Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4454 svör fundust
Geta skráðar siðareglur skapað traust?
Spurningar um traust koma reglulega upp þegar málefni samfélagsins eru rædd. Nýlega hafa til dæmis birst kannanir sem varpa ljósi á þverrandi traust til mikilvægra stofnana í samfélaginu, ásakanir um afglapahátt í viðskiptalífinu hafa dregið hugtakið fram og stjórnmálamenn hafa verið ásakaðir um að bregðast traust...
Þarf maður að borga nefskatt ef maður er ekki með nef?
Ekki er við hæfi að gefa spyrjanda sem spyr slíkrar spurningar langt nef. Ritstjórn Vísindavefsins fór á stúfana og rak fyrst inn nefið hjá lögfræðisviði Vísindavefsins -- enda um háalvarlegt lögfræðilegt álitamál að ræða. Þar stungu lögfróðir saman nefjum og við fyrstu sýn leit út fyrir að menn vissu lengra sí...
Getur þú frætt mig um flóðhesta?
Núlifandi flóðhestum er skipt í tvær tegundir, eiginlegan flóðhest (Hippopotamus amphibius) og dvergflóðhest (Choeropsis liberiensis). Stærðarmunurinn á þessum tegundum er mikill, eiginlegir flóðhestar eru meðal alstærstu landspendýra og geta orðið allt að 3,6 tonn að þyngd en dvergflóðhestar vega aðeins um 250 kg...
Hvaða íþróttir eru best til þess fallnar að efla og bæta hreyfiþroska barna?
Stutta svarið við spurningunni er að engin ein íþróttagrein gerir það. Mikilvægt er að ung börn fái tækifæri til fjölbreyttrar hreyfingar og endurtekinnar æfingar til að bæta hreyfiþroska sinn. Iðkun einnar íþróttagreinar krefst ákveðinnar samhæfingar sem er sérstök fyrir þá grein og gefur ekki þá fjölbreytni sem ...
Er hægt að laga skemmd í geisladiski?
Við lestur geisladiska er lýst með leysigeisla á spíralferil á disknum sem inniheldur mislangar holur. Endurskinið frá holunum er táknað sem bitar. Holurnar eru á bakvið rúmlega 1mm þykkt glært plast, sem leysigeislinn þarf að lýsa í gegnum. Endurskinið frá spíralferlinum fer einnig í gegnum plastið til ljósnema. ...
Hvers vegna er þrumuveður sjaldgæfara á Íslandi en í öðrum löndum?
Vegna þess að stöðugleiki lofts er meiri hér á landi heldur en á suðurslóðum. Stöðugleiki er mælkvarði á tregðu lofts til að hreyfast lóðrétt. Því meiri sem stöðugleikinn er því tregara er loftið til uppstreymis. Þrumuveður myndast í stórum skúra- eða éljaklökkum sem oft eru þá kallaðir þrumuklakkar eða þrumusk...
Hver var Hildegard frá Bingen og fyrir hvað er hún þekkt?
Í sögu kristinnar guðfræði eru ekki margar nafngreindar konur og lengst af hefur afrekum þeirra lítt verið haldið á loft. Á síðari árum hefur þetta viðhorf mjög breyst og hlutur kvenna í kirkjusögunni verið dreginn fram. Á miðöldum voru nokkrar konur sem mörkuðu spor og voru þekktar og ein þeirra er abbadísin Hild...
Hver var Þorvaldur Thoroddsen og hvert var hans framlag til vísinda og fræða?
Þorvaldur Thoroddsen er fyrsti Íslendingurinn sem lagði jarðfræði fyrir sig í námi og starfi. Hann varð heimsfrægur fyrir rannsóknir sínar á jarðrænni gerð Íslands og þeim ferlum sem þar eru virk. Hann er með mikilvirkustu rithöfundum Íslandssögunnar og í raun landkönnuður Íslands, enda skoðaði hann landið allt að...
Hver er Donald Knuth og hvert er framlag hans til tölvunarfræðinnar?
Donald Knuth er líklega þekktasti núlifandi tölvunarfræðingurinn. Hann er fæddur í Bandaríkjunum árið 1938 og hefur verið prófessor við Stanford-háskóla frá 1968. Knuth er menntaður stærðfræðingur en fékk áhuga á tölvum þegar hann var við háskólanám. Fyrsta tölvan sem hann sá var IBM 650 en það var fyrsta fjöldafr...
Hverjir tóku þátt í fyrri heimsstyrjöldinni?
Heimsstyrjöldin fyrri hófst 28. júlí 1914 og henni lauk 11. nóvember 1918. Evrópa var meginvettvangur hernaðarátakanna en einnig var barist í Miðausturlöndum, Afríku, Austur-Asíu og á höfum úti. Tiltölulega fá ríki báru hitann og þungann af átökunum. (Sjá svar sama höfundar við spurningunni Hversu margir dóu í hei...
Er það satt að plasteyjur, miklu stærri en Ísland, fljóti um heimshöfin?
Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona: Hvað getið þið sagt mér um ruslaeyjur Kyrrahafsins? Hvað getið þið sagt mér um plasteyjuna í Kyrrahafinu? Er hún til og er hún 14 sinnum stærri en Ísland? Það er satt að svokallaðar „plasteyjur“ fljóti um heimshöfin. Reyndar er ekki um að ræða eyjur í orðsins fyllst...
Hvað er ISIS?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað er ISIS, hver eru markmið þeirra og af hverju? ISIS (skammstöfun á enska heitinu Islamic State in Iraq and Syria eða Íslamska ríkið í Írak og Sýrlandi) eru tiltölulega ný samtök sem starfa fyrst og fremst í Írak og Sýrlandi eins og nafnið gefur til kynna. Þau eru þó einnig...
Hver er staða ósonlagsins í dag?
Í heild er spurningin svona:Hvað er að frétta af ósonlaginu núna, þynning þess og göt voru mikið í umræðunni fyrir einhverjum árum en lítið heyrist núna. Hver er staðan? Hefur það jafnað sig? Í stuttu máli hefur þróunin líklega farið að sveigja í rétta átt síðasta áratuginn eða svo. Óson er sameind úr þremu...
Hvenær var harðfiskur fyrst borðaður á Íslandi?
Vel verkaður harðfiskur er afar hollur og nærandi herramannsmatur og hentar sérstaklega vel sem útivistar- og útilegunesti enda hefur hann fylgt útiverandi og -vinnandi Íslendingum frá örófi alda. Það veit enginn hvenær Íslendingar fór að verka og borða harðfisks. Ég veðja að það hafi verið töluvert löngu áður ...
Er hægt að brjóta demant?
Fullkominn demantur samanstendur einungis af kolefnisfrumeindum. Hver og ein kolefnisfrumeind tengist fjórum öðrum kolefnisfrumeindum með sterkum samgildum tengjum og saman mynda frumeindirnar grind eins og sjá má á mynd 1. Þessi sterku tengi valda því að bræðslumark demanta er hæst allra náttúrulegra efna, 3547°C...