Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munur á stærð íslenskra jökla í dag og á landnámsöld?

Ljóst er af frásögn fornrita að jöklar hafa sett svip á landslagið þegar við landnám. Landnáma segir að vísu ekki mikið frá jöklum en engu að síður er ljóst af örnefnum, einkum Jökulsám, sem voru víða á landinu, að jöklar voru að mestu á sömu stöðum og þeir eru enn þann dag í dag. Ýmsar fornsögur svo sem Njáls ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig eru nýyrði tekin inn í tungumálið?

Upphaflega spurningin hljóðaði svo: Hvernig eru nýyrði tekin inn í tungumálið. Þurfa þau að vera í notkun hjá ákveðið mörgum eða gæti ég bent á betra orð. Orðið takeaway fer ekki vel í mig svo ég nota orðið brottfararbolli eða brottfararmál yfir ílát sem notað er fyrir kaffi sem þú tekur með þér. Íslensk tung...

category-iconStærðfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Örn Stefánsson rannsakað?

Sigurður Örn Stefánsson er prófessor í stærðfræði við Háskóla Íslands. Sigurður fæst við rannsóknir á svokölluðum slembinetum sem koma víða við sögu í líkanagerð en eru sömuleiðis áhugaverð frá hreinu stærðfræðisjónarhorni. Dæmi um hagnýtt verkefni þar sem notast er við slembinet eru rannsóknir á útbreiðslu sjú...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær ársins eru moskítóflugur á sveimi í Nuuk á Grænlandi?

Moskítóflugur angra fólk og önnur spendýr á Grænlandi helst frá miðjum júní og fram í ágúst. Á þessum tíma sækjast kvendýrin eftir blóði en í því er prótín sem þarf til þess að egg flugnanna þroskist. Stærstur hluti lífsferils moskítóflugna er í vatni en hversu langur lífsferillinn er fer eftir aðstæðum, allt f...

category-iconTrúarbrögð

Hvað getið þið sagt mér um Martein Lúther?

Í Marteini Lúther mætast andstæður, jafnvel öfgar. Þetta á jafnt við um persónu Lúthers og þá hreyfingu sem hann ýtti úr vör. Þegar í aflátsdeilunum 1517 verður ljóst að breytingarnar sem guðfræði Lúthers fela í sér er ekki hægt að skilgreina með tilvísun til tíðarandans, skipulags samfélagsins eða uppbyggingar ki...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða hlutverki gegnir brisið í líkamanum?

Briskirtillinn eða brisið er svolítið sérstakur kirtill þar sem hann er bæði útkirtill og innkirtill. Útkirtilshluti brissins eru kirtilblöðrur sem mynda brissafa og seyta honum út í brisgöng sem bera hann ofan í skeifugörnina. Á leiðinni í skeifugörnina sameinast brisgöng gallgöngum frá lifur. Brissafinn er g...

category-iconHeimspeki

Hver var Johann Gottfried Herder og hverjar voru hugmyndir hans um Evrópuþjóðir og þjóðir almennt?

Johann Gottfried Herder (1744-1803) var fæddur í bænum Mohrungen í Austur-Prússlandi (nú Morag í Póllandi). Hann lærði guðfræði, heimspeki og bókmenntir við háskólann í Königsberg, þar sem hann kynntist meðal annars bæði Immanúel Kant (1724-1804) og Johann Georg Hamann (1730-1788), en hinn síðarnefndi var einn áhr...

category-iconNæringarfræði

Hvaða áhrif hefur það á líkamann að fasta?

Það kallast fasta þegar valið er að sneiða hjá mat í lengri eða skemmri tíma. Áhrif föstu á mannslíkamann fara eftir því hve lengi samfelld fasta varir. Átta klukkutímum frá því að síðustu máltíðar er neytt hefur líkaminn lokið meltingu fæðunnar og upptöku næringarefna úr henni. Þá er hann kominn í föstuástand. ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað er upplýsingaóreiða?

Hugtakið upplýsingaóreiða (e. information disorder) hefur verið áberandi undanfarin ár og þá oft í samhengi við kosningar, alþjóðastjórnmál og stríð. Algengt er að sjá dæmi um upplýsingaóreiðu þegar hagsmunir eru miklir og mál umdeild. Hugtakinu er gjarnan skipt í þrennt: Misupplýsingar (e. misinformation): Röngu...

category-iconNæringarfræði

Eru mjólkurvörur nauðsynlegar fyrir mannfólkið, þegar önnur spendýr hætta að neyta þeirra um leið og þau hætta á spena?

Þessari spurningu er hægt að svara neitandi, það er að vörur unnar úr mjólk annarra spendýra eru ekki nauðsynlegar fyrir mannfólkið. Reyndar er það svo að um 70% mannkyns þolir illa mjólk á fullorðinsaldri, er með svokallað mjólkursykuróþol. Slíkt fólk borðar þar af leiðandi lítið eða ekkert af mjólkurvörum þegar ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að sanna að 0,999... = 1 með venjulegum reikningsaðferðum?

Spyrjandi setur spurningu sína upphaflega fram sem hér segir:Ég heyrði þessa skýringu á að 1 væri = 0,99.. óendanlega oft:\(x = 0,99...\) \(10x = 9,99...\) \(10x - x = 9\) eða \(9x = 9\) \(x = 1\)Er þetta rétt?Spurningin vísar í svar Jóns Kr. Arasonar við spurningunni Er talan 0,9999999... = 1? og er lesanda...

category-iconSálfræði

Hvaða gildi hafa dagdraumar?

Dagdraumar eru hluti af hugsanaflæði okkar í vöku. Fræðimenn hafa komist að því að dagdraumar eru mestir á unglingsárunum en eftir því sem fólk eldist dregur úr dagdraumum þess. Á gamals aldri eru kynferðislegir dagdraumar og hetjudraumar afar fátíðir. Þegar fólk er upptekið af krefjandi verkefnum gefast fá tækifæ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað eru alþingismenn margir?

Alþingismenn eru núna 63 talsins. Forseti Alþingis er Halldór Blöndal en auk hans eru fjórir varaforsetar. Talið er að Alþingi hafi verið stofnað árið 930 á Þingvöllum. Sá atburður markar tilurð þjóðríkis á Íslandi. Þingvellir voru þingstaður Íslendinga til 1798 en miklar breytingar höfðu orðið á þinghaldi á tí...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver fann upp regnhlífina?

Eins og með svo margt annað sem notað er í daglegu lífi er ekki hægt að segja nákvæmlega til um hver fann upp regnhlífina. Saga regnhlífarinnar, eða réttara sagt sólhlífarinnar, nær árþúsundir aftur í tímann. Vitað er að heldra fólk í Egyptalandi, Mesópótamíu, Kína og Indlandi notaði einhverskonar hlífar til að sk...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér eitthvað um armfætlur?

Armfætlur, fylking Brachiopoda, eru frumstæðir hryggleysingjar, skyldar til að mynda mosadýrum. Þær minna á samlokur (bivalvia) í útliti en eru hins vegar aðeins fjarskyldar þeim. Á ensku kallast armfætlur „lamp shells“ eða lampaskeljar þar sem útlit þeirra minnir mjög á olíulampa Rómverja til forna. Armfæt...

Fleiri niðurstöður