku. Elsta dæmið um orðið úr blöðum og tímaritum á stafræna safninu Tímarit.is er frá árinu 1930 og fjölgar dæmum eftir því sem líður á 20. öldina. Orðið merkir ‘sá eða það sem hefur áhrif’: Kjartan varð áhrifavaldur í lífi Péturs.Upplýsingamiðlun er veigamikill áhri...
Er leyfilegt að taka mig upp án þess að ég veiti samþykki fyrir upptökunni?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Góðan dag. Má taka mig upp án míns samþykkis, hvort sem um er að ræða videó eða raddupptöku? Um hljóðupptökur gilda tilteknar reglur sem hægt er að skoða á vef Persónuverndar. Þar segir þetta: Einstaklingar mega almennt ekki taka upp samtöl manna á milli eða ræð...
Hvernig starfa líffæri meltingakerfisins saman og hvaða efnaskipti fara þar fram?
Fæða er líkamanum nauðsynleg af tveimur meginástæðum. Í fyrsta lagi er hún eldsneyti þar sem hún gefur frumum þá orku sem þarf til að framkvæma efnabreytingar og knýja líkamsstarfsemi eins og vöðvasamdrátt, flutning taugaboða, efnaseyti og efnaupptöku. Í öðru lagi er fæða hráefni því að í henni eru alls kyns nærin...
Af hverju notum við grenitré fyrir jólatré?
Um uppruna jólatrésins er flest á huldu, en talið er að rætur þess liggi í einhverskonar trjádýrkun djúpt í mannkynssögunni. Í Róm og víðar skreyttu menn til dæmis í fornöld hús sín um nýárið með grænum trjágreinum eða gáfu þær hver öðrum, og átti það að boða gæfu. Mistilteinninn í Englandi var afsprengi sömu hugs...
Er Plútó ennþá flokkuð sem reikistjarna?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Hvað er herma og hvernig er hægt að brjóta gler með henni?
Herma (e. resonance) er það kallað þegar hlutur er sérstaklega næmur fyrir sveiflum sem eru á þröngu tíðnibili og svarar þeim á einhvern tiltekinn hátt. Ef lesandinn tekur sér í hönd lóð í bandi eða bara ílangan hlut og lætur hann sveiflast með því að hreyfa höndina, þá sér hann fljótt að stærð sveiflunnar er alge...